A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
05.05.2016 - 21:53 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Gomma af nýjum fréttum úr Vestfirsku Ölpunum

Upphaf vegagerðar í Hrafnholum í Dýrafirði 1973. Ljósm. Elín Pálmadóttir.
Upphaf vegagerðar í Hrafnholum í Dýrafirði 1973. Ljósm. Elín Pálmadóttir.
« 1 af 2 »

  1. Snurvoðarbáturinn okkar, hann Egill, kom inn á sunnudagskvöld með 14,5 tonn. Fór til vinnslu í frystihúsi staðarins.

  2. Nú er byrjað að klæða húsið á Dýrhól að utan.

  3. Sauðburður byrjar ekki almennt fyrr en upp úr 10. maí. Þó eru nokkrar þegar bornar eins og gengur. Í Fellasókn er burður þó kominn vel á veg.

...
Meira
Harmonikudagurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Þingeyri n. k. sunnudag, 8. maí 2016, og hefst kl. 4 e. h. 16:00

Kvenfélagið Von á Þingeyri sér um veitingar. Kaffi og vöfflur á vægu verði.
Allir velkomnir.
Enginn aðgangseyrir


Harmonikufélag Vestfjarða.


 
...
Meira
05.05.2016 - 06:00 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Harmonikukarlarnir og Lóa: - Síðasta æfing vetrarins var á þriðjudagskvöld

Guðmundur Ingvarsson hljómsveitarstjóri.
Guðmundur Ingvarsson hljómsveitarstjóri.
« 1 af 9 »

Menningin vex í lundi nýrra skóga. Svo kvað Hannes Hafstein. En það er merkilegt með þessa blessuðu menningu hérna fyrir vestan. Eftir því sem Vestfirðingum fækkar, þess meiri menning. Sjáið Dýrafjörð til dæmis. Þar er mikið af lundum nýrra skóga. Þar hefur fólki fækkað og fækkað. En menningin er samt sem áður ótrúlega fjölbreytt.


    Harmonikukarlarnir og Lóa er eitt af þessum menningarfyrirbærum í firðinum fagra. Það er ekkert annað en 10 manna harmonikuband með söngvara. Hljómsveitin sú æfir að jafnaði einu sinni í viku í flugstöðinni við Þingeyrarflugvöll. Er það eina starfsemin sem nú fer fram í því húsi.

...
Meira
03.05.2016 - 21:10 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Bankamál: - Þeir eru dálítið sérstakir þessir Dýrfirðingar!

Í Landsbankanum á Þingeyri.
Í Landsbankanum á Þingeyri.
Það er alveg merkilegt með þessa Dýrfirðinga. Alltaf skulu þeir vera að þvælast i þennan banka sinn á Þingeyri, sem er opinn einu sinni í viku, klukkutíma í senn. Sem stundum verða tveir. En allir fá þeir þó afgreiðslu fyrir rest. Þeir þurfa að taka út, leggja inn, greiða reikninga, senda peninga hingað og þangað og bara nefndu það. Það er auðvitað ekkert vit í þessu! En sumir eiga nú bara tugi milljóna þarna inni. Og trúlega eiga Dýrfirðingar ekki undir einum milljarði króna í Landsbankanum sínum á vöxtum og vaxtavöxtum og vöxtum líka af þeim! Spekingarnir okkar hafa reiknað þetta út, þrátt fyrir alla bankaleyndina sem ríkir á landi hér....
Meira
03.05.2016 - 20:14 | Vestfirska forlagið,Herdubreid.is

Íslenska forystuféð er einstakt í sinni röð

Forystusauðurinn Glænefur á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, tveggja vetra gamall. Hann ber sauðabjöllu að gömlum sið.
Forystusauðurinn Glænefur á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, tveggja vetra gamall. Hann ber sauðabjöllu að gömlum sið.
« 1 af 4 »

Á vefritinu herdubreid.is lesum við meðf. stórskemmtilegu og athyglisverðu grein um íslenska forystuféð. Ritstjóri herdubreid.is er Karl Th. Birgisson.


