A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
21.05.2016 - 05:56 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Einn góður frá Ísafirði á sauðburðinum - Speak English?

Á Ísafirði árið 1966.
Á Ísafirði árið 1966.

Oddur heitinn Oddsson bakari á Ísafirði, var greinagóður maður og þeim eiginleikum búinn, að hafa stórt hjarta og var gæðamaður á allan hátt. Oddur bakari var lengi í lögregluliði Ísafjarðar og þar komu manngæði hans best í ljós þegar þurfti að jafna ágreining milli manna og vasast í málum drukkinna ólátabelgja. Leysti hann jafnan það sem upp kom með góðu, ef það á annað borð var hægt eðli málsins vegna.


   Þegar þessi saga gerðist, á sjöunda áratug tuttugustu aldar, voru margir rólegheita gæðamenn í lögreglunni, Jóhann Kárason, Torfi Einarsson, Kristján Kristjánsson og fleiri góðir karlar.

...
Meira
20.05.2016 - 17:46 | Vestfirska forlagið,skutull.is

Vestfirskt listamannaþing í Steingrímsfirði

Listamannaþing fer fram í Sævangi í Steingrímsfirði á laugardag, 21. maí 2016.
Listamannaþing fer fram í Sævangi í Steingrímsfirði á laugardag, 21. maí 2016.
Félag vestfirskra listamanna stendur fyrir árlegu listamannaþingi á morgun, laugardaginn 21. maí 2016. Að þessu sinni verður þingið haldið í Sauðfjársetrinu í Steingrímsfirði og verður það helgað menningartengdri ferðaþjónusta. Dr. Ágúst Einarsson hagfræðingur heldur erindi um hagræn áhrif lista. Nina Ivanova, leiðsögu- og listamaður, fjallar um hvernig sögu og menningu er miðlað til farþega skemmtiferðaskipa. Dagrún Jónsdóttir þjóðfræðingur kynnir Náttúrubarnaskólann sem starfræktur er á Sævangi í Steingrímsfirði og tekur þinggesti í kennslustund í fjörunni. Verkefnið Álagablettir verður kynnt ásamt fleiru úr heimi þjóðfræðinnar....
Meira
20.05.2016 - 12:37 | bb.is,Vestfirska forlagið

Stutt göng efst á Dynjandisheiði til skoðunar

Vegagerðin hefur nú til skoðunar að grafa stutt jarðgöng í gegnum efsta hluta Dynjandisheiðar til að taka af snjóþyngsta kaflann. Að öðru leyti yrði framtíðarveglína Vestfjarðavegar yfir heiðina að mestu óbreytt. 
Í síðustu viku auglýsti Vegagerðin forval vegna Dýrafjarðarganga og áformað að hefja framkvæmdir á næsta ári. Samhliða gerð Dýrafjarðarganga verður farið vegagerð á Dynjandisheiði. ...
Meira
20.05.2016 - 06:37 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Guðmunda Þóranna Pálsdóttir - Fædd 30. júlí 1927 - Dáin 11. maí 2016 - Minning

Guðmunda Þóranna Pálsdóttir.
Guðmunda Þóranna Pálsdóttir.
Guðmunda Þóranna Pálsdóttir fæddist á Ísafirði 30. júlí 1927. Hún lést á Landspítalanum 11. maí 2016.

Hún var dóttir hjónanna Páls Jónssonar, f. 12. desember 1904, d. 26. nóvember 1943, skipstjóra frá Hnífsdal, og Jóhönnu Daðeyjar Gísladóttur, f. 17. janúar 1908, d. 2. júlí 1981, frá Ísafirði. Systkini hennar voru: Sigurður Pálsson, f. 14. september 1930, d. 14. mars 2008, Páll Hreinn Pálsson, f. 3. júní 1932, d. 16. febrúar 2015, Þórdís Pálsdóttir, f. 21. júní 1933, d. 22. nóvember 1991.


