A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
09.05.2016 - 06:51 | Vestfirska forlagið

ÚTHLUTUN ÚR SAFNASJÓÐI 2016

Byggðasafn Vestfjarða fær styrk.
Byggðasafn Vestfjarða fær styrk.
« 1 af 2 »

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr safnasjóði 2016, alls 108,4 milljónum króna.


Af þeirri upphæð renna 78,8 milljónir til einstakra verkefna en tæpar 30 milljónir í rekstrarstyrki til viðurkenndra safna um land allt.


Alls bárust að þessu sinni umsóknir um styrki í samtals 152 verkefni.


Styrkjum er úthlutað til 93 verkefna og eru þeir frá 140.000 kr. upp í 2,9 m.kr. 


(PDF skjal)Hér má sjá lista yfir úthlutun úr sjóðnum í ár. http://www.safnarad.is/media/uthlutanir/HeildarlistiAheimasiduSafnasjodur2016Styrkir.pdf

...
Meira
08.05.2016 - 18:30 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Krían er komin í Arnarfjörð!

Kría. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Kría. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Í dag, 8. maí, sáust bunkar af kríum í æðarvörpunum á Hrafnseyri og Auðkúlu í Arnarfirði. Í fyrra sást hún fyrst 9. maí í áðurnefndum æðarvörpum. Getur þess vegna hafa komið daginn áður. Þannig að það skeikar varla klukkutíma hjá þessum stórkostlega fugli. Sérfræðingar segja reyndar að krían sé stundvísasti farfuglinn.

Öll náttúran lifnar er þessi langföruli farfugl kemur fljúgandi af Suðurskautslandinu og bætist í hóp hinna sem komnir eru. 
   Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían, eða 35 þúsund km. Og þessa vegalengd fer hún tvisvar á ári!
...
Meira
08.05.2016 - 12:14 | Vestfirska forlagið,Emil Ragnar Hjartarson

Mæðradagurinn er í dag - 8. maí 2016

Séra Sigurður Z. Gíslason.
Séra Sigurður Z. Gíslason.
SMÁMUNIR UM MÆÐRADAGINN-
- Mæðradagurinn er í dag. Hann er ekki haldinn hátiðlegur á sama degi alls staðar . Frá árinu 1980 hefur annar sunndagur í maí verið mæðradagurin á Íslandi.
Saga dagsins nær aftur til ársins 1907 þegar fyrst var haldinn mæðradagur í heiminum, nánar tiltekið í Banaríkjunum
Á Íslandi var fyrsti mæðradagurinn haldinn árið 1934.
Það var séra Sigurður Z. Gíslason, sóknarprestur á Þingeyri sem fyrstur vakti máls á þvi hér á landi að helga mæðrum einn dag á ári. þetta gerði hann í blaðagrein árið 1932--um leið hvatti hann menn til að " senda fjarstöddum mæðrum skeyti, kveðju, bréf og gjafir "...
Meira
08.05.2016 - 10:09 | Vestfirska forlagið,Hlynur Þór Magnússon

Eyjarnar á Breiðafirði ekki óteljandi lengur ...

Svavar Gestsson, ritstjóri Nýs Breiðfirðings.
Svavar Gestsson, ritstjóri Nýs Breiðfirðings.
« 1 af 3 »

Annað heftið af ársritinu Nýjum Breiðfirðingi kemur út á sunnudag, 8. maí. Kynning á ritinu og því sem þetta hefti hefur að geyma verður meginefnið á samkomu í Breiðfirðingabúð við Faxafen, sem hefst kl. 14.30 á sunnudaginn. Hún byrjar með kaffi og hnallþórum og kórsöng og síðan verður fjallað um ársritið. Eftir það verður kynnt endurútgáfa á tónlist Leikbræðra (1945-1955) og diskur verður til sölu á staðnum. Þar verður líka hægt að fá tímaritið Breiðfirðing, bæði nýja heftið og síðan eldri hefti á vægu verði.


Þetta nýja hefti (nær væri að kalla það bók) er ennþá efnismeira og þykkara (218 blaðsíður) en fyrsta heftið sem út kom fyrir réttu ári, og sneisafullt af fróðleik og skemmtilegheitum. Hér mætti nefna fátt eitt.

...
Meira
08.05.2016 - 08:08 | Vestfirska forlagið,bb.is

Dagur harmonikkunnar í dag - sunnudaginn 8. maí 2016

Harmonikkufélag Vestfjarða heldur Dag harmonikkunnar í félagsheimilinu á Þingeyri á sunnudag. 
Dagskrá hefst kl. 16 og verðu um og yfir 20 harmonikkuleikarar sem halda uppi fjörinu.
Kvenfélagið Von á Þingeyri sér um veitingar og verða kaffi og vöfflur seldar á vægu verði. 
Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir....
Meira
07.05.2016 - 21:54 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Gamla myndin: - Sigurjón á Lokinhömrum við orgelið í Hrafnseyrarkapellu

17. júní 1998 var meðf. mynd tekin af Sigurjóni. Er hann á henni að spila sálma á orgelið í Minningarkapellu Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Móðir Sigurjóns, Sigríður Andrésdóttir, kunni sennilega lög við alla sálmana í gömlu sálmabókinni, að okkur minnir. Sama var um Sigurjón. Þau voru ekki mörg sálmalögin sem komu honum á óvart. Ljósm. H. S.
17. júní 1998 var meðf. mynd tekin af Sigurjóni. Er hann á henni að spila sálma á orgelið í Minningarkapellu Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Móðir Sigurjóns, Sigríður Andrésdóttir, kunni sennilega lög við alla sálmana í gömlu sálmabókinni, að okkur minnir. Sama var um Sigurjón. Þau voru ekki mörg sálmalögin sem komu honum á óvart. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Ómar Ragnarsson ræddi á sínum tíma við Sigurjón G. Jónasson, sauðfjárbónda á Lokinhömrum í Arnarfirði í Stikluþáttum sínum. Kom þar margt fram um líf bóndans á stað sem ekki er í alfaraleið. Meðal annars sagði Sigurjón Ómari, að ef örlög sín hefðu ekki verið bundin sauðkindinni, hefði hann sennilega lagt fyrir sig tónlist. Kom mörgum á óvart.


    Þess er að minnast, að til var handsnúinn grammófónn á Lokinhömrum. Það var nú ekkki alltaf verið að spila á hann. En á sunnudögum eftir útvarpsmessuna var grammófónninn tekinn fram. Draumur fangans með Erlu Þorsteinsdóttur var uppáhaldsplatan, alla vega á tímabili. Oft spiluð. Og fleiri 78 snúninga grammófónplötur voru til á bænum: Alfreð Clausen, Haukur Morthens, Ragnar Bjarnason og slíkir höfðingjar ásamt söngdívum nokkrum.

...
Meira
07.05.2016 - 05:08 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Jónas Ólafsson - Fæddur 20. júlí 1929 - Dáinn 27. apríl 2016 - Minning

Jónas Ólafsson
Jónas Ólafsson
« 1 af 4 »
Jónas Ólafsson fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð 20. júlí 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 27. apríl 2016.

Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson húsasmíðameistari, f. 12. maí 1892, d. 30. desember 1967, og Elínborg Sveinsdóttir, símstöðvarstjóri á Þingeyri, f. 12. október 1897, d. 11. maí 1955. Systkini Jónasar eru Yngvi, f. 1922, d. 2005, Sveinn, f. 1924, Björgvin, f. 1924, Þórey Hrefna, f. 1925, Höskuldur, f. 1927, Jónas, f. 1928, d. 1928, Sylvía, f. 1931, Ingibjörg, f. 1932, Sigríður, f. 1935, Ólöf, f. 1937, María, f. 1939, Guðrún, f. 1944, d. 1960. Hálfsystkini Jónasar, börn Ólafs og fyrri eiginkonu hans, Þóreyjar Sturlaugsdóttur, eru Hrefna, f. 1915, d. 1918, Kjartan, f. 1918, d. 1991. Ennfremur Þórir, f. 1931, d. 1990.


Jónas kvæntist Kristínu Nönnu Magnúsdóttur 7. nóvember 1954, foreldrar hennar voru Magnús Amlín Ingibjartsson og Ingunn Elín Angantýsdóttir.


Börn Jónasar og Nönnu eru

...
Meira
06.05.2016 - 16:33 | Vestfirska forlagið,bb.is

Ernismenn syngja inn vorið á Þingeyri í kvöld

Karlakórinn Ernir.
Karlakórinn Ernir.
Karlakórinn Ernir syngur vorið í hjörtu íbúa norðanverðra Vestfjarða þessa dagana, en nú fara í hönd árlegir vortónleikar kórsins. Karlarnir hafa verið iðnir við æfingar í vetur undir styrkri stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, og undirleikur hefur verið í höndum Kristínar Hörpu Jónsdóttur. Þær stöllur munu vera með þeim á tónleikunum, ásamt hljóðfæraleikurunum Guðmundi Hjaltasyni, Stefáni Baldurssyni og Elíasi Skaftasyni. Bjarney Ingibjörg mun syngja einsöng, og það mun einnig gera Pétur Ernir Svavarsson. 
Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, föstudaginn 6. maí 2016 kl. 20:00, í Félagsheimilinu á Þingeyri. 
Á sunnudag verða tvennir tónleikar. Klukkan 14 í Félagsheimili Bolungarvíkur og klukkan 17 í Ísafjarðarkirkju....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31