A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
22.04.2016 - 12:53 | Vestfirska forlagið,bb.is

Vilja bjarga gamla skólahúsinu á Núpi

Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Hollvinir Núpsskóla í Dýrafirði vilja bjarga gamla skólahúsinu að Núpi frá skemmdum og vilja þeir stofna regnhlífasamtök sem hefði það að markmiði að endurreisa gömlu skólabygginguna og í framhaldinu opna þar fræðasetur. Gamli skólinn var byggður árið 1931 og hefur hann látið verulega á sjá og segja félagsmenn að bregðast þurfi skjótt við til að bjarga húsinu frá algerri eyðileggingu. Félagið hefur um nokkurt skeið vakið máls á ástandi hússins og átt samræður við Fjármálaráðuneytið um framtíð þess. Send hefur verið beiðni til fjármálaráðherra um að afhenda húsið til sjálfseignastofnunar sem verður stofnuð um endurbætur á húsinu. Sama skjal var sent til Menntamálaráðherra og Forseta Alþingis með ósk um stuðning. Einnig hafa stjórnarþingmenn Norðvesturkjördæmis verið beðnir um að styðja málefnið....
Meira
22.04.2016 - 11:29 | Hallgrímur Sveinsson,Búnaðarfélag Auðkúluhrepps

Hvar eru allar mýsnar? Ekki sést ein einasta mús í allan vetur!

Frá aðalfundi Búnaðarfélags Auðkúluhrepps.
Frá aðalfundi Búnaðarfélags Auðkúluhrepps.

Á aðalfundi Búnðarfélags Auðkúluhrepps, sem haldinn var í Mjólkárvirkjun 7. apríl 2016, var eftirfarandi fært m. a. til bókar:


   „Árni á Laugabóli sagði að enginn örn hefði sést á Laugabóli í vetur, en Steinar í Mjólká sagði að hann hefði séð Össu tvisvar. Aftur á móti sagðist hann ekki hafa séð eina einustu mús í allan vetur og þótti rart. Sama kom fram hjá öðrum sem tjáðu sig um málið: Engar mýs á ferli það sem af er vetri svo vitað sé! Steinar spurði hvort eitthvað væri að breytast í lífríkinu. Enginn treysti sér til að svara því. Verður því að kalla til sérfróða menn. Minkur og tófa hafa ekki verið mikið á ferðinni.“

...
Meira
21.04.2016 - 21:06 | Vestfirska forlagið

Gleðilegt sumar!

Vestfirska forlagið og Þingeyrarvefurinn óska landsmönnum öllum gleðilegs sumars, árs og friðar, með þakklæti fyrir veturinn.  Sérstakar þakkir og kveðjur sendum við tryggum vinum, velunnurum og lesendum  Þingeyrarvefsins, en hann er rekinn á vegum forlagsins og Íþróttafélagsins Höfrungs. 


    Upp með Vestfirði!


    Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason


     ritsjórar og umsjónarmenn Þingeyrarvefsins

...
Meira
21.04.2016 - 17:50 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Sumardagurinn fyrsti

1.	Þórður J. Sigurðsson, útvegsbóndi í Skjólvík á Þingeyri. Hér stendur Þórður að kveldi síðasta vetrardags við nýja handriðið úr ryðfríu stáli sem hann setti upp í vetur, lagtækur maðurinn. Ljósm. H. S.
1. Þórður J. Sigurðsson, útvegsbóndi í Skjólvík á Þingeyri. Hér stendur Þórður að kveldi síðasta vetrardags við nýja handriðið úr ryðfríu stáli sem hann setti upp í vetur, lagtækur maðurinn. Ljósm. H. S.
« 1 af 3 »
Um miðja 19. öld, þegar byrjað er að safna skipulega heimildum um þjóðsiði, ber mönnum saman um  að sumardagurinn fyrsti hafi verið mesta hátíð hér á landi næst jólunum. Sumargjafir eru miklu eldri en jólagjafir. Ekki voru unnin nema nauðsynjastörf. Samkomur hefjast á þessum degi í sveitum og bæjum seint á 19. öld. Eftir aldamót  tengjast þær ungmennafélögunum. Frá þriðja áratugnum hefur dagurinn verið helgaður börnum með skrúðgöngum, skemmtunum og útgáfustarfi. Fyrsti barnadagurinn var í Rvk. 1921.
Elsta persónuleg  sumarkveðja sem fundist hefur er frá Sigurði Péturssyni sýslumanni og leikskáldi til Sigurðar Thorgrímsens landfógeta árið 1817 og virðist ætluð til söngs:...
Meira
18.04.2016 - 08:09 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Algengustu bæjanöfn á Íslandi