 Nýjar rannsóknir staðfesta það sem bændur hafa lengi talið sig vita, að íslenskt forystufé er sérstakur fjárstofn og hefur eiginleika sem hvergi finnast í kindum annars staðar.


Með hugtakinu forystufé er átt við þær kindur, sem sjálfkrafa og af eðlisávísun taka forystu fyrir kindahópum og leiða þá öruggustu og bestu leiðina heim eða frá aðsteðjandi hættu. Slíkt fé hefur verið hér frá landnámi og hefur víða verið markvisst ræktað til að sinna þessu hlutverki. Í Jónsbók, sem var lögtekin seint á þrettándu öld, voru forystusauðir taldir metfé og var svo löngum síðan.

...
Meira
RUV við Efstaleiti í Reykjavík.
RUV við Efstaleiti í Reykjavík.
Ný stjórn RÚV var kosin á Alþingi í dag. 
Sú breyting virðist hafa verið gerð að meirihlutinn hefur nú fimm menn í stjórn en minnihlutinn fjóra.
Áður var hlutfallið 6 á móti 3. 
Tveir nýir koma inn hjá stjórnarflokkunum - Heiðrun Lind Marteinsdóttir, og Gunnar Sturluson. Hjá stjórnarandstöðunni bætast sömuleiðis við tveir nýir stjórnarmenn - Lára Hanna Einarsdóttir og Jón Ólafsson....
Meira
03.05.2016 - 07:43 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Doktor Sólveig Þorvaldsdóttir

Sólveig Þorvaldsdóttir á rætur að Alviðru í Dýrafirði.
Sólveig Þorvaldsdóttir á rætur að Alviðru í Dýrafirði.
« 1 af 2 »

Sólveig Þorvaldsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í byggingarverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.



Ritgerðin ber heitið: Framlag að fræðilegum grunni stjórnunarkerfa sem fást við náttúruhamfarir í byggð: Kvik-kerfisleg nálgun (Towards a Theoretical Foundation for Disaster-Related Management Systems: A System Dynamics Approach). Leiðbeinandi var dr. Ragnar Sigbjörnsson, prófessor (lést 2015) við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ. Einnig sátu í doktorsnefnd dr. Rajesh Rupakhety, dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ, dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor og deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar HÍ, og dr. Óli Grétar Sveinsson, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar.


...
Meira
02.05.2016 - 06:09 | Hallgrímur Sveinsson

Hvað er líkt með Ólafi Ragnari og Vestfirska forlaginu?

Ein af mörgum útgáfubókum Vestfirska forlagsins. Löngu uppseld. Eyvindur var Sunnlendingur. Halla aftur á móti Vestfirðingur. Bókarkápa: Bjarni Jónsson og Norðri.
Ein af mörgum útgáfubókum Vestfirska forlagsins. Löngu uppseld. Eyvindur var Sunnlendingur. Halla aftur á móti Vestfirðingur. Bókarkápa: Bjarni Jónsson og Norðri.
« 1 af 2 »

Eins og margir vita, er Vestfirska forlagið hætt að gefa út bækur. Enda komnar út á fjórða hundrað bækur um Vestfirði og Vestfirðinga á vegum þess. Samt eru væntanlegar tvær bækur nú með vorskipum frá forlaginu. Og  nokkrar með haustskipum í flóðið þá. Þetta er auðvitað eins og hver önnur bilun! En kannski ekki verri en hver önnur.


   Þeir voru að spjalla saman um daginn nokkrir spekingar og sprellikarlar, þegar þetta barst í tal. Þá gall við frá einum þeirra:


„Nú já. Það er þá svipað með forlagið hérna fyrir vestan og Ólaf Ragnar. Hvorugt getur hætt!“

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31