10.09.2016 - 19:32 | Vestfirska forlagið,ruv.is
Dýrfirðingurinn Össur sigraði hjá Samfylkingunni í Reykjavík
Dýrfirðingurinn með ræturnar í Keldudal, Össur Skarphéðinsson, þingmaður. varð efstur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fór í dag. 10. september 2016.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður lenti í öðru sæti og í þriðja sæti varð Eva H. Baldursdóttir lögfræðingur. Hún náði bestum árangri þeirra frambjóðenda í prófkjörinu sem ekki hafa setið á þingi.
Önfirðingurinn með ræturnar í Valþjófsdal, Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, varð í fjórða sæti.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður lenti í öðru sæti og í þriðja sæti varð Eva H. Baldursdóttir lögfræðingur. Hún náði bestum árangri þeirra frambjóðenda í prófkjörinu sem ekki hafa setið á þingi.
Önfirðingurinn með ræturnar í Valþjófsdal, Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, varð í fjórða sæti.
Hér má sjá niðurstöðu prófkjörsins:
Össur Skarphéðinsson - 664 atkvæði í fyrsta sæti.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - 772 atkvæði í annað sæti.
Eva H. Baldursdóttir - 802 atkvæði í þriðja sæti.
Helgi Hjörvar - 848 atkvæði í fjórða sæti.
Valgerður Bjarnadóttir - 822 atkvæði í fimmta sæti.
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir - 1003 atkvæði í sjötta sæti.
Auður Alfa Ólafsdóttir - 1053 atkvæði í sjöunda sæti.
Steinunn Ýr Einarsdóttir - 1201 atkvæði í áttunda sæti.