Kári Eiríksson listmálari látinn
Kári Eiríksson, listmálari, lést í gær, 30. apríl 2016. Kári var fæddur 13. febrúar 1935 á Þingeyri. Hafði hann búið hjá Eiríki bróður sínum á Felli all mörg síðustu ár.
Kári nam við Handíða- og myndlistaskóla Íslands, Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn, Listaakademíuna í Florens auk þess sem hann var við nám og listsköpun um eins árs skeið í Mexíkóborg og New York. Fyrsta sýning hans var í húsi Dantes í Flórens árið 1958, en hér heima sýndi hann fyrst í Listamannaskálanum í Reykjavík næsta ár á eftir, 1959.
...Meira