A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
29.11.2016 - 07:39 | bb.is,Vestfirska forlagið

Fundað með íbúum á Flateyri í kvöld

Grænigarður á Flateyri. Ljósm.: BIB.
Grænigarður á Flateyri. Ljósm.: BIB.
Fundað verður um fyrirhugaðan flutning leikskólans á Flateyri á þriðjudaginn í kvöld. þriðjudaginn 29. nóvember 2016 og er fundurinn í Félagsbæ. Til stendur að flytja nemendur af leikskólanum Grænagarði yfir í húsnæði Grunnskóla Önundarfjarðar. Foreldrar á Flateyri hafa undanfarna viku lýst yfir mikill óánægju með þessa ákvörðun, en ekki liggja fyrir teikningar eða hugmyndir um hvernig verði búið að börnunum í húsnæði Grunnskólans. 

Foreldrum Flateyrar var tilkynnt bréfleiðis um ákvörðunina, og hefur það verklag verið gagnrýnt af foreldrum. Bæjaryfirvöld ætla að funda með Flateyringum svo finna megi lausn á málinu. „Við vonumst til að geta átt gagnlegt samtal um eflingu skólastarfs á Flateyri og hvaða leiðir er hægt að fara í þeim efnum,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs. 

„Við höfum að sjálfsögðu lesið þær greinar sem hafa birst á síðustu dögum og tökum þær til okkar. Eftir á að hyggja þá hefðum við þurft að halda fundinn fyrr, en foreldrar barna á Flateyri fengu jafnframt bréf í síðustu viku þar sem tilkynnt að halda ætti íbúafund,“ bætir Arna Lára við. 

Aðspurð hvort ákvörðun um sameiningu standi enn segir Arna Lára svo vera: „Já, hún er enn hluti af fjárhagsáætlun þar sem við erum að gera ráð fyrir fjármagni í breytingu á Grunnskóla Önundarfjarðar.“ 

Víðsvegar um land er verið að breyta um fyrirkomulagi á leik- og grunnskólastarfi, með það í huga að bæta samstarf. Arna Lára tekur undir þetta: „Í dag væru skólar byggðir eins nálægt og kostur er, einmitt til að efla samstarfið. En við skiljum vel að Flateyringum þyki vænt um Grænagarð sem er frábært húsnæði.“ 


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31