A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
15.05.2016 - 06:24 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

List á hvítasunnu á Þingeyri:- Sarah Adams frá San Fransisco að störfum

Sarah Adams með pensilinn á lofti og málningarfötuna. Ljósm. H. S.
Sarah Adams með pensilinn á lofti og málningarfötuna. Ljósm. H. S.
« 1 af 3 »

Ekki fer á milli mála að Þingeyri við Dýrafjörð er að verða eftirsóttur staður af alls konar listamönnum utan úr heimi. Margir þeirra heimsækja staðinn á vegum Simbahallarinnar (Sigmundarbúðar) og fleiri koma þar við sögu.


   Sarah Adams er ung listakona frá San Fransisco í Bandaríkjunum. Samkvæmt síðunni speckledwords.com er hún fjölhæfur listamaður sem víða hefur komið við. Nú er hún stödd á Þingeyri og lætur ljós sitt skína á gluggum gamla Ölduhússins, beint á móti Sigmundarbúðinni. Þar var sem kunnugt er í fjölda ára verslunin Alda. Þar verslaði Nathanael Mósesson kaupmaður, sem reisti húsið fyrir um hundrað árum. Síðan versluðu þar lengi Gunnar Proppé og kona hans Sigríður.

...
Meira
14.05.2016 - 21:03 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Ánægja með störf Ólafs Ragnars

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
« 1 af 2 »
Almenn ánægja ríkir með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR.

59,3% þátttakenda segjast vera ánægð með störf Ólafs, en 19,8% segjast vera óánægð. Var könnunin framkvæmd dagana 6.-9. maí 2016.


Þeir sem studdu ríkisstjórnarflokkana voru ánægðari með störf forseta en þeir sem studdu aðra stjórnmálaflokka.

...
Meira
14.05.2016 - 12:25 | Vestfirska forlagið

Ólafur Ragnar Grímsson er 73 ára í dag - 14. maí 2016

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Fimmti forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, er fæddur á Ísafirði 14. maí 1943. Foreldrar hans voru Grímur Kristgeirsson og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar. 


Ólafur Ragnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962, lauk BA-prófi í hagfræði og stjórnmálafræði frá University of Manchester árið 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði frá sama skóla árið 1970, fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í þeirri fræðigrein.


Ólafur Ragnar Grímsson var skipaður lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1970 og lagði grunn að kennslu í stjórnmálafræði, þá nýrri námsbraut við Háskóla Íslands. Árið 1973 var hann skipaður fyrsti prófessor við Háskóla Íslands í stjórnmálafræði. Á árunum 1970-1988 mótaði hann kennslu og stundaði rannsóknir í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, einkum á íslenska stjórnkerfinu og tók þátt í alþjóðlegu vísindasamstarfi stjórnmálafræðinga.

...
Meira
14.05.2016 - 06:25 | Vestfirska forlagið,bb.is

Dýrafjarðargöng í forval – gjörbylta búsetuskilyrðum

Gangnamunni að vestanverðu verður í botni Borgarfjarðar.
Gangnamunni að vestanverðu verður í botni Borgarfjarðar.
Vegagerðin hefur auglýst forval vegna gerðar Dýrafjarðarganga og er umsóknarfrestur til 28. júní. Nýkjörinn stjórnarformaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir þetta stóran áfanga. „Dýrafjarðargöng og þær vegaframkvæmdir sem þurfa vinnast samhliða og í kjölfarið, eiga eftir að stórbæta vegasamgöngur á Vestfjörðum, með tilliti til þjónustu og atvinnuuppbyggingar,“ segir Pétur G. Markan, stjórnarformaður Fjórðungssambandsins. 
Um er að ræða 8,0 m breið, 5,3 km löng jarðgöng, styrkingu ganga, lagnir og vegyfirborð, raf- og stjórnbúnað þeirra, um 300 m langa steinsteypta vegskála og um 9,0 km langa vegi utan ganga. Í göngin skal leggja háspennulagnir 33 KV og 66 KV fyrir Orkubú Vetfjarða og Landsnet....
Meira
Á Dynjandisheiði.
Á Dynjandisheiði.
« 1 af 2 »

Vesturleiðin, frá Þingeyri í Vatnsfjörð, er bara gamall malarvegur, um 70 km löng. Þó er um 100 metra bundið slitlag í bröttu brekkunni fyrir ofan Hlíð. Skal þess og getið til gamans, að hluti Vesturleiðar var lagður með hestum og hestvögnum um eða upp úr seinna stríði. Er sá kafli vegarins á Brekkudal. Þá voru aðal verkfærin páll og reka.


   Þessa vordaga er heilmikil umferð um Vesturleið, stundum bara bíll við bíl í báðar áttir. Margir telja að þar sé að minnsta kosti helmingur útlendingar undir stýri ef ekki meir. Vegurinn verður að teljast nokkuð góður þegar á heildina er litið. Enda var byrjað að hefla upp úr miðjum apríl. Þótti með eindæmum.

...
Meira
13.05.2016 - 06:55 | Vestfirska forlagið,Emil Ragnar Hjartarson

Emil Ragnar Hjartarson minnist Jónasar Ólafssonar

Lengst til hægri er Emil Ragnar Hjartarson á héraðsmóti að Núpi um 1980.
Lengst til hægri er Emil Ragnar Hjartarson á héraðsmóti að Núpi um 1980.
« 1 af 6 »
Árið 1953 vann íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri stigakeppni héraðsmótsins á Núpi þriðja árið í röð og þar með bikar, sem keppt var um, til eignar.
Það voru systkinin á "Stöðinni" (símstöðinni) sem þar áttu mestan hlut að máli, systurnar Ólöf, María, Sigríður, Ingibjörg og bróðirinn Jónas Ólafsson sem var spretthlaupari á landsmælikvarða, vann til silfur og brons verðlauna á landsmótum UMFÍ--æfði litið,kannske ekkert, en var náttúrubarn á hlaupabrautinni. Mínar fyrstu minningar frá héraðsmótunum tengjast nafni Jónasar. Yfirburðir hans í spretthlaupi á héraðsmótum voru miklir, við hann þýddi engum að keppa. Hann var svo seinna sveitarstjórnarmaður og sveitarstjóri á Þingeyri árum saman við góðan orðstír. Hélt tryggð við þorpið sitt alla ævi....
Meira
13.05.2016 - 06:40 | Vestfirska forlagið,Hlynur Þór Magnússon

Efnismikið ársrit Breiðfirðingafélagsins komið út

« 1 af 2 »

Breiðfirðingur, ársrit Breiðfirðingafélagsins, kom út í gær og var kynntur til leiks ímannfagnaði í Breiðfirðingabúð. Þetta er 64. árgangur Breiðfirðings, en annar árgangurinn undir ritstjórn Svavars Gestssonar eftir að ritið var vakið af blundi. Í fyrra var orðið Nýr haft fyrir framan heitið en núna þarf þess ekki lengur. Hefti þetta er hin veglegasta bók, á þriðja hundrað síður með fjölda mynda. Í inngangsorðum gerir Svavar skilmerkilega grein fyrir efni ritsins og fara þau hér á eftir.


Mættur á svæðið


Hér birtist Breiðfirðingur á ný með margvíslegu skemmtilegu og fróðlegu efni.

...
Meira
12.05.2016 - 10:45 | bb.is

Halldórs Högna bikarinn til Þingeyrar

Þingeyringarnir í sigurlið Halldórs Högna mótsins.
Þingeyringarnir í sigurlið Halldórs Högna mótsins.
Hið árlega Halldórs Högna mót í boccia fór fram á Þingeyri á sunnudaginn. Það var Íþróttafélagið Ívar á Ísafirði sem stóð fyrir mótinu í samvinnu við Íþróttafélagið Höfrung á Þingeyri. Átta lið tóku þátt í mótinu, en það voru 2 lið frá Ívari, 3 lið frá Kubba og 3 lið frá Þingeyri. Sigurvegarar mótsins í ár voru frá Þingeyri, og fengu farandbikar að launum. 
Að lokinni keppni bauð Ívar þátttakendum upp á kaffi og meðlæti....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31