Bærinn Hóll fyrir botni Önundarfjarðar. Ljósm.: BIB
Bærinn Hóll fyrir botni Önundarfjarðar. Ljósm.: BIB
Úr því verið er að tala um gömlu hreppaheitin, er sjálfsagt að rifja upp helstu bæjaheiti á landinu. Algengasta bæjarnafnið á Íslandi er nafnið Hóll sem kemur fyrir 31 sinni í Bæjatalinu 2011. Fast á hæla þess er Hvammur og Bakki í þriðja sæti.
Hér að neðan er birtur listi yfir 10 algengustu bæjanöfnin. Fjöldi tilfella er sýndur í sviga fyrir aftan nöfnin. Tölurnar miðast við Bæjatalið eins og það var í maí 2011....
Meira
18.04.2016 - 08:01 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Hin fornu hreppaheiti

Vestfirðir. Ljósm.: BIB
Vestfirðir. Ljósm.: BIB

Sannleikurinn er sá, að það er farið að fyrnast yfir hin gömlu hreppaheiti. Það er eins og með annað. Full ástæða er til að rifja upp heiti þeirra hér á Þingeyrarvefnum sem og annarsstaðar. Um 1970 voru þau þessi í Ísafjarðarsýslu, samkv. heimild  Árnastofnunar.


Ísafjarðarsýsla


Vestur-Ísafjarðarsýsla:


Sex voru hreppar í Vestur-Ísafjarðarsýslu síðast þegar talið var.  Sunnan frá voru það Auðkúluhreppur, Þingeyrarhreppur, Mýrahreppur, Mosvallahreppur, Flateyrarhreppur  og Suðureyrarhreppur.


Norður –Ísafjarðarsýsla:

...
Meira
Lárus Hagalínsson og frú. Ljósm.: BIB
Lárus Hagalínsson og frú. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »

Það var hér á árum áður þegar Jón, Gamli rebbi, var stórbóndi á annarri hálflendunni á Brekku í Dýrafirði á sjötta áratug síðustu aldar. Hafði á búi sínu ráðskonur, kaupakonur og vetrarmann.


    Það var eitt sinn að Jón var staddur niður á Þingeyri. Á Þingeyri hittast þeir Gamli rebbi og Ólafur Finnbogason frá Efsta-Hvammi. Það verður úr þeirra viðræðum að Ólafur færi með Rebba upp yfir Hálsinn á nýju Deutz dráttarvélinni. Svo var lagt í ann, og ferðin gekk prýðis vel yfir hálsinn, þrátt fyrir smá þæfing. Þegar þeir voru komnir yfir Hálsinn og undir Innri-Hálsinn, þá ríkur Gamli rebbi á Ólaf, faðmar hann og kyssti marga kossa undir hægri eyrnasnepilinn.

...
Meira
Uppboðið á gömlu Póst -og símstöðinni fór fram í anddyri hennar. Til vinstri er  Guðmundur Ingvarsson, húsráðandi þar í áratugi, umboðsmaður hæstbjóðanda að ræða við hann í síma. Við hlið hans er Tryggvi Guðmundsson, lögfræðingur á Ísafirði, umboðsmaður Íbúðalánasjóðs. Þá Jónas sýslumaður með nýja kragann sinn og uppboðsbókina í höndum. Ljósm. H. S.
Uppboðið á gömlu Póst -og símstöðinni fór fram í anddyri hennar. Til vinstri er Guðmundur Ingvarsson, húsráðandi þar í áratugi, umboðsmaður hæstbjóðanda að ræða við hann í síma. Við hlið hans er Tryggvi Guðmundsson, lögfræðingur á Ísafirði, umboðsmaður Íbúðalánasjóðs. Þá Jónas sýslumaður með nýja kragann sinn og uppboðsbókina í höndum. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Fimmtudaginn 14. apríl 2016 fóru fram tvö nauðungaruppboð á Þingeyri. Sýslumaður Vestfjarða, Jónas Guðmundsson, mætti á svæðið við þriðja mann og bauð upp tvær húseignir, Aðalstræti 12, sem áður hýsti bækistöðvar Pósts og síma og íbúðarhúsið að Vallargötu 29. Gamla pósthúsið var slegið hæstbjóðanda, Wouter Van Hoeymissen, á 15,5 milljónir króna. Vallargata 29 var aftur á móti slegið Íbúðalánasjóði á 5 milljónir króna.


     Það bar til nýlundu á uppboðum þessum, að Jónas sýslumaður skartaði nýju embættistákni, svokölluðum sýslumannskraga. Hefur hann sjálfur hannað þetta tákn. Yfirboðarar hans hafa samþykkt að sýslumenn landsins noti sýslumannskragann  við ýmsar embættisgerðir. Sagði Jónas að það sé allt annað líf að sleppa sýslumannsskrúðanum við viss tækifæri. Svo eru sýslumannsfrúrnar náttúrlega dauðfegnar að vera lausar við að halda honum við dagsdaglega. En embættisbúningur sýslumanna er auðvitað klassískur við viðameiri athafnir. 

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31