A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
16.09.2016 - 20:19 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Hrós dagsins: - Það fær fréttakonan Halla Ólafsdóttir hjá Ríkisútvarpinu

Halla Ólafsdóttir hjá Ríkisútvarpinu.
Halla Ólafsdóttir hjá Ríkisútvarpinu.
« 1 af 2 »

Fréttamaðurinn Halla Ólafsdóttir fær hrós dagsins fyrir mjög góða fréttamennsku héðan að vestan.
Halla er bráðung kona og ný í starfi, en samt hefur hún sýnt og sannað að hún veit alveg hvað hún er að gera.
Viðamikil frétt í sjónvarpinu um daginn á 20 ára afmæli Vestfjarðaganga tók þar af öll tvímæli. Halla hefur mjög gott lag á að tala við fólk bæði í útvarpi og sjónvarpi. Hún fær það til að tjá sig um það sem er mergur málsins. Auk þess er hún vel máli farin. Talar tæpitungulaust. Hún kann alveg að matreiða fréttir, en slíkt er ekki öllum hent eins og margir vita.

...
Meira
16.09.2016 - 06:42 | Guðmundur R. Björgvinsson,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Breiðadalsheiði 80 ára: - Guðmundur Ó. E. Albertsson á Flateyri ók fyrstur yfir heiðina

Ekki hefur verið staðfest hver maðurinn er sem stendur við hlið Í- 46. Það gæti verið Torfi Hjartarson, þáverandi sýslumaður, en hef það ekki staðfest segir vinur okkar Guðmundur R. Björgvinsson.
Ekki hefur verið staðfest hver maðurinn er sem stendur við hlið Í- 46. Það gæti verið Torfi Hjartarson, þáverandi sýslumaður, en hef það ekki staðfest segir vinur okkar Guðmundur R. Björgvinsson.
« 1 af 2 »

Nú minnast menn þess að 80 ár eru liðin frá því bílvegur opnaðist yfir Breiðadalsheiði. Um daginn voru menn að velta vöngum yfir því hver hefði fyrstur ekið yfir heiðina. Eftirfarandi bréf frá honum Gumba gefur svar við þeirri spurningu. Og myndirnar sem hann sendir okkur á Þingeyrarvefinn eru alveg óborganlegar!


Sæll Hallgrímur. 


Í tilefni af skemmtilegri upprifjun þess að 80 ár eru frá opnun vegar yfir Breiðadalsheiði, þá var það Guðmundur Ólafur Einar Albertsson bifreiðastjóri á Flateyri ( frá Selakirkjubóli,  fæddur 1905) sem ók fyrsta bílnum yfir heiðina. Tilkoma þess var vegna mikils vinskapar er var milli hans og Lýðs Jónssonar vegaverkstjóra.  Bifreiðin var Ford A Fourdoor 1931 árgerð og bar númerið Í - 46.


Það á að vera til mynd heima frá þessum degi, finn hana fljótlega, skanna og sendi þér.


Guðmundur Ó. E. var afi minn og nafni.


Kv. Guðmundur R. Björgvinsson yfirverkstjóri Vegagerðarinar á Ísafirði.

...
Meira
16.09.2016 - 06:35 | Veðurstofa Íslands,Hallgrímur Sveinsson

Útibú K. D. á Auðkúlu: - Enginn treysti sér til að klifra upp stöngina!

Verslunarhús Kaupfélags Dýrfirðinga, útibú, að Auðkúlu í Arnarfirði. Ljósm.: H. S.
Verslunarhús Kaupfélags Dýrfirðinga, útibú, að Auðkúlu í Arnarfirði. Ljósm.: H. S.

Árið 1937 stofnaði Kaupfélag Dýrfirðinga á Þingeyri útibú á Auðkúlu í Arnarfirði. Reisti félagið myndarlegt verslunar-og vöruhús úr steinsteypu á þremur hæðum. Verslun sú var rekin fyrir íbúa Auðkúluhrepps fram yfir 1960. Þórður Njálsson bóndi á Auðkúlu var útibússtjóri. 


   Þetta hús stendur enn fyrir sínu. Steypan í því virðist vera býsna góð eins og sést á meðf. mynd. Eins og sjá má er þessi flotta flaggstöng á kvistinum að framan, en er að vísu orðin fúin. Hreinn Þórðarson, bóndi á Auðkúlu, segir okkur frá því að eftir 1948, þegar fjölskyldan flutti inneftir úr Stapadal, hafi aldrei verið flaggað á þeirri stöng. Ástæðan var sú að flagglínan var slitin og enginn treysti sér til að klifra upp stöngina og redda málinu!

...
Meira
16.09.2016 - 06:28 | Vestfirska forlagið,Byggðasafn Vestfjarða

Nýr starfsmaður Byggðasafns Vestfjarða

Helga Þórisdóttir.
Helga Þórisdóttir.

Björn Baldursson annar starfsmaður Byggðasafni Vestfjarða varð fyrir áfalli í upphafi sumars og verður frá vinnu í a.m.k. ár. Það var ljóst að fylla þurfti það skarð og auglýst var eftir starfsmanni í tímabundna stöðu. 13 umsóknir bárust og voru 7 af þeim það frambærilegar að óskað var eftir viðtali við við þá. Eftir ítarlega skoðun var ákveðið að kalla til starfa Helgu Þórsdóttur.


