30.11.2016 - 07:31 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið
Björgunarmiðstöð. Skólinn á Látrum.
Goðafoss.
Enn má sjá flakið af Goðafossi undan Straumnesi.
100 ár eru liðin síðan Goðafoss strandaði við Straumneshlíð í Aðalvík, Látramenn björguðu 58 manns.
Það var stórviðri með fannkomu og roki þegar Goðafoss strandaði á leið sinni til Akureyrar, um borð voru 58 manns, farþegar og áhöfn.
Engin leið var að senda upplýsingar um strandið þar sem fjarskiptabúnaður skipsins var laskaður.
Ólafur Sigurðsson fyrsti stýrimaður fékk háseta með sér til að freista þess að róa skipsbátnum meðfram bjarginu inn víkina til að ná landi á Látrum sem var 80-100 manna þorp innst í víkinni. Einn af farþegunum bauðst til að fara með því að hann hafði komið áður á þessar slóðir og gat leiðbeint hvert halda skyldi í veðurofsanum.
Eftir þriggja klukkustunda barning á móti rokinu, sem í góðu veðri hefði tekið 20-30 mínútur, náðu þeir landi í klettabás vestan við þorpið og gengu þaðan að vestustu húsunum á Látrum.
Það var barið að dyrum í Nesi og mamma mín tíu ára fór til dyra. Úti stóðu klakabrynjaðir þreyttir menn og sögðu frá strandinu.
Á Látrum voru tveir litlir vélbátar, fjögurra og fimm tonna, á kafi í snjó uppi á fjörukambinum og einhverjir sexæringar. Boð voru send á alla bæina með þessum válegu tíðindum og menn kallaðir til að moka upp báta
...
Meira