A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
22.03.2016 - 07:54 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Hvað er Íslandsgjald og hvað skal við það gera?

Allir fullorðnir erlendir ferðamenn greiði 5,000,- kr. í aðgangseyri að Íslandi. Fyrsta árið gerir það 5 milljarða króna miðað við eina milljón gjaldskyldra ferðamanna. Hvað á svo að gera við alla þessa peninga? Til dæmis þetta:



Nýtt verkefni fyrir hreppstjóra


   Gömlu hreppstjóraembættin verði endurreist  ferðafólki til aðstoðar. 100 hreppstjórar verði nokkurs konar svæðisumsjónarmenn. Þeir hefðu lögregluvald samkvæmt erindisbréfi. Gjörkunnugir og hæfir menn af báðum kynjum yrðu ráðnir í fullt starf eftir auglýsingu þar um. Lögreglustjórar eða sýslumenn yrðu yfirmenn þeirra. Þeir þyrftu að hafa lögreglustjörnu í barmi og hafa heimild til að sekta þá á staðnum sem ekki virða lög og reglur. Einn hreppstjóri við Gullfoss og annar í Reynisfjöru svo dæmi séu nefnd. Væri það svo vitlaust?


Áætlaður kostnaður á ári við 100 hreppstjóraembætti 1 milljarður. 

...
Meira
21.03.2016 - 16:46 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Jenna Jensdóttir - Fædd 24. ágúst 1918 - Dáin 6. mars 2016 - Minning

Jenna Jensdóttir.
Jenna Jensdóttir.
Jenna fæddist 24. ágúst 1918 á Læk í Dýrafirði. 
Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík 6. mars 2016.

Foreldrar Jennu voru hjónin Ásta Sóllilja Kristjánsdóttir, f. 1892, d. 1936, og Jens Guðmundur Jónsson, bóndi og kennari, f. 1890, d. 1976. Systkini Jennu: Jón, f. 1916, d. 1980, Áslaug tvíburasystir, f. 1918, d. 2015, Sigríður, f. 1922, d. 2014, Hilmar, f. 1924, d. 1991, Kristján, f. 1931, d. 2002, Soffía, f. 1935. Hálfbróðir Gunnbjörn, f. 1945.


Jenna giftist 2. maí 1942 Hreiðari Stefánssyni, kennara, f. 1918, d. 1995. Foreldrar hans voru Benedikta Sigvaldadóttir, f. 1897, d. 1976, og Stefán Guðjónsson, f. 1894, d. 1978.

...
Meira
21.03.2016 - 13:19 | skutull.is,Vestfirska forlagið

Fögnuður á frumsýningu Kardemommubæjarins á Þingeyri

Kardimommubærinn var frumsýndur á Þingeyri á laugardaginn fyrir fullu húsi við mikinn fögnuð áheyrenda og áhorfenda í Félagsheimilinu á Þingeyri. Kardemommubærinn er mjög viðamikil sýning. Fram koma um tveir tugir leikara auk allra þeirra sem vinna við sýninguna að tjaldabaki. 
Leikstjóri er Elfar Logi Hannesson. Leikfélag Höfrungs á Þingeyri hefur síðustu ár sýnt leikverk eða söngleik fyrir börn og fullorðna á hverju ári. Sýningarnar hafa verið með miklum glæsibrag. Hér bæta Dýrfirðingar enn einni fjöður í sinn listamannahatt.
Næstu sýningar á Kardemommubænum verða um páskana, á föstudaginn langa klukkan 13 og 17 og á laugardaginn fyrir páska klukkan 13....
Meira
20.03.2016 - 21:04 | Hallgrímur Sveinsson

Erlendir ferðamenn: - Verða Norðmenn á undan okkur?

Stapinn á norðurströnd Arnarfjarðar. Þar er álfabyggð. Bryggjan þeirra til hægri. Hér munu margir ferðamenn staldra við. Ljósm. H. S.
Stapinn á norðurströnd Arnarfjarðar. Þar er álfabyggð. Bryggjan þeirra til hægri. Hér munu margir ferðamenn staldra við. Ljósm. H. S.

Gárungarinir segja að Norðmenn hljóti að hafa lesið pistlana frá okkur spekingunum þremur um  Íslandsgjaldið. Að minnsta kosti ætluðu þeir að leggja 1300 kr. íslenskar á alla erlenda ferðamenn sem koma til Noregs frá og með 1. apríl segir í fréttum. En auðvitað verða þeir að fresta gjaldtökunni til 1. júní. Flugfélögin sem áttu að annast hana eru ekki tilbúin. Þetta var fyrirfram vitað. Slíkir aðilar þekkja sjaldnast  sinn vitjunartíma. En þeir vilja græða, græða og græða meira.


   Íslandsgjaldið gerir ráð fyrir að hver fullorðinn erlendur ferðamaður greiði 5,000 kr. í aðgangseyri að landinu okkar. Til að við getum búið almennilega í haginn fyrir þá. Enginn yrði fegnari en þeir. Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Suðurlandi og fyrrum forstjóri SH, fullyrðir að slík upphæð muni ekki hafa nein áhrif á komur ferðamanna til Íslands.

...
Meira
Kristján Gunnarsson á vettvangi með reykskynjara. Besta tryggingin segir hann. Ljósm.: H. S.
Kristján Gunnarsson á vettvangi með reykskynjara. Besta tryggingin segir hann. Ljósm.: H. S.

Kristján Gunnarsson frá Hofi, vélsmíðameistari á Þingeyri, lét af starfi slökkviliðsstjóra eða liðsstjóra eftir sameiningu við Ísafjarðabæ.eins og það kallast í dag, um áramótin.


-Var þetta þegnskylduvinna, Kristján?


-Já. Það var hreppsnefndin sem tilnefndi menn í slökkviliðið framan af, voru skipaðir í slökkvilið og ekki hægt að neita nema ef læknisvottorð segði annað. Og í þetta þurfti að velja hrausta og fríska menn sem voru svo æfðir í þessum slökkviliðsstörfum. Ekki var verra að þeir væru vélbúnaði kunnugir svona  (mechanical).


Var eitthvað greitt fyrir þetta starf ?


 

...
Meira
Gunnar Gísli fyrir framan moksturstæki sitt á Hrafnseyrarheiði í fyrra. Ljósm. Ferðamálasmtökin?
Gunnar Gísli fyrir framan moksturstæki sitt á Hrafnseyrarheiði í fyrra. Ljósm. Ferðamálasmtökin?

Gunnar Gísli Sigurðsson lagði af stað í morgun á Payloader sínum fram Brekkudal til að moka Hrafnseyrarheiði. Þeir voru búnir að skoða snjóalög um daginn, hann og Guðmundur Björgvinsson hjá Vegagerðinni. Snjór er nú minni í heiðinni en var á sama tíma í fyrra. Tekið skal fram, að þetta er ekki Aprílgabb! Enda 1. apríl ekki kominn.


   Ekki hafa oss borist fregnir af snjóalögum á Dynjandisheiði, né hvort fyrirhugaður sé mokstur þar fyrir páska. 

...
Meira
18.03.2016 - 07:46 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Gunnlaugur Júlíusson orðinn sveitarstjóri: - Vestfirskur viljastyrkur, einbeitni og þrjóska!

Gunnlaugur ofurhlaupari áritar bækur fyrir Eddu Heiðrúnu á Grensásdeildinni 2009. Ljósm.; Pálmi Sveinsson.
Gunnlaugur ofurhlaupari áritar bækur fyrir Eddu Heiðrúnu á Grensásdeildinni 2009. Ljósm.; Pálmi Sveinsson.

Vestfirðingurinn Gunn­laug­ur Júlí­us­son, ofurhlaupari, hef­ur verið ráðinn sveit­ar­stjóri í Borg­ar­byggð, en byggðaráð Borg­ar­byggðar samþykkti það á fundi sín­um í morg­un.Gunn­laug­ur hef­ur frá ár­inu 1999 starfað hjá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem sviðsstjóri Hag- og upp­lýs­inga­sviðs. Þar áður starfaði Gunn­laug­ur sem sveit­ar­stjóri á Raufar­höfn.


   Í bók sinni, Að sigra sjálfan sig, sem Vestfirska forlagið gaf út árið 2009, segir hann frá því að hann hafi byrjað sinn hlaupaferil 42 ára gamall, vel yfir 90 kíló að þyngd, reykti eins og strompur og skvetti í sig brennivíni öðru hvoru. Fyrir tilviljun byrjaði hann að æfa hlaup og er nú í hópi þekktustu langhlaupara í heimi hér.

...
Meira
Tjörn á Þingeyri.
Tjörn á Þingeyri.
« 1 af 2 »

Nú er læknir farinn að koma tvisvar í viku til Þingeyrar frá Ísafirði einn og hálfan tíma í senn. Þetta eru ánægjuleg og óvænt tíðindi, en áður komu læknar einu sinni í viku á staðinn. Auðvitað er þetta mjög skynsamlegt og þjóðhagslega verulega hagkvæmt, því margir þurfa að vitja læknis öðru hvoru. Og sumir þurfa alltaf að vera að fara í blóðpróf. Það er náttúrlega betra að einn læknir komi til Þingeyrar með aðstoðarkonu, heldur en 10 -20 manns fari akandi til Ísafjarðar þegar svo ber undir. Minna stress fyrir báða aðila segja allir.


   Landsbankinn ætti að taka heilbrigðisþjónustuna til fyrirmyndar og hafa opið tvisvar í viku á Þingeyri.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31