A A A
  • 1967 - Einar Albert Gunnarsson
  • 1974 - Gunnar Borgþór Sigurðarson
  • 1983 - Sigurður Vigfús Guðmundsson
  • 1989 - Elías Mikael Vagn Siggeirsson
06.12.2016 - 06:39 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Upphaf Vestfirska forlagsins árið 1994

« 1 af 2 »
Hallgrímur Sveinsson á Þingeyri segir svo frá í bókinni  -Frá Bjargtöngum að Djúpi- sem út kom árið 2014 á 20 ára afmæli Vestfirska forlagsins.
Við hjónin bjuggum á Hrafnseyri í Arnarfirði um 40 ára skeið frá 1964-2005 og lögðum þar hönd að verki. Rákum þar sauðfjárbú á eigin vegum. Mest af þeim tíma vorum við með 250 vetrarfóðraðar kindur. Þá sáum við um vörzlu og umhirðu staðarins fyrir hönd Hrafnseyrarnefndar að verulegu leyti í sjálfboðavinnu að eigin vali. Var lögð áhersla á snyrtimennsku og gott viðmót við gesti staðarins og að þeir færu þaðan með góðri tilfinningu fyrir sögustaðnum. Kom þar margt indælis fólk við sögu, bæði í búskapnum og öðrum rekstri. Allt var það gert með ánægju og gleði að leiðarljósi. Skiluðum af okkur staðnum með frið í hjarta. Þá var ég sífellt að kynna Hrafnseyri og reyna að halda uppi nafni og sögu Jóns Sigurðssonar og það sem hann stóð fyrir. Skrifaði meðal annars og birti mörg hundruð blaða- og tímaritsgreina um forsetann, fæðingarstað hans og sögu heimasveitar hans....
Meira
05.12.2016 - 06:45 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson

Bækurnar að vestan: - "Átthagar" - Ísfirðingar margra landa segja frá eftir Herdísi Hübner

« 1 af 3 »
Í þessari bók er lesendum boðið í heimsreisu með viðkomu  á Jamaica, Sri Lanka, El Salvador,  Rússlandi, Þýskalandi, Póllandi, Ungverjalandi, Tælandi og Ástralíu. Jafnframt er lagt í tímaferðalag nokkra áratugi aftur í tímann því hér birtast sögur frá uppvaxtar- og æskuárum níu kvenna á ýmsum aldri í þessum fjarlægu löndum. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa búið á Ísafirði í fjölda ára en að öðru leyti eru þær ólíkar, hafa ólíkan bakgrunn og hver og ein er fulltrúi sjálfrar sín og einskis annars. Á Ísafirði hafa þær unnið margvísleg störf og allar hafa þær lagt mikið af mörkum til lífsins í bænum, auðgað það og eflt með ýmsu móti og eru sannkallaðir máttarstólpar samfélagsins.
Þessi bók er afar gott innlegg í umræðu dagsins.
...
Meira
05.12.2016 - 06:32 | ruv.is,Vestfirska forlagið

Vilja stofna lýðháskóla á Flateyri

Flateyri við Önundarfjörð. Ljósm.: RUV
Flateyri við Önundarfjörð. Ljósm.: RUV

Stefnt er að því að lýðháskóli taki til starfa á Flateyri haustið 2018. Um 20-30 manns vinna nú að undirbúningi skólans sem mun nýta sér mannauð og umhverfi Flateyrar.


Undirbúningur að stofnun lýðháskóla á Flateyri hófst á haustmánuðum, þótt hugmyndin hafi verið lengi „á floti“ segir Runólfur Ágústsson sem er í stýrihópi verkefnisins: „Þessa stundina eru um 20-30 manns að vinna í sjálfboðasarfi að þessari hugmynd og framkvæmd hennar, skilgreina námslínur, sem er búið að gera í grófum dráttum, og hvað staðurinn og umhverfið hefur uppá að bjóða.“

...
Meira
04.12.2016 - 11:57 | Vestfirska forlagið,Fréttatíminn

Af Dýrfirðingum: "Saga afa er saga Kópavogs"

Af Dýrfirðingum: -Saga afa er saga Kópavogs- segir Dýrfirðingurinn Leifur Reynisson, sagnfræðingur.
Af Dýrfirðingum: -Saga afa er saga Kópavogs- segir Dýrfirðingurinn Leifur Reynisson, sagnfræðingur.
« 1 af 5 »
Kópavogur er næst fjölmennasta sveitarfélag landsins, á eftir höfuðborginni. Þar búa nú ríflega 34 þúsund manns og enn stækkar bærinn. Þéttbýlismyndun í bænum á sér hins vegar ekki ýkja langa sögu. Hún hófst á 4. áratug síðustu aldar og kaupstaðarréttindi hlaut Kópavogur ekki fyrr en árið 1955. Þá voru íbúarnir 3783 talsins. Dýrfirðingurinn Leifur Reynisson sagnfræðingur hefur verið að kanna þessa sögu á undanförnum mánuðum og hann speglar hana í gegnum sögu afa síns, Sveins Mósessonar. Leifur hefur nú ritað bókina Landnemar í Kópavogi
„Þessi saga fyrstu áranna í þéttbýlismyndun Kópavogs byggir á minni fjölskyldusögu sem ég hef verið að rannsaka síðustu ár. Sveinn Mósesson úr Dýrafirði, afi minn, var meðal þeirra fyrstu sem byggðu sér hús í Kópavogi þegar þéttbýli tók að myndast þar. Við vorum mjög nánir á sínum tíma þó að langt sé milli kynslóða, hann fæddur 1907 en ég 1971. Ég fékk gamla tímann eiginlega  beint í æð frá honum og held að hann hafi kveikt hjá mér sagnfræðiáhugann. Hann sagði mér til dæmis sögