08.09.2016 - 20:49 | Ísafjarðarbær,Vestfirska forlagið
Ísafjarðarbær: - Auglýst eftir umsóknum um styrki til menningarmála
Ísafjarðarbær óskar eftir umsóknum um styrki til menningarmála, síðari úthlutun ársins 2016.
Umsóknirnar skulu berast til Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði, eða á netfangið thordissif@isafjordur.is. Umsóknarfrestur er t.o.m. fimmtudagsins 15. september næstkomandi.
Tekið skal fram að þær umsóknir sem þegar hafa borist eru teknar gildar við síðari úthlutun.
Bent er á reglur Ísafjarðarbæjar um úthlutun styrkja til menningarmála.