List á hvítasunnu á Þingeyri:- Sarah Adams frá San Fransisco að störfum
Ekki fer á milli mála að Þingeyri við Dýrafjörð er að verða eftirsóttur staður af alls konar listamönnum utan úr heimi. Margir þeirra heimsækja staðinn á vegum Simbahallarinnar (Sigmundarbúðar) og fleiri koma þar við sögu.
Sarah Adams er ung listakona frá San Fransisco í Bandaríkjunum. Samkvæmt síðunni speckledwords.com er hún fjölhæfur listamaður sem víða hefur komið við. Nú er hún stödd á Þingeyri og lætur ljós sitt skína á gluggum gamla Ölduhússins, beint á móti Sigmundarbúðinni. Þar var sem kunnugt er í fjölda ára verslunin Alda. Þar verslaði Nathanael Mósesson kaupmaður, sem reisti húsið fyrir um hundrað árum. Síðan versluðu þar lengi Gunnar Proppé og kona hans Sigríður.
...Meira