A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
08.03.2016 - 10:48 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,BIB

Eng­ar stór­hvala­veiðar sumarið 2016

Langreyð dreg­in inn í hval­stöðina í Hval­f­irði. Ljósm.: mbl.is/​Golli
Langreyð dreg­in inn í hval­stöðina í Hval­f­irði. Ljósm.: mbl.is/​Golli
« 1 af 2 »

Eng­ar hval­veiðar verða á veg­um Hvals hf. næsta sum­ar (2016). Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals, staðfest­ir þetta í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag (25. feb.2016). Hann seg­ir fyr­ir­tækið hafa mætt enda­laus­um hindr­un­um við að koma hvala­af­urðum á markað í Jap­an.


Hann seg­ir hindr­an­irn­ar meðal ann­ars fel­ast í sí­end­ur­tekn­um efna­grein­ing­um þar sem Jap­an­ir beiti yfir 40 ára göml­um aðferðum sem hvergi séu notaðar ann­ars staðar í heim­in­um. Þetta geri þeir þrátt fyr­ir að efna­grein­ing­ar­vott­orð fylgi afurðunum.

...
Meira
08.03.2016 - 08:13 | Vestfirska forlagið,BIB

8. mars 1843 - Tilskipun konungs um endurreisn Alþingis

Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Alþingi Íslendinga var endurreist með tilskipun konungs Danmerkur og Íslands 8. mars 1843. 
Starfsemi þess hafði legið niðri í rúma fjóra áratugi. 
Þingið kom aftur saman 1. júlí 1845.

Alþingi Íslendinga er elsta og æðsta stofnun þjóðarinnar. Það var stofnað á Þingvöllum árið 930 og markar það upphaf þjóðríkis á Íslandi. Alþingi var allsherjar­ þing landsmanna. Þar voru samin lög og kveðnir upp dómar. Samkomudagur Alþingis var um eða upp úr miðjum júní og þinghaldið stóð um tveggja vikna skeið. Þingið sóttu goðar sem voru ráðandi í samfélaginu. Öllum frjálsum mönnum og ósekum var heimilt að koma á þingið. Þeir sem sóttu Alþingi dvöldust í búðum á Þingvöllum um þingtímann....
Meira
07.03.2016 - 21:35 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Vestfjarðabækurnar eru í Laugardalnum!

« 1 af 2 »

Ástæða er til að vekja athygli þeirra sem eru staddir í Reykjavíkinni að skella sér í Laugardalinn undir stúkuna. Ekki kannski endilega til að hlaupa eða fara í fótbolta, heldur að fara á stóra Bókamarkaðinn. Hann stendur nú sem hæst og hefur verið mikil sala. Þar er hægt að gera reyfarakaup. Hjá okkur eru til dæmis alls konar tilboð í gangi, blöndur að vestan og alls konar pakkar.


Upp með Vestfirði!

...
Meira
07.03.2016 - 13:34 | Vestfirska forlagið,Blaðið Vesturland

Hvalkaupaferð frá Búðardal til Flateyrar fyrir réttri öld síðan

Kápumynd bókarinnar er tekin á hvalstöðinni á Höfðarodda í Dýrafirði - Framnesi.
Kápumynd bókarinnar er tekin á hvalstöðinni á Höfðarodda í Dýrafirði - Framnesi.
« 1 af 5 »

Bókin „Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915“ eftir Smára Geirsson er afar merk heimild um norska hvalveiðitímabilið 1883 – 1915
Smári Geirsson fyrrum bæjarfulltrúi á Neskaupstað og skólameistari Verkmennaskóla Austurlands hefur skrifað bókina „Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915“ sem kom út í árslok 2015 en árið 1915, réttum 100 árum áður voru stórhvalaveiðar við Ísland bannaðar með lögum. Enn má sjá á nokkrum stöðum leifar hvalstöðva hérlendis, þó aðallega á Vestfjörðum og Austfjörðum, en engar fyrir norðan land og engar á Suðurlandi eða Vesturlandi.


Flestar voru stöðvarnar reistar á síðari hluta 19. aldar eða í byrjun 20. aldar en á Vestfjörðum má finna leifar stöðva frá 17. öld en allt bendir til þess að Arnfirðingar hafi lagt stund á hvalveiðar frá byrjun 17. aldar og fram undir lok 19. aldar, eða allt þar til hvalir hættu að koma í fjörðinn.


Smári leitaði m.a. fanga í Noregi við efnisöflun og skrif bókarinnar, ekki síst við Hvalasafnið í Sandefjord, og í samtölum við fólk í norsku sveitarfélögunum Stokke, Mads Ramstad, Haugasundi og Túnsbergi auk þess að ræða við eldra fólk hérlendis sem mundi hvalstöðvatímann hér á landi.

...
Meira
07.03.2016 - 12:46 | Vestfirska forlagið,Byggðasafn Vestfjarða

Hvalreki

Mynd úr rekabálki Jónsbókar.
Mynd úr rekabálki Jónsbókar.
« 1 af 2 »

Hér fyrr á tíð þótti hvalreki sérstakt happ og í ísaárum bjargaði hann oft heilu sveitunum frá bjargarskorti og hungursneyð, sem tvímælalaust hefði oft orðið. Má eiginlega segja að hvalrekarnir hafi verið lífsbjörg þjóðarinnar fyrr á öldum þegar sultur og seyra sóttu að.  