Guðmunda giftist 3. júní 1950 Agli Halldórssyni, skipstjóra og útgerðarmanni frá Þingeyri, f. 5. nóvember 1926, d. 11. ágúst 1977.
Börn þeirra eru:

...
Meira
20.05.2016 - 06:15 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Strandveiðarnar á Þingeyri: - Skipshöfn ráðin upp á hálfdrætti á m/b Dýrfirðing

M/b Dýrfirðingur.
M/b Dýrfirðingur.
« 1 af 2 »
Þórður J. Sigurðsson, útvegsbóndi, hefur gefið út að hann muni ekki fara á strandveiðar að þessu sinni. Fæturnir farnir að gefa sig hjá karlinum. Sú undarlega fiskisaga flýgur þó fyrir þessa dagana, að hann sé samt búinn að ráða skipshöfn á m/b Dýrfirðing upp á sumarið! Eru það þeir Stóri-Grímur léttadrengur, sem verður fiskiskipstjóri, Bjarni Georg útgerðarstjóri, sem verður 1. vélstjóri og eiturbrasari og Guðmundur póstmeistari sem léttmatrós og fjölmiðlafulltrúi. Eins og allir vita eru þetta miklir spekingar alla vega til lands. Spurning hvernig þeir reynast til sjós. Bjarni Georg er þó öllum hnútum kunnugur frá fyrri tíð hjá þeim hjónum Ægi konungi og Rán konu hans....
Meira
19.05.2016 - 20:16 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Steingrímur Thorsteinsson

Steingrímur Thorsteinsson.
Steingrímur Thorsteinsson.

Steingrímur fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi 19. maí 1831, sonur Bjarna Thorsteinsonar amtmanns og Þórunnar Hannesdóttur.
Bjarni var amtmaður í Vesturamti og síðar í Suðuramti, stiftamtmaður og alþingisforseti, sonur Þorsteins Steingrímssonar í Kerlingadal, bróður Jóns eldklerks, en Þórunn var dóttir Hannesar Finnssonar, eins mesta lærdómsmanns á biskupsstóli í Skálholti, og Valgerðar Jónsdóttur, sýslumanns á Móeiðarhvoli Jónssonar. Hannes var sonur Finns Jónssonar, biskups í Skálholti. Eftir lát Hannesar varð Valgerður kona Steingríms Jónssonar, biskups í Laugarnesi.


Bróðir Þórunnar var Ólafur Finsen yfirdómari, afi Niels Ryberg Finsen, ljóslæknis og Nóbelsverðlaunahafa. Bróðir Steingríms var Árni Thorsteinsson landfógeti.


Fyrri kona Steingríms var Lydia Wilstrup sem lést 1882 og eignuðust þau einn son, en seinni kona hans var Guðríður Eiriksdóttir og eignuðust þau fimm börn. Yngst þeirra var Axel Thorsteinsson fréttamaður.

...
Meira
19.05.2016 - 06:38 | Blaðið - Vestfirðir,Vestfirska forlagið

Karlakórinn Ernir á Þingeyri 6. maí 2016

Karlakórinn Ernir á Þingeyri 6. maí 2016. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Karlakórinn Ernir á Þingeyri 6. maí 2016. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
« 1 af 4 »
Karlakórinn ERNIR sungu fullum hálsi í Félagshemilinu á Þingeyri föstudaginn 6. maí 2016 á árlegum vortónleikum sínum. 
Á efnisskráni voru Íslensk og erlend lög, meðal annars var frumflutt lagið„Snæfjallaströnd“ eftir J. H. I, og Bítlasyrpa. Tónleikarnir voru vel sóttir og góð stemmning. 
Davíð Davíðsson á Þingeyri tók myndirnar...
Meira
19.05.2016 - 06:26 | Blaðið - Vestfirðir,Vestfirska forlagið

Dagur harmónikkunnar á Þingeyri 8. maí 2016

Dagur harmónikkunnar á Þingeyri 8. maí 2016.  Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Dagur harmónikkunnar á Þingeyri 8. maí 2016. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
« 1 af 3 »
Sunnudaginn 8. maí 2016 stóð Harmónikkufélag Vestfjarða fyrir degi harmónikkunnar. 
Um 20 harmónikkuleikarar þöndu nikkuna í Félagsheimilinu á Þingeyri og Kvenfélagið Von sá um veitingar. 
Bæði hljóðfæraleikarar og gestir skemmtu sér vel og áttu góða dagstund saman. 
Davíð Davíðsson, Þingeyri tók myndirnar....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31