A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
07.09.2016 - 06:46 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Þolmarkalandið Ísland: - „Gífurleg vonbrigði í Háskóla Íslands“

Háskóli Íslands. Hann teiknaði Guðjón Samúelsson frá Eyrarbakka.
Háskóli Íslands. Hann teiknaði Guðjón Samúelsson frá Eyrarbakka.

Nú er nánast allt komið að þolmörkum eða yfir þau á okkar kæra landi eins og kunnugt er. Sá sem er á þolmörkum getur ekki meir. Sá sem er kominn yfir þau er þá líklega búinn að vera!


   Háskólarektor, Jón Atli Benediktsson, tók svo til orða í Fréttablaðinu í gær:


   „Gífurleg vonbrigði eru að í nýsamþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar skuli háskólarnir í landinu skildir eftir við nauðsynlega uppbyggingu innviða íslensks samfélags.“


   Spurningin er hvar á að taka peningana? En þannig má auðvitað ekki spyrja, síst þegar háskólar eiga í hlut. 

...
Meira
06.09.2016 - 17:12 | Stígamót,Vestfirska forlagið

Stígamót bjóða til opins fundar

Grunnskólinn á Þingeyri.
Grunnskólinn á Þingeyri.
Stígamót bjóða til opins fundar í Grunnskólanum á Þingeyri miðvikudaginn 7. sept. 2016 kl. 17 - 19

Í vetur munu Stígamót bjóða upp á ókeypis ráðgjafarþjónustu hálfsmánaðarlega á Ísafirði. 

Við munum segja frá þjónustu Stígamóta og hvernig kynferðisofbeldi lítur út frá okkar sjónarhóli og hvað gera má til þess að bæta líða fólks og koma í veg fyrir ofbeldi.

Verið öll hjartanlega velkomin
...
Meira
06.09.2016 - 16:59 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is,Skutull,Vestfirska forlagið

80 ár frá fyrstu bílferð yfir Breiðadalsheiði

Vegurinn yfir Breiðadalsheiði og til vinstri er Botnsheiðarafleggjarinn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Vegurinn yfir Breiðadalsheiði og til vinstri er Botnsheiðarafleggjarinn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »
Á laugardaginn voru 80 ár síðan fyrsti bíllinn keyrði veginn yfir Breiðadalsheiði. Þann 6. september 1936 er sagt frá þessum merku tímamótum í samgöngusögu norðanverðra Vestfjarða. „Þann 3. þessa mánaðar kom fyrsta bifreiðin frá Flateyri yfir Breiðadalsheiði. Síðan hafa verið farnar fjöldamargar ferðir bæði vestur og norður yfir heiði, og ljúka bilstjórar upp einum munni um það, að vegurinn sé bæði fallegur og góður,“ segir í Skutli. 
Vegurinn yfir Breiðadalsheiði var hæsti fjallvegur landsins á þeim tíma og var svo um langt árabil. Í Skutli segir að ferðin frá Flateyri taki rúma klukkustund. Vegurinn var einungis fær að sumarlagi og í Skutli segir:...
Meira
06.09.2016 - 16:44 | Vestfirska forlagið,bb.is

MV Fram heimsækir Þingeyri

Dýrfirska blíðan leikur við Fram er það heimsækir Þingeyri í dag. Mynd: Katrín Líney Jónsdóttir.
Dýrfirska blíðan leikur við Fram er það heimsækir Þingeyri í dag. Mynd: Katrín Líney Jónsdóttir.
« 1 af 2 »
Skemmtiferðaskipið MV Fram sem kalla má góðvin Vestfjarða heimsækir Þingeyri í dag. Er það í fyrsta sinn sem skipið hefur þar viðkomu og annað skemmtiferðaskipið sem sækir Þingeyri heim, en Clipper Adventurer kom til Þingeyrar árið 2003. Það er norska fyrirtækið Hurtigruten sem gerir skipið út og með skipinu sigla oftar en ekki einhverjir þeir hressustu skemmtiskipagestir sem fyrirfinnast og hafa þau í heimsóknum sínum ekki látið sig muna um að fara upp um fjöll og firnindi.
Í dag er þó ekki fjallganga á dagskrá, heldur munu sumir gestanna fara og skoða Dynjanda og aðrir fara á hestbak. Enn aðrir fara í nýja ferð þar sem gamla smiðjan og reiðhöllin á Söndum eru heimsótt, þau fá söngatriði og að smakka íslenskar veitingar og sjá íslenska hestinn leika listir sínar. 

Fram var á Ísafirði í gær og skipið mun sigla til Reykjavíkur eftir að heimsókn á Þingeyri lýkur þar sem höfð verða farþegaskipti og kemur það aftur á Þingeyri á laugardag með nýja gesti innanborðs og til Ísafjarðar á sunnudag....
Meira
06.09.2016 - 08:30 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Setja út 400 þúsund laxaseiði í Dýrafirði í haust

Stórverkefni Arctic Fish er að stækka og tæknivæða seiðaeldisstöð sína í Norðurbotni í Tálknafirði. Framkvæmdum miðar vel. Verður þetta stærsta og tæknivæddasta seiðaeldisstöð landsins.
Stórverkefni Arctic Fish er að stækka og tæknivæða seiðaeldisstöð sína í Norðurbotni í Tálknafirði. Framkvæmdum miðar vel. Verður þetta stærsta og tæknivæddasta seiðaeldisstöð landsins.

• Arctic Fish snýr sér að laxeldi • Nýtt hlutafé frá NRS skapar grunn fyrir hraðari uppbyggingu á Vestfjörðum


„Eiginfjárstaðan er orðin ansi sterk til að takast á við verkefnin framundan,“ segir Shiran Þórisson, fjármálastjóri Arctic Fish sem elur regnbogasilung í sjókvíum í Dýrafirði og er að undirbúa umfangsmikið laxeldi á Vestfjörðum.


Norska fiskeldisfyrirtækið Norway Royal Salmon, NRS, gekk nýlega til liðs við Arctic Fish. Hlutafé er aukið um 29 milljónir evra, að því er fram hefur komið í erlendum fjölmiðlum, en eldri hluthafar halda sínum hlut og eiga helming á móti NRS. Öll hlutafjáraukningin, sem svarar til 3,7 milljarða króna, nýtist því til uppbyggingar fyrirtækisins.


Fá aðgang að þekkingu

...
Meira
06.09.2016 - 07:23 | Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir,skutull.is,Vestfirska forlagið

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir: - Vegir liggja til allra átta - en hver ræður för?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, alþingismaður
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, alþingismaður
Samgöngur eru lífæð okkar Vestfirðinga – á þeim veltur atvinnulíf og þróun byggðar. Enn er þó langt í land með að okkar fjallskorni fjórðugur standi jafnfætis öðrum landshlutum í þeim efnum. Vestfirðingar verða að standa vel saman í samgöngumálum - það hefur reynslan kennt okkur. Að öðrum kosti er hætt við því að niðurstaðan verði sú sama og í dægurlaginu góða að „enginn ræður för“.

Dýrafjarðargöng


Gleggsta dæmið um langvarandi áhrifaleysi Vestfirðinga í þessum málaflokki er sífelld frestun Dýrafjarðarganga. Þau voru talin brýnasta gangaframkvæmdin á fyrstu jarðgangaáætlun Vegagerðarinnar um síðustu aldamót, en höfðu við lok fyrsta áratugar færst aftur til ársins 2022. Með harðfylgi tókst á síðasta kjörtímabili að koma Dýrafjarðargöngum aftur á dagskrá og fá þeim flýtt. Núverandi ríkisstjórn frestaði á ný, en þó er útlit fyrir að göngin verði boðin út í haust. Samhliða er nauðsynlegt að byggja upp veg um Dynjandisheiði til að tryggja heilsárssamgöngur milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar og virðist nú loks sem skriður sé kominn á málið.

...
Meira
05.09.2016 - 15:37 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Kristján Kristjánsson

KK  -  Kristján Kristjánsson (1925 - 2008)
KK - Kristján Kristjánsson (1925 - 2008)
« 1 af 2 »
Kristján Kristjánsson fæddist 5. september 1925 í Syðstakoti í Miðneshreppi, Gull. Foreldrar hans voru Sigrún Elínborg Guðjónsdóttir saumakona, f. 7.10. 1904, d. 10.2. 1971, og Kristján Karl Kristjánsson prentari, f. 14.11. 1902, d. 25.5. 1977. Vegna veikinda móður sinnar ólst Kristján upp til fermingaraldurs hjá móðurforeldrum sínum, Guðjóni Þorkelssyni og Þorbjörgu Benónýsdóttur í Syðstakoti.

Kristján lauk eins árs námi frá Verzlunarskóla Íslands en eftir það lá leiðin til Bandaríkjanna. Hann stundaði nám í saxófón- og klarínettleik árin 1946-47 við Juilliard School of Music í New York. Þegar heim kom stofnaði hann KK-sextettinn sem hann stjórnaði af mikilli röggsemi allt til ársloka 1961 en þá lagði hann saxófóninn á hilluna.

...
Meira
05.09.2016 - 10:39 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Ferðamennskan: - Ný póstkort frá Nínu og Smára komin út

Nína Ivanova og Ómar Smári Kristinsson í Garðaríki, Hrannargötu 8 á Ísafirði, hafa nú gefið út nýja póstkortaseríu. Kortin prýða athyglisverðar og fallegar ljósmyndir þeirra héðan að vestan ásamt teikningum hans Smára á sumum kortanna. Það veitir ekki af að hafa til reiðu góð póstkort af svæðinu. Erlendir ferðamenn kaupa aðallega póstkortin sem á boðstólum eru að sagt er. Íslendingar senda mikið sín skilaboð í SMS.


   Þess skal getið, að þau Nína og Smári hafa unnið mikið fyrir Vestfirska forlagið á undanförnum árum.   

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31