11.05.2016 - 07:19 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið
Kári Eiríksson.
Kári Eiríksson listmálari fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 13. febrúar 1935. Hann lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 1. maí 2016.
Foreldrar hans voru Eiríkur Þorsteinsson kaupfélagsstjóri og alþingismaður, frá Surtsstöðum í Jökulsárhlíð, f. 16. febrúar 1905, d. 8. maí 1976, og Anna Guðmundsdóttir húsfreyja, frá Syðra Lóni við Þórshöfn, f. 23. apríl 1914, d. 24. desember 1999. Systkini voru Jónína Herborg, f. 1931, Hulda, f. 1938, d. 1993, Eiríkur, f. 1941, Guðmundur, f. 1944, d. 2004, Katrín, f. 1946, Þórey, f. 1949, og Jón, f. 1954. Kári kvæntist árið 1966 Sigurbjörgu Stefánsdóttur, f. 1935, en þau slitum samvistum árið 1985. Eignuðust þau soninn Kára Kárason, f. 17. nóvember 1965. Eiginkona hans er Inga Kjartansdóttir, f. 1965, og börn þeirra eru Harpa Káradóttir, f. 1987, og Dagur Kári Kárason, f. 1997.
...
Meira