Frá fyrri tímum: - Snjóskriða á bíl við Ófæru. Mildi að ekki urðu slys áfólki. Bíllinn stórskemmdur.
Í Þjóðviljanum miðvikudaginn 14. jan. 1987 lesum við eftirfarandi:
„Það var stórlán að við sluppum með skrekkinn, enda þótt bfllinn hafí skemmst töluvert" sagði Guðmundur Sören Magnússon bóndi á Brekku í Þingeyrarhreppi í samtali við Þjóðviljann en hann varð fyrir því að fá snjóskriðu yfír fólksbfl sinn þegar hann var á leið til Þingeyrar frá Ísafírði ásamt fjölskyldu sinni á sunnudagskvöld.
Stór snjóskriða féll á föstudag yfir veginn við svokallaða Ófæru norðan megin Dýrafjarðar og taldi Guðmundur að skriðan sem féll yfir bílinn hefði verið snjóstykki sem sprungu úr klettabeltinu en féllu ekki þá.
Meira