Arctic Fish fær umhverfisvottun
• Fyrsta eldisfyrirtækið á Íslandi sem fær vottun ASC sem er sérstaklega löguð að fiskeldi • Fyrstu vottuðu laxaseiðin úr nýrri seiðastöð sett í kvíar í haust
Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish á Vestfjörðum hefur hlotið eftirsótta alþjóðlega umhverfisvottun Aquaculture Stewardship Council (ASC), fyrst íslenskra fyrirtækja.
Stjórnendur og starfsfólk Arctic Fish og dótturfélaga þess, seiðaeldisins Arctic Smolt í Tálknafirði, sjóeldisstöðvarinnar Arctic Sea Farm (Dýrfiskur) í Dýrafirði og vinnslufyrirtækisins Arctic Odda á Flateyri, hafa unnið að því undanfarin ár að undirbúa og uppfylla kröfur umhverfisstaðalsins sem vottunin byggist á. Hún var staðfest af stjórn ASC í síðustu viku.
...
Meira