A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
12.05.2016 - 10:36 | Vestfirska forlagið,bb.is

Lúxussnekkjan A í Dýrafirði

Lúxussnekkjan A í Dýrafirði. Ljósm.: Bernharður Guðmundsson.
Lúxussnekkjan A í Dýrafirði. Ljósm.: Bernharður Guðmundsson.
« 1 af 3 »
Dýrafirði liggur við akkeri í morgunsárið, ein þekktasta snekkja í heimi, sem ber nafnið A. Ekki er vitað um nákvæma ferðaáætlun hennar, en snekkjan kom frá Akureyri þar sem hún var í um vikutíma. A er í eigu rússneska auðkýfingsins Andrey Melnichenko sem er 137. ríkasti maður í heimi samkvæmt lista Forbes. Ekki hefur heldur verið gefið upp hverjir sigla með snekkjunni um íslenska lögsögu, en er þó talið að þar sé á ferð eigandi hennar ásamt gestum. 
Snekkjan er 120 metrar að lengd og er hönnuður hennar enginn annar en Philippe Starck. Gistirými er fyrir fjórtán gesti í sjö svítum og vistaverur fyrir 37 áhafnarmeðlimi. Í henni eru þrjár sundlaugar, eða heitir pottar, þar er þyrlupallur og bátaskýli sem rúmar þrjá glæsilega léttabáta, en því má þó breyta í salarkynni til veisluhalda beri svo við....
Meira
12.05.2016 - 08:08 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason

Vestfirska forlagið gleður víða

Vinningashafar voru þessir f.v.: Ingólfur Hjálmarsson á Eyrarbakka Rúnar Eiríksson á Eyrarbakka Gísli Rúnar Gíslason á Stokkseyri Kristján Runólfsson í Hveragerði  og Þórður Grétar Árnason á Selfossi.
Vinningashafar voru þessir f.v.: Ingólfur Hjálmarsson á Eyrarbakka Rúnar Eiríksson á Eyrarbakka Gísli Rúnar Gíslason á Stokkseyri Kristján Runólfsson í Hveragerði og Þórður Grétar Árnason á Selfossi.
« 1 af 15 »

Fiskiveisla að Stað á Eyrarbakka á lokadaginn 11. maí 2016


Vinir Alþýðunnar, undir forystu Siggeirs Ingólfssonar útvegsbónda á Sölvabakka, buðu til fiskiveislu að Stað á Eyrarbakka í gær, miðvikudaginn 11. maí 206, á hinum hefðbundna lokadegi vetrarvertíðar á fyrri tíð.
Á borðum var siginn fiskur og söltuð grásleppa; veitt og verkað í vor af Vinum Alþýðunnar í anda Hjallastefnunnar.

Vestfirska forlagið á Þingeyri sendi kveðjur á hátíðina á póstkorti Jóns Sigurðssonar forseta og gaf bækur í lokadagslottóið.
Vinningashafar voru þessir:

...
Meira
12.05.2016 - 05:20 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Úr ríki náttúrunnar: - Hvar eru allar mýsnar í Arnarfirði og Dýrafirði?

Sumum bregður oft þegar mýsnar skjótast fyrir fætur þeirra. Það er bara eðlilegt. En hvað er að gerast í náttúrunni hjá okkur þegar engin sést músin?


Þetta fór nú hún frú Guðrún á Eyri í eftirlitsheimsókn að Álftamýri um daginn. Og hvað skeði þar? Ekkert annað en það að engin var músin í fötunni í kjallaranum.


   Á aðalfundi Búnðarfélags Auðkúluhrepps, sem haldinn var í Mjólkárvirkjun um daginn kom fram, að Steinar stöðvarstjóri hefur ekki séð eina einustu mús í allan vetur og þótti rart á þeim bæ. Árni á Laugabóli sagði það sama. Fleiri tjáðu sig um málið: Engar mýs á ferli það sem af er vetri svo vitað sé! Steinar spurði hvort eitthvað væri að breytast í lífríkinu. Enginn treysti sér til að svara því. Verður því að kalla til þá sem betur vita.

...
Meira
11.05.2016 - 17:26 | Vestfirska forlagið,Alþingi

Merkir Íslendingar - Gunnlaugur Finnsson á Hvilft

Gunnlaugur Finnsson.
Gunnlaugur Finnsson.

Gunnlaugur Finnsson fæddist á Hvilft í Önundarfirði 11. maí 1928. Foreldrar hans voru Finnur Finnsson, bóndi þar, og kona hans, Guðlaug Sveinsdóttir húsfreyja. Gunnlaugur stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og brautskráðist þaðan með stúdentsprófi árið 1949. Hann var bóndi á Hvilft frá árinu 1950 fram til 2007. Samhliða bústörfum kenndi hann lengstum við Héraðsskólann á Núpi og síðar við barna- og unglingaskóla á Flateyri þar til hann var kjörinn á þing. Árið 1980 varð hann kaupfélagsstjóri á Flateyri og gegndi því starfi í átta ár.


