A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
01.09.2016 - 18:32 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Fallegt sjávarkauptún á Vestfjörðum: - Þingeyri við Dýrafjörð

Þingeyri við Dýrafjörð á okkar tímum. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Þingeyri við Dýrafjörð á okkar tímum. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
« 1 af 2 »

Þingeyri við Dýrafjörð er einstaklega fallegt sjávarkauptún á Vestfjörðum, með ríka menningarlega hefð og sögu. Þar bjuggu alþýðlegir höfðingjar, aristókratar og þótti höfðingsbragur þar meira áberandi en víða annarsstaðar. Enn er þessi andi að vissu leyti lifandi á staðnum.Og hýlaprýði utan húss og innan setur sinn svip á Þingeyri.


     Frá upphafi hafa íbúarnir lifað á því sem sjórinn hefur gefið af sér ásamt þjónustu við landbúnaðinn í nærliggjandi sveitum. En allt er þetta breytingum háð. Þjónusta við ferðamenn fer vaxandi. En íbúum hefur fækkað mjög á síðari árum. 

...
Meira
01.09.2016 - 15:09 | Wikipedia, frjálsa alfræðiritið,Vestfirska forlagið,timarit.is,Sögulegur fróðleikur

Gullfoss til Önundarfjarðar og Dýrafjarðar fyrir rétt um 100 árum

Gamli Gullfoss við bryggju á Flateyri árið 1928.
Gamli Gullfoss við bryggju á Flateyri árið 1928.
« 1 af 4 »

Þetta mátti lesa í dagblaðinu Vísi þann 22. ágúst 1916.
E.s. GULLFOSS fer héðan til Stykkishólms, Flateyar, Patreksfjarðar, Ísafjarðar, Sigiufjarðar og Akureyrar föstudag 25. ágúst,


Skipið fer frá Akureyri  2 . september , kemur við á Ísafirði, Önundarfirði, Dýrafirði og Ólafsvík, væntaniega til Reykjavíkur 5 . september


 — Héðan fer skipið áleiðis tii New York 7, september að kveldi.


Eimskipafélag Islands.
________________________


Um gamla Gullfoss

...
Meira
01.09.2016 - 11:55 | Vestfirska forlagið,Verkalýðsfélag Vestfirðinga,bb.is

Fengið nóg af óheiðarleika, gleymsku og fullkomnu siðrofi

Trúnaðarráðið segir að óheft markaðslögmál hafi leikið of lausum hala allt of lengi í íslensku viðskiptalífi, með tilheyrandi spillingu.
Trúnaðarráðið segir að óheft markaðslögmál hafi leikið of lausum hala allt of lengi í íslensku viðskiptalífi, með tilheyrandi spillingu.
Trúnaðarráð Verkalýðsfélags Vestfirðinga samþykkti á fundi síðdegis í gær ályktun um græðgi, ofurbónusa, sérhagsmunahópa og algjört siðrof í íslensku viðskiptalífi. 
„Því miður kemur það aftur og enn í ljós að við búum í samfélagi þar sem tryggt er að þeir ríku verði ríkari og fátæku fátækari. Siðrof gagnvart almenningi er staðreynd og áhersla er áfram lögð á að styrkja stöðu sérhagsmunahópa og fjármagnseigenda og koma þeim að kjötkötlunum að nýju. Að þessu er unnið og það án leyndar,“ segir í ályktuninni. 
Trúnaðarráð segir skýrasta dæmið um „viðvarandi siðleysi og græðgi, vera ofurbónusa innan bankakerfisins. Þar kristallist græðgissjónarmiðin í ákvörðunum „fámennrar klíku sem skammtar sér hundruð milljóna í kaupauka á einu bretti. 


...
Meira
Guðmundur Steinarr Gunnarsson.
Guðmundur Steinarr Gunnarsson.

Maður er nefndur Guðmundur Steinarr Gunnarsson, frá Þorfinnsstöðum í Önundarfirði, Vestfirðingur í húð og hár. Guðmundur er einn af brautryðjendunum í vestfirskri vegagerð. Vann lengi undir stjórn Lýðs Jónssonar og varð seinna sjálfur héraðs-og rekstrarstjóri Vegagerðarinnar hér fyrir vestan. Guðmundur býr nú á Akureyri. Hann fékk flugmannsréttindi fyrst 1968 og er þaulkunnugur flugvallarmálum hér vestra. Við slógum á þráðinn.


   „Hvað segir þú um flugvallarmálin hér fyrir vestan, Guðmundur?“


   „Það er náttúrlega ýmislegt hægt að segja um þau. Ýmsir hafa meira vit á þeim en ég. Hitt get ég sagt, að ég tel að Ísafjarðarvöllur eigi að vera þar sem hann er, með kostum sínum og göllum. Nú hafa samgöngur batnað með jarðgöngunum og leiðin til Þingeyrar því nokkuð góð að vetri til. Þingeyrarflugvöllur var endurbyggður fyrir nokkru, en lega hans og stærð takmarka þó notagildi hans til að uppfylla kröfur um flugvélar og öruggari samgöngur í dag.“


   „Hvað þá með flugvöll á Sveinseyrarodda í Dýrafirði sem talað var mikið um á sínum tíma?“

...
Meira
31.08.2016 - 12:16 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Hvað heita fossarnir á Dynjanda?

Elfar Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri, heldur hér á fossinum Dynjanda sem hann málaði á steinvölu af Dynjandalendum. Ljósm.: BIB
Elfar Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri, heldur hér á fossinum Dynjanda sem hann málaði á steinvölu af Dynjandalendum. Ljósm.: BIB
« 1 af 7 »

Og er nú tímabært að rifja upp hvað fossarnir á Dynjanda heita. Sumir þeirra bera tvö og jafnvel þrjú nöfn:


Talið ofanfrá eru það:


Dynjandi (Fjallfoss), Hæstahjallafoss, Úðafoss (Strokkur eða Strompur), Göngumannafoss (Göngufoss), Hríðsvaðsfoss, Hundafoss og Bæjarfoss (Sjóarfoss).


   Það er sannkölluð fossasimfónía sem náttúran leikur fyrir gesti sína á Dynjanda, misjafnlega hljómmikil eftir árstíðum. Sagt er að niður fossanna þar heyrist lengra en frá nokkrum öðrum fossum á Íslandi. 

...
Meira
31.08.2016 - 10:05 | Vestfirska forlagið,Alþýðuflokkurinn 100 ára

EINAR KÁRASON – AFKOMANDI ÍSAFJARÐARKRATA

EINAR KÁRASON – AFKOMANDI ÍSAFJARÐARKRATA.
EINAR KÁRASON – AFKOMANDI ÍSAFJARÐARKRATA.
« 1 af 2 »
Í tilefni af 100 ára afmæli Alþýðuflokksins er flutt röð fyrirlestra á árinu um Alþýðuflokk og jafnaðarstefnu á vegum Bókmenntafélags jafnaðarmanna. 
Fjórir fyrirlestrar voru fluttir á vormánuðum en fjórir verða fluttir í haust. 
Næsta fyrirlestur flytur Einar Kárason rithöfundur og ber hann nafnið Afkomandi gamalla Ísafjarðarkrata lítur yfir farinn veg og mun hann ræða um sögu og mikilvægi jafnaðarmannahreyfinga, bæði hérlendis og erlendis. 
Einar flytur fyrirlestur sinn laugardaginn 3. september 2016 kl. 14 á efri hæð Iðnós í Reykjavík og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
...
Meira
31.08.2016 - 09:00 | Komedia,Vestfirska forlagið

Leikrit um Gísla á Uppsölum

Gísli á Uppsölum frumsýnt 24. september.
Gísli á Uppsölum frumsýnt 24. september.

Æfingar standa nú yfir á nýju leikriti um Gísla á Uppsölum. Hér er á ferð einstök saga um þekktasta einbúa þjóðarinnar. Sem undi samt sem áður sáttur við sitt á sama stað allt sitt líf, á Uppsölum í Selárdal Arnarfirði.
Höfundar leikverksins um Gísla á Uppsölum eru arnfirsku leikhússtrákarnir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson. Elfar Logi leikur Gísla og Þröstur Leó leikstýrir. Höfundur tónlistar er hinn einstaki listamaður Svavar Knútur.


Þetta er að mörgu leiti söguleg uppfærsla því Gísi á Uppsölum er 40 leikverkið sem Kómedíuleikhúsið frumsýnir. Gaman er að geta þess að öll verkin utan eins eru íslensk. Það er því óhætt að segja að Kómedíuleikhúsið hafi verið nokk duglegt við að efla íslenska leikritun hér á landi. Kannski er bara um Íslandsmet að ræða?


Leikritið um Gísla á Uppsölum verður frumsýnt á söguslóðum í Selárdal laugardaginn 24. september kl.14.00. Sýnt verður í hinni dásamlegu Selárdalskirkju. 


 


 

 
...
Meira
31.08.2016 - 08:23 | Vestfirska forlagið,bb.is

Kortleggur vestfirskt lista- og menningarlíf

Elfar Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri, við eina af Vestfjarðamyndum sínum. Ljósm.: BIB
Elfar Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri, við eina af Vestfjarðamyndum sínum. Ljósm.: BIB
Verið er að safna saman upplýsingum um lista- og menningarstarf á Vestfjörðum vegna Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019. Íris Björg Guðbjartsdóttir á Ströndum vinnur að söfnun upplýsinganna og biðlar hún til allra þeirra sem starfa að listum eða menningu með einum eða öðrum hætti að senda sér upplýsingar. Gildir einu hvort þar eigi í hlut starfandi listamenn eða innan hvaða listgreinar, félög eða menningarstofnanir á Vestfjörðum. Þá er einnig um að ræða öflun upplýsinga um viðburði árin 2015 og 2016 á öllum Vestfjörðum s.s. bæjarhátíðir og fleira. 

Íris Björg biður alla þá sem málið varðar að senda sér línu á netfangið irisbjorg@strandabyggd.is ...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31