28.04.2016 - 08:05 | Hallgrímur Sveinsson
Jónas Ólafsson látinn
Jónas Ólafsson, fyrrum sveitarstjóri og oddviti Þingeyrarhepps, lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði í gær, miðvikudaginn 27. apríl 2016, eftir erfið veikindi undanfarin misseri.
Hann var fæddur 20. júlí 1929.
Jónas var á sínum tíma einn af kunnustu sveitarstjórnarmönnum landsins. Stórum hluta starfsævinnar varði hann í þágu Þingeyrarhrepps í Dýrafirði.
Eftirlifandi eiginkona Jónasar er Nanna Magnúsdóttir Amlín. Þau eignuðust fimm börn.