Einn góður frá Ísafirði á sauðburðinum - Speak English?
Oddur heitinn Oddsson bakari á Ísafirði, var greinagóður maður og þeim eiginleikum búinn, að hafa stórt hjarta og var gæðamaður á allan hátt. Oddur bakari var lengi í lögregluliði Ísafjarðar og þar komu manngæði hans best í ljós þegar þurfti að jafna ágreining milli manna og vasast í málum drukkinna ólátabelgja. Leysti hann jafnan það sem upp kom með góðu, ef það á annað borð var hægt eðli málsins vegna.
Þegar þessi saga gerðist, á sjöunda áratug tuttugustu aldar, voru margir rólegheita gæðamenn í lögreglunni, Jóhann Kárason, Torfi Einarsson, Kristján Kristjánsson og fleiri góðir karlar.
...Meira