Gunnlaugur Finnsson tók virkan þátt í félagsmálum sveitar sinnar og héraðs. Hann sat um aldarfjórðung í hreppsnefnd Flateyrarhrepps og var oddviti tvö kjörtímabil. Þá var hann formaður Fjórðungssambands Vestfjarða í fjögur ár á þessum tíma. Drjúgum tíma af starfsævi sinni varði Gunnlaugur í þágu þjóðkirkjunnar, sat á kirkjuþingi og í kirkjuráði hálfan þriðja áratug og var jafnframt um tíma í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar. Auk þeirra starfa sem nú hafa verið talin átti hann sæti í ýmsum opinberum og stjórnskipuðum nefndum.

...
Meira
11.05.2016 - 07:19 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Kári Eiríksson - Fæddur 13. febrúar 1935 - Dáinn 1. maí 2016 - Minning

Kári Eiríksson.
Kári Eiríksson.
Kári Eiríksson listmálari fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 13. febrúar 1935. Hann lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 1. maí 2016.

Foreldrar hans voru Eiríkur Þorsteinsson kaupfélagsstjóri og alþingismaður, frá Surtsstöðum í Jökulsárhlíð, f. 16. febrúar 1905, d. 8. maí 1976, og Anna Guðmundsdóttir húsfreyja, frá Syðra Lóni við Þórshöfn, f. 23. apríl 1914, d. 24. desember 1999. Systkini voru Jónína Herborg, f. 1931, Hulda, f. 1938, d. 1993, Eiríkur, f. 1941, Guðmundur, f. 1944, d. 2004, Katrín, f. 1946, Þórey, f. 1949, og Jón, f. 1954. Kári kvæntist árið 1966 Sigurbjörgu Stefánsdóttur, f. 1935, en þau slitum samvistum árið 1985. Eignuðust þau soninn Kára Kárason, f. 17. nóvember 1965. Eiginkona hans er Inga Kjartansdóttir, f. 1965, og börn þeirra eru Harpa Káradóttir, f. 1987, og Dagur Kári Kárason, f. 1997.

...
Meira
11.05.2016 - 06:34 | Vestfirska forlagið,skutull.is

150 ára kaupstaðarafmæli: Hátíðahöld verða 14.-17. júlí 2016

Hátíðahöld vegna 150 ára kaupstaðarafmælis Ísafjarðar verða í sumar.
Hátíðahöld vegna 150 ára kaupstaðarafmælis Ísafjarðar verða í sumar.
Dagana 14. – 17. júlí í sumar verður því fagnað að 150 ár eru liðin frá því að Ísafjarðarkaupstaður fékk kaupstaðarréttindi og 20 ár eru frá stofnun Ísafjarðarbæjar.
Sérstök afmælisnefnd hefur verið að störfum í vetur og vinnur hún að mótun dagskrár sem kynnt verður síðar. Í slíkri vinnu eru góðar hugmyndir alltaf vel þegnar og er hægt að hafa samband við bæjarritara eða upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar sem starfa með nefndinni.
...
Meira
Arnfinnur Jónsson er margfaldur Íslandsmeistari í skotfimi. Á hann ekki langt að sækja það. Þetta er að vísu ekki Gamla Löng, hin fræga byssa sem faðir hans átti,  sem hann fer höndum um á myndinni. En hún er nú á heiðursstað uppi á vegg hjá Sigurði bróður hans á Þingeyri.
Arnfinnur Jónsson er margfaldur Íslandsmeistari í skotfimi. Á hann ekki langt að sækja það. Þetta er að vísu ekki Gamla Löng, hin fræga byssa sem faðir hans átti, sem hann fer höndum um á myndinni. En hún er nú á heiðursstað uppi á vegg hjá Sigurði bróður hans á Þingeyri.

Arnfinnur Jónsson, refaskytta, sonur Jóns Þorsteins Sigurðssonar heitins, gamla Rebba á Þingeyri, er búinn að koma tvisvar til tófu-og minkaveiða í Arnarfirði með dóttur sinni á þessum vordögum. Á svæðinu frá Langanesi að Stapadal eru þau búin að fá 20 hlaupatófur, þar af 9 hvolpafullar læður og 5 minka. Guðjón Strandamaður er svo búinn að fá 6 minka á Tjaldanesi utan Auðkúlu.


    Arnfinnur segir að ekki sjái högg á vatni þrátt fyrir alla þessa veiði. Þau hafi séð dýr út um allt.  Svona er þetta bara.

...
Meira
09.05.2016 - 20:31 | skutull.is,Vestfirska forlagið

Pétur G. Markan nýr formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga

Pétur G. Markan, í miðjunni,  ásamt öðrum stjórnarmönnum Fjórðungssambandsins.
Pétur G. Markan, í miðjunni, ásamt öðrum stjórnarmönnum Fjórðungssambandsins.
Ný stjórn var kjörin fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga á fjórðungsþingi á Ísafirði 4. maí. Nýr formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga er Pétur G. Markan sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, en með honum í stjórn eru Ingibjörg Emilsdóttir Strandabyggð, Sigurður Hreinsson Ísafjarðarbæ, Margrét Jónmundsdóttir Bolungarvík og Ása Dóra Finnbogadóttir í Vesturbyggð. Friðbjörg Matthíasdóttir fráfarandi formaður í Vesturbyggð og Daníel Jakobsson Ísafjarðarbæ gengu úr stjórn....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31