Oft spunnust miklar deilur um hvalrekann, og jafnvel gekk það svo langt stundum að stórfelld mannvíg urðu vegna hans fyrr á öldum, þegar menn greindi á um eignarhald rekans.


Mesti hvalreki sem vitað er um á Íslandi var á Syðri Ánastöðum í Húnavatnssýslu vorið 1882. Þá fylltust allar víkur og vogar  af hafís, og urðu þá innlyksa á stað sem Sandvík heitir, 32 hvalir sem allir voru síðan drepnir og skornir af bændum þar í sveitinni.

...
Meira
07.03.2016 - 11:12 | Vestfirska forlagið,Magnus Hlynur Hreiðarsson á visir.is

Sigurður dýralæknir: Kæruleysi og einhver aumingjaháttur!

Sigurður Sigurðarson.
Sigurður Sigurðarson.

Sigurður vinur okkar Sigurðarson, dýralæknir, hefur árum saman bent á illa meðferð útigangshrossa og annarra málleysingja. Það virðist vera eins og að skvetta vatni á gæs.


Hagnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður rædddi við Sigurð.


Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, hefur víða komið við í starfi sínu en starfaði þó lengst af á Keldum og var um tíma yfirdýralæknir. Honum er umhugað um velferð dýra. 
Nú hefur hann tekið saman lista yfir nokkra staði í kringum Selfoss þar sem hann segir að slæm meðferð fari fram á hrossum á útigangi. Listinn er komin til Matvælastofnunnar og lögreglunnar í þeirri  von að eitthvað verði gert í málinu.

...
Meira
07.03.2016 - 07:46 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

And­lát: Jenna Jens­dótt­ir rit­höf­und­ur

Dýrfirðingurinn Jenna Jens­dótt­ir.  Ljósm.: mbl.is/​Styrm­ir Kári
Dýrfirðingurinn Jenna Jens­dótt­ir. Ljósm.: mbl.is/​Styrm­ir Kári

Jenna Jens­dótt­ir, kenn­ari og rit­höf­und­ur, lést á Hrafn­istu í Reykja­vík í gær, á 98. ald­ursári. Eft­ir hana og Hreiðar Stef­áns­son, mann henn­ar, ligg­ur mik­ill fjöldi barna- og ung­linga­bóka. Þekkt­ast­ar eru Öddu­bæk­urn­ar.


Jenna fædd­ist 24. ág­úst 1918 á Læk í Dýraf­irði. For­eldr­ar henn­ar voru Ásta Sóllilja Kristjáns­dótt­ir hús­freyja og Jens Guðmund­ur Jóns­son, bóndi og kenn­ari.


Hún stundaði nám við Kenn­ara­skól­ann og nam við Há­skóla Íslands, auk leik­list­ar­náms hjá Lár­usi Ing­ólfs­syni. Hún stofnaði „Hreiðars­skóla“ á Ak­ur­eyri ásamt manni sín­um árið 1942 og starfaði við hann í 21 ár og síðan við Barna­skóla Ak­ur­eyr­ar og Gagn­fræðaskóla Ak­ur­eyr­ar. Eft­ir að þau fluttu til Reykja­vík­ur árið 1963 var Jenna kenn­ari við Lang­holts­skóla í tvo ára­tugi, við Barna­skóla Garðabæj­ar og lengi við Náms­flokka Reykja­vík­ur. Hún var bók­mennta­gagn­rýn­andi, þátta- og greina­höf­und­ur við Morg­un­blaðið í ára­tugi.


Hún er höf­und­ur á þriðja tug bóka fyr­ir börn og ung­linga ásamt Hreiðari. Hún gaf einnig út eina ljóðabók og tvö rit með smá­sög­um.

...
Meira
06.03.2016 - 21:52 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Hreppstjórakrónika úr Dýrafirði

Gary Cooper var hreppstjóri í sinni sveit í hinni frægu kvikmynd High Noon. Honum veitti ekkert af að hafa byssuna til taks. Hinir íslensku sheriffar myndu ekki þurfa á slíkum verkfærum að halda!
Gary Cooper var hreppstjóri í sinni sveit í hinni frægu kvikmynd High Noon. Honum veitti ekkert af að hafa byssuna til taks. Hinir íslensku sheriffar myndu ekki þurfa á slíkum verkfærum að halda!

Sú var tíðin að hreppstjórar voru í hverri sveit á Íslandi. Var svo um aldir. Þeir heyra nú sögunni til. En nú hafa spekingar þrír í Dýrafirði komið fram með tillögu um að endurreisa þessi gömlu embætti. Á algjörlega nýjum grunni sem nokkurs konar ferðamálahreppstjórar.

Þeir segja:


   Gömlu hreppstjóraembættin verði endurreist  ferðafólki til aðstoðar. 100 hreppstjórar verði nokkurs konar svæðisumsjónarmenn. Með lögregluvald samkvæmt erindisbréfi. Gjörkunnugir og hæfir menn af báðum kynjum yrðu ráðnir í fullt starf eftir auglýsingu þar um. Lögreglustjórar eða sýslumenn yrðu yfirmenn þeirra. Þeir væru ekki með byssur við lendar eins og sheriffarnir í villta vestrinu.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31