Helga er menningarfræðingur auk þess sem hún er menntuð í myndlist og innanhússarkitektúr. Sem myndlistarmaður hefur hún haldið og tekið þátt í fjölda sýninga ásamt því að starfa sjálfstætt við sýningarstjórn fyrir söfn og sýningasali, einnig skrifar Helga um myndlist m.a í veftímaritið art*zine. Auk starfa á sviði myndlistar hefur Helga starfað sem innanhúsarkitekt, við hönnun, verkefnastjórnun, uppsetningu sýninga, hönnun leikmynda og sýningarbása og sem leiðsögumaður á Íslandi og í París.

...
Meira
15.09.2016 - 19:24 | Vestfirska forlagið,Lilja Rafney Magnúsdóttir,Alþingi

Alþingi: - Lilja Rafney Magnúsdóttir spyr um orkukostnað víða um land

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Orkukostnaður víða um land getur verið margfaldur á við höfuðborgarsvæðið og þar sem hann er lægstur. Ríkisstjórnin lætur eins og jöfnun orkuverðs sé lokið en það er langur vegur frá. Lagði fram fyrirspurn um orkukostnað heimila í landinu.


Fyrirspurn til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um orkukostnað heimila í landinu.
Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.
1. Hver er meðal árskostnaður vegna raforkunotkunar og húshitunar á 140 fermetra og 350 rúmmetra einbýlishúsi samkvæmt gjaldskrá 1. september 2016 á eftirgreindum stöðum miðað við lægsta fáanlega gjald fyrir orku frá rafveitu og hitaveitu:

...
Meira
15.09.2016 - 19:14 | Hlynur Þór Magnússon,Morgunblaðið,Reykhólavefurinn,Vestfirska forlagið

Firðirnir tíu sem tennur í sög

Mjóifjörður og Kjálkafjörður og Litlanes á milli. Ljósm. Morgunblaðið/sbs.
Mjóifjörður og Kjálkafjörður og Litlanes á milli. Ljósm. Morgunblaðið/sbs.
« 1 af 3 »

Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður segir í Morgunblaðinu í dag frá ferð sinni um Reykhólahrepp endilangan, lýsir því sem fyrir augu ber á leiðinni og víkur að sögunni hér og þar. Auk þess ræðir hann stuttlega við Ernu Ósk Guðnadóttur bónda í Gufudal, Þráin Hjálmarsson bónda og skólabílstjóra á Hríshóli í Reykhólasveit og Gísla Á. Gíslason bónda og mjólkurbílstjóra í Efri-Rauðsdal á Barðaströnd, sem flytur mjólk frá bæjum á Barðaströnd og Rauðasandi allt suður í Búðardal tvisvar í viku.


Myndin sem hér er fremst fylgir grein Sigurðar Boga í Morgunblaðinu. Hann tók hana sjálfur úr vél Flugfélags Íslands á leið frá Ísafirði til Reykjavíkur 30. júlí á nýliðnu sumri. Textinn með henni er í heild á þessa leið: Flugsýn. Mjóifjörður og Kjálkafjörður og Litlanes á milli. Firðir eru þveraðir og brúaðir og afstaðan sést vel úr lofti.

...
Meira
15.09.2016 - 07:26 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Doktor: - Torfi K. Stefánsson

Torfi K. Stefánsson Hjaltalín
Torfi K. Stefánsson Hjaltalín
• Torfi K. Stefánsson Hjaltalín hefur varið doktorsritgerð sína við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið „elska Guð og biðja“ – Guðræknibókmenntir á Íslandi á lærdómsöld.

Aðalleiðbeinandi Torfa var dr. Einar Sigurbjörnsson, prófessor emeritus, en í doktorsnefnd voru auk hans Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup.


Í ritgerðinni fjallar Torfi um þau guðræknirit sem gefin voru út hér á landi á árunum 1570-1800.

...
Meira
14.09.2016 - 20:10 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Samgöngur fyrri tíðar: - „Nú á maður að skála við Ölsteininn“

Ölsteinninn á Hrafnseyradal. Ljósm H. S.
Ölsteinninn á Hrafnseyradal. Ljósm H. S.

Sagt er að Arnfirðingar og aðrir hafi oft tekið sér hvíld við svokallaðan Ölstein á miðjum Hrafnseyrardal þegar komið var niður af Hrafnseyrarheiðinni úr kaupstað á Þingeyri. Þá tóku menn oft upp ferðapelann sbr. nafnið á þessum stóra steini.


   Skarphéðinn Njálsson á Þingeyri sagði undirrituðum svo frá, að hann hafi farið á sínum tíma nokkrar ferðir yfir Hrafnseyrarheiði sem fylgdarmaður Gunnlaugs Þorsteinssonar, héraðslæknis á Þingeyri. Þá var stoppað við Ölstein. Þar fékk Gunnlaugur læknir sér einn lítinn og sagði: „Nú á maður að skála við Ölsteininn.“ Hann fékk sér bara einn sopa sagði Skarphéðinn.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31