A A A
  • 1956 - Sigurđur Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Ţórarinsson
01.05.2016 - 21:32 | Hallgrímur Sveinsson

Kári Eiríksson listmálari látinn

Kári Eiríksson.
Kári Eiríksson.

Kári Eiríksson, listmálari, lést í gær, 30. apríl 2016. Kári var fæddur 13. febrúar 1935 á Þingeyri. Hafði hann búið hjá Eiríki bróður sínum á Felli all mörg síðustu ár.


   Kári nam við Handíða- og myndlistaskóla Íslands, Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn, Listaakademíuna í Florens auk þess sem hann var við nám og listsköpun um eins árs skeið í Mexíkóborg og New York. Fyrsta sýning hans var í húsi Dantes í Flórens árið 1958, en hér heima sýndi hann fyrst í Listamannaskálanum í Reykjavík næsta ár á eftir, 1959.

...
Meira
01.05.2016 - 20:57 | Vestfirska forlagiđ,Guđmundur Jón Sigurđsson

Stórsigur á Flateyri fyrir 35 árum

Forgöngumenn. Myndin var tekin í stofunni heima hjá Ćgi sparisjóđsstjóra ţegar skrifađ var undir hiđ merka tímamótasamkomulag fyrir 35 árum síđan. Frá vinstri, Björn Ingi Bjarnason formarđur Verkalýđsfélagsins Skjaldar, Ćgir E. Hafberg sparisjóđsstjóri í Sparisjóđi Önundarfjarđar og Einar Oddur Kristjánsson forstjóri Hjálms HF. á Flateyri langstćrsta atvinnurekenda ţorpsins.
Forgöngumenn. Myndin var tekin í stofunni heima hjá Ćgi sparisjóđsstjóra ţegar skrifađ var undir hiđ merka tímamótasamkomulag fyrir 35 árum síđan. Frá vinstri, Björn Ingi Bjarnason formarđur Verkalýđsfélagsins Skjaldar, Ćgir E. Hafberg sparisjóđsstjóri í Sparisjóđi Önundarfjarđar og Einar Oddur Kristjánsson forstjóri Hjálms HF. á Flateyri langstćrsta atvinnurekenda ţorpsins.
« 1 af 2 »

Um áratuga skeið var allt orlofsfé landsmanna lagt inn á reikninga hjá Póstgíróstofunni sem þá var til. Þarna var peningur fólks vistaður vaxtalítið ríkinu til hagsbóta. Þetta fyrirkomulag hafði lengi verið verkalýðsforkólfum á Vestfjörðum þyrnir í augum.


Hendrik Tausen sem um árabil var formaður verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri hafði nokkrum sinnum viðrað þá hugmynd að allt orlofsfé yrði ávaxtað og geymt í heimabyggðum en fengið lítil viðbrögð. Björn Ingi Bjarnason varð síðar formaður félagsins og telst með réttu hafa hlotið félagslegt uppeldi hjá Hendrik, tók þetta mál upp á sína arma eftir að hann hafði tekið við félaginu.


Þegar farið var að láta reyna á möguleika þess að ávaxta allt orlofsfé sem til félli á Flateyri í Sparisjóði Önfirðinga fóru að berast boð að sunnan eins og sagt er þegar hið opinbera leggur afl sitt í að bregða fæti fyrir framfarir.


En á Flateyri voru kjarkaðir menn sem voru meira en tilbúnir til að berjast fyrir því sem bæði var löglegt og ekki síður til mikilla bóta fyrir launafólk og byggðina alla.


 

...
Meira
01.05.2016 - 07:03 | Vestfirska forlagiđ

1. maí 2016 á Ísafirđi

Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu kl. 13:45. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi.
Dagskráin í Edinborgarhúsi:
Lúðrasveit tónlistarskólans - Stjórnandi Madis Maekalle
Ræðumaður dagsins - Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga
Söngatriði - Stúlknatríóið HIK syngur nokkur lög
Jafnrétti og margbreytileiki - Sædís María Jónatansdóttir áhugakona um jafnréttismál
Tónlistaratriði - Sindri Freyr Sveinbjörnsson, Ísland got talent stjarna, spilar og syngur
Tónlistaratriði - Blúshljómsveitin Akur flytur nokkur lög
Kaffiveitingar í umsjón Slysavarnardeildarinnar Iðunnar í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum.
Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00...
Meira
30.04.2016 - 06:43 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

Símaskráin: - Vestfirđingar fara ţar á kostum!

Hönnun forsíđu er í höndum Guđmundar Odds Magnússonar (Godds), prófessors viđ Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Á innsíđum er ađ finna sögu Símaskrárinnar, ritađa af Stefáni Pálssyni sagnfrćđingi. Ţeir sjást hér á myndinni.
Hönnun forsíđu er í höndum Guđmundar Odds Magnússonar (Godds), prófessors viđ Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Á innsíđum er ađ finna sögu Símaskrárinnar, ritađa af Stefáni Pálssyni sagnfrćđingi. Ţeir sjást hér á myndinni.

Það eru ekki allir sem átta sig á því að Símaskráin er með skemmtilegri bókum ef að er gáð. Til að fatta það, þá verða menn að gera annað og meira en leita að einhverjum nöfnum og númerum. Hér er átt við starfsheitin sem oft fylgja. Vestfirðingar eru með ólíkindum skemmtilegir í því sem öðru. Skulu hér nefnd af handahófi nokkur stórskemmtileg starfsheiti sem þeir skreyta sig með.


   Nokkur starfsheiti Vestfirðinga í símaskránni:


Galdrasagnfræðingur, drottning, hugmyndasmiður, Vestfjarðavíkingur, vísindaskáldsagnahöfundur, geimvera, djammari, höfðingi, lífskúnsner, heimsmeistari, fjallabróðir , drekinn, ofurninja, frímúrari, tölvuleikjaspilari, lyklakippugagnrýnandi, laxamaður, klapparsköfustjóri og heimasæta.

...
Meira
29.04.2016 - 21:27 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Útvarpspistill: - „Ţetta var og ţarna var“

Pétur Pétursson ţulur.
Pétur Pétursson ţulur.
« 1 af 2 »
Þulirnir á Gömlu gufunni og Rás 2 eru yfirlett skýrir í máli og prýðilegir þegar um er að ræða  kynningar og afkynningar á dagskrárefni. Þau fara nú kannski ekki alltaf í fötin hinna gömlu meistara Péturs Péturssonar, Jóns Múla, Jónasar Jónassonar, Helga Hjörvar og þeirra kumpána. Sem ekki er von. En samt valda þau vel sínu verkefni yfir höfuð. Eftirfarandi dæmi skal þó nefna sem okkur finnst að vel mætti skoða í sambandi við afkynningar. Þeir gömlu hefðu trúlega aldrei klikkað á þessu! En sínum augum lítur hver á silfrið....
Meira
29.04.2016 - 08:07 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Gamla myndin: - Vegagerđarmenn viđ matborđiđ á Hrafnseyri 1994

Í borđstofunni á Hrafnseyri 25. ágúst 1994. Ljósm.: H.S.
Í borđstofunni á Hrafnseyri 25. ágúst 1994. Ljósm.: H.S.
Þann 25.ágúst 1994 var þessi mynd tekin af vegagerðarmönnum í borðstofunni á Hrafnseyri. Sátu þeir þar að snæðingi einu sinni sem oftar. Voru að bera ofaní og mýkja veginn fram Hrafnseyrardal. Mikið fagnaðarefni.
Á myndinni eru frá vinstri talið: Gunnar Gísli Sigurðsson frá Ketilseyri sem búinn er að stjórna Payloader svo lengi sem elstu menn muna, þá Sveinbjörn Veturliðason, verkstjóri frá Ísafirði, Hilmar Gunnarsson frá Súgandafirði, sem einnig er búinn að keyra vörubíl svo lengi sem elstu menn muna, Jón Reynir Sigurðsson, vörubílstjóri frá Ketilseyri, mikill og góður bílstjóri líka.  Loks er svo við borðið Mikael Ágúst Guðmundsson, veghefilsstjóri frá Þingeyri, sem eins og bróðir hans, Gunnar Benedikt, þurfti oft að gera mikið úr takmörkuðum ofaníburði á malarvegunum okkar í þá daga. Húsfreyjan, Guðrún Steinþórsdóttir, gengur áleiðis til eldhúss....
Meira
28.04.2016 - 08:05 | Hallgrímur Sveinsson

Jónas Ólafsson látinn

Jónas Ólafsson á skrifstofu sinni í Ráđhúsi Ţingeyrarhrepps 3. apríl 1996.
Jónas Ólafsson á skrifstofu sinni í Ráđhúsi Ţingeyrarhrepps 3. apríl 1996.
« 1 af 2 »

Jónas  Ólafsson, fyrrum sveitarstjóri og oddviti Þingeyrarhepps, lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði í gær, miðvikudaginn 27. apríl 2016, eftir erfið veikindi undanfarin misseri. Hann var fæddur 20. júlí 1929.
Jónas var á sínum tíma einn af kunnustu sveitarstjórnarmönnum landsins. Stórum hluta starfsævinnar varði hann í þágu Þingeyrarhrepps í Dýrafirði. Eftirlifandi eiginkona Jónasar er Nanna Magnúsdóttir Amlín. Þau eignuðust fimm börn.  

...
Meira
Félagsheimiliđ á Ţingeyri.
Félagsheimiliđ á Ţingeyri.
Aðalfundarboð
Íbúasamtökin Átak - hverfisráð Þingeyri boða til aðalfundar mánudaginn 2 maí 2016, kl. 20.00 í Félagheimilinu á Þingeyri.
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Lagabreytingar
3. Kosning stjórnar
- formaður (1)
- fulltrúar í stjórn (2)
- varamenn (2)
4. Önnur mál...
Meira
Eldri fćrslur
« Janúar »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31