Halla Kristinsdóttir (1931 - 2016)
Halla fæddist í Haukadal, Dýrafirði, 18. apríl 1931.
Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ 29. ágúst 2016.
Foreldrar hennar voru Jón Kristinn Elíasson, f. 1894, d. 1945, og Daðína Matthildur Guðjónsdóttir, f. 1903, d. 1999. Systkini Höllu eru Elsa, f. 1927, Jóhannes, f. 1928, Baldur, f. 1932, d. 1982, og Lára, f. 1938.
Halla giftist Guðmundi Rósenkranz Einarssyni, f. 26. nóv. 1925, d. 16. sept. 2014, hinn 11. maí 1949.
Börn þeirra eru: 1) Matthildur Rósenkranz, f. 1949, synir hennar G. Orri Rósenkranz og Sindri Rósenkranz. 2) Elín Birna, f. 1952, börn hennar Halla Rósenkranz, Stella Rósenkranz og Arnar Rósenkranz 3) Trausti Þór, f. 1953, kvæntur Önnu Sigríði Markúsdóttur, dætur þeirra Inga Karen og Sara Dögg Rósenkranz. Barnabarnabörnin eru í dag átta talsins.
Halla bjó ásamt foreldrum sínum í Haukadalnum til ársins 1945 er Daðína, móðir hennar, fluttist til Reykjavíkur með barnahópinn eftir fráfall eiginmannsins.
Halla varði starfsævi sinni við verslunarstörf og starfaði lengst af hjá versluninni Bernharð Laxdal á Laugavegi.
...
Meira