Þolmarkalandið Ísland: - „Gífurleg vonbrigði í Háskóla Íslands“
Nú er nánast allt komið að þolmörkum eða yfir þau á okkar kæra landi eins og kunnugt er. Sá sem er á þolmörkum getur ekki meir. Sá sem er kominn yfir þau er þá líklega búinn að vera!
Háskólarektor, Jón Atli Benediktsson, tók svo til orða í Fréttablaðinu í gær:
„Gífurleg vonbrigði eru að í nýsamþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar skuli háskólarnir í landinu skildir eftir við nauðsynlega uppbyggingu innviða íslensks samfélags.“
Spurningin er hvar á að taka peningana? En þannig má auðvitað ekki spyrja, síst þegar háskólar eiga í hlut.
...Meira