A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
29.04.2016 - 21:27 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Útvarpspistill: - „Þetta var og þarna var“

Pétur Pétursson þulur.
Pétur Pétursson þulur.
« 1 af 2 »

Þulirnir á Gömlu gufunni og Rás 2 eru yfirlett skýrir í máli og prýðilegir þegar um er að ræða  kynningar og afkynningar á dagskrárefni. Þau fara nú kannski ekki alltaf í fötin hinna gömlu meistara Péturs Péturssonar, Jóns Múla, Jónasar Jónassonar, Helga Hjörvar og þeirra kumpána. Sem ekki er von. En samt valda þau vel sínu verkefni yfir höfuð. Eftirfarandi dæmi skal þó nefna sem okkur finnst að vel mætti skoða í sambandi við afkynningar. Þeir gömlu hefðu trúlega aldrei klikkað á þessu! En sínum augum lítur hver á silfrið.

Þulur afkynnir: Þetta var kvöldsagan 3. lestur…..

Færi ekki betur á að segja: Hér lauk lestri kvöldsögunnar.…..

Þulur afkynnir: Þarna heyrðum við í sigurvegara söngvakeppninnar……

Færi ekki betur á að segja: Við heyrðum í sigurvegara söngvakeppninnar…..

Þulur afkynnir: Þetta voru Passíusálmarnir….

Færi ekki betur á að segja: Mörður Árnason las Passíusálmana…….

Þulur afkynnir: Þarna heyrðist í Jóni Jónssyni…..

Færi ekki betur á að segja: Rætt var við Jón Jónsson……

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31