Vestfirska forlagið gleður víða
Fiskiveisla að Stað á Eyrarbakka á lokadaginn 11. maí 2016
Vinir Alþýðunnar, undir forystu Siggeirs Ingólfssonar útvegsbónda á Sölvabakka, buðu til fiskiveislu að Stað á Eyrarbakka í gær, miðvikudaginn 11. maí 206, á hinum hefðbundna lokadegi vetrarvertíðar á fyrri tíð.
Á borðum var siginn fiskur og söltuð grásleppa; veitt og verkað í vor af Vinum Alþýðunnar í anda Hjallastefnunnar.
Vestfirska forlagið á Þingeyri sendi kveðjur á hátíðina á póstkorti Jóns Sigurðssonar forseta og gaf bækur í lokadagslottóið.
Vinningashafar voru þessir:
Ingólfur Hjálmarsson á Eyrarbakka
Rúnar Eiríksson á Eyrarbakka
Gísli Rúnar Gíslason á Stokkseyri
Kristján Runólfsson í Hveragerði
og Þórður Grétar Árnason á Selfossi.
Hægir eru happavegir,
held samt ró að gömlum vana,
en hér eru nokkrir lukkulegir,
með lottóbókavinningana.
Mikil ánægja var meðal matargesta eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.