09.05.2016 - 20:31 | skutull.is,Vestfirska forlagið
Pétur G. Markan nýr formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga
Ný stjórn var kjörin fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga á fjórðungsþingi á Ísafirði 4. maí. Nýr formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga er Pétur G. Markan sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, en með honum í stjórn eru Ingibjörg Emilsdóttir Strandabyggð, Sigurður Hreinsson Ísafjarðarbæ, Margrét Jónmundsdóttir Bolungarvík og Ása Dóra Finnbogadóttir í Vesturbyggð. Friðbjörg Matthíasdóttir fráfarandi formaður í Vesturbyggð og Daníel Jakobsson Ísafjarðarbæ gengu úr stjórn.
Á fjórðungsþingi eiga sæti sveitarstjórnarmenn af öllum Vestfjörðum. Þingið var með breyttu sniði þetta árið, í samræmi við nýjar samþykktir. Nú var haldinn ársfundur að vori, en haustþing verður síðan haldið um einhver tiltekin málefni sem ákveðin eru á vorþinginu. Á þinginu á Ísafirði voru ársreikningar afgeiddir og árskýrslur. Þá var kosið í stjórnir og nefndir, en kjörtímabil er tvö ár hjá Fjórðungssambandinu.
Á fjórðungsþingi eiga sæti sveitarstjórnarmenn af öllum Vestfjörðum. Þingið var með breyttu sniði þetta árið, í samræmi við nýjar samþykktir. Nú var haldinn ársfundur að vori, en haustþing verður síðan haldið um einhver tiltekin málefni sem ákveðin eru á vorþinginu. Á þinginu á Ísafirði voru ársreikningar afgeiddir og árskýrslur. Þá var kosið í stjórnir og nefndir, en kjörtímabil er tvö ár hjá Fjórðungssambandinu.