A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
10.03.2016 - 15:32 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Saga dagsins: - Framför

Elís Kjaran Friðfinnsson.
Elís Kjaran Friðfinnsson.
« 1 af 2 »

Ég var að koma ofan af pósthúsi og var með bókapakka undir hendinni. Fyrir framan Gamla salthús mætti ég Þórarni bónda á Höfða. Við heilsuðumst kumpánlega og lét ég þess getið, hvaðan ég var að koma.

        Eitthvað hefurðu nú þurft að ná í, sagði Þórarinn bóndi.

        Það eru nú bara nokkrar bækur, svaraði ég.

        Bækur? Hvað gerir þú við bækur?

        Ég hef nú stundum gaman af að líta í bók þegar lítið er að gera, ansaði ég.

        Þá sagði Þórarinn:

        Það kalla ég framför.

(Sögn Elísar Kjaran)
                                   (99 vestfirskar þjóðsögur 1. hefti)
 

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31