A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
29.04.2016 - 08:07 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Gamla myndin: - Vegagerðarmenn við matborðið á Hrafnseyri 1994

Í borðstofunni á Hrafnseyri 25. ágúst 1994. Ljósm.: H.S.
Í borðstofunni á Hrafnseyri 25. ágúst 1994. Ljósm.: H.S.

Þann 25.ágúst 1994 var þessi mynd tekin af vegagerðarmönnum í borðstofunni á Hrafnseyri. Sátu þeir þar að snæðingi einu sinni sem oftar. Voru að bera ofaní og mýkja veginn fram Hrafnseyrardal. Mikið fagnaðarefni.

Á myndinni eru frá vinstri talið: Gunnar Gísli Sigurðsson frá Ketilseyri sem búinn er að stjórna Payloader svo lengi sem elstu menn muna, þá Sveinbjörn Veturliðason, verkstjóri frá Ísafirði, Hilmar Gunnarsson frá Súgandafirði, sem einnig er búinn að keyra vörubíl svo lengi sem elstu menn muna, Jón Reynir Sigurðsson, vörubílstjóri frá Ketilseyri, mikill og góður bílstjóri líka.  Loks er svo við borðið Mikael Ágúst Guðmundsson, veghefilsstjóri frá Þingeyri, sem eins og bróðir hans, Gunnar Benedikt, þurfti oft að gera mikið úr takmörkuðum ofaníburði á malarvegunum okkar í þá daga. Húsfreyjan, Guðrún Steinþórsdóttir, gengur áleiðis til eldhúss.

Ljósm. Hallgrímur Sveinsson.  

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31