A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
12.05.2016 - 05:20 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Úr ríki náttúrunnar: - Hvar eru allar mýsnar í Arnarfirði og Dýrafirði?

Sumum bregður oft þegar mýsnar skjótast fyrir fætur þeirra. Það er bara eðlilegt. En hvað er að gerast í náttúrunni hjá okkur þegar engin sést músin?

Þetta fór nú hún frú Guðrún á Eyri í eftirlitsheimsókn að Álftamýri um daginn. Og hvað skeði þar? Ekkert annað en það að engin var músin í fötunni í kjallaranum.

   Á aðalfundi Búnðarfélags Auðkúluhrepps, sem haldinn var í Mjólkárvirkjun um daginn kom fram, að Steinar stöðvarstjóri hefur ekki séð eina einustu mús í allan vetur og þótti rart á þeim bæ. Árni á Laugabóli sagði það sama. Fleiri tjáðu sig um málið: Engar mýs á ferli það sem af er vetri svo vitað sé! Steinar spurði hvort eitthvað væri að breytast í lífríkinu. Enginn treysti sér til að svara því. Verður því að kalla til þá sem betur vita.

    Þetta spursmál var lagt fyrir spekingana í sundlauginni og heita pottinum á Þingeyri í gærmorgun. Sama þar. Fáir sögðust hafa séð mýs í vetur. Kannski einhverjar í haust. Kristján Miðbæjardrengur sagðist um daginn hafa séð einhverjar mýs í vetur. Ekki þó margar.

   Okkur þykir rétt að vekja athygli á þessu merkilega atriði með mýsnar núna í sumarbyrjun. Hvað kemur til að Arnarfjörður og Dýrafjörður eru svo til músalausir? Er þetta kannski svona víðar í byggðum hér fyrir vestan? Skylt er að geta þess að við höfum ekki talað við alla bændur og búalið um þetta merkilega mál.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31