Merkir Íslendingar - Ágúst H. Pétursson
Fyrri kona Ágústs var Helga Jóhannesdóttur sem lést 1941 og eignuðust þau Kristjönu póstfulltrúa og Helga sendiherra. Sonur Ágústs og Maríu Valdimarsdóttur var Emil Pétur skipstjóri sem lést í fyrra. Seinni kona Ágústs var Ingveldur Magnúsdóttur sem lést 2011 og er sonur hennar Hafsteinn B. Sigurðsson bifreiðarstjóri en dætur Ágústs og Ingveldar eru Ásgerður hárgreiðslumeistari og Ásthildur skrifstofumaður.
Ágúst nam bakaraiðn í Alþýðubrauðgerðinni í Reykjavík og hlaut meistararéttindi 1942. Hann rak Brauð- og kökugerð í Reykjavík 1944-51 og á Patreksfirði 1951-54, sat í sveitarstjórn Patrekshrepps 1954-88, var sýslunefndarmaður, oddviti Patrekshrepps 1954-58 og 1978-82 og var sveitarstjóri 1958-63.
Ágúst var skrifstofustjóri hjá Hraðfrystihúsinu Skildi hf. á Patreksfirði en síðast starfaði hann hjá Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar.
...Meira