Guðrún S. Valgeirsdóttir (1934 - 2016)
Guðrún Sigríður Valgeirsdóttir fæddist á Gemlufalli í Dýrafirði 11. ágúst 1934. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar 23. ágúst 2016.
Foreldrar hennar voru Ingibjörg Margrét Guðmundsdóttir, hún ólst upp að Mýrum í Dýrafirði, f. 15. september 1901, d. 8. mars 1993, og Valgeir Jónsson frá Höfðaströnd í Grunnavíkurhreppi, f. 3. apríl 1899, d. 5. júlí 1981. Þau hófu búskap að Gemlufalli í Dýrafirði.
Ingibjörg og Valgeir eignuðust alls níu börn og var Guðrún sú sjötta í röðinni. Hin eru: Guðbjörg Sigrún, f. 28. mars 1926, d. 27. október 2011, Jón Kristinn, f. 25. október 1927, d. 7. maí 1999, Ingibjörg Elín, f. 21. febrúar 1929, Anna Jónína, f. 4. apríl 1931, d. 21. febrúar 2012, Arnór, f. 9. ágúst 1932, Elísabet, f. 6. júlí 1936, Friðrik Halldór, f. 11. febrúar 1940, d. 4. júlí 2006, og Guðmundur, f. 6. ágúst 1942.
Guðrún giftist 24. desember 1955 Matthíasi Vilhjálmssyni, f. 9. desember 1933, d. 18. maí 1999. Foreldrar hans voru hjónin Sesselja Sveinbjörnsdóttir f. á Botni í Súgandafirði 11. febrúar 1893, d. 10. desember 1950, og Vilhjálmur Jónsson, f. á Höfða í Grunnavíkurhreppi 25. maí 1888, d. 24. nóvember 1972.
Börn Guðrúnar og Matthíasar eru:
...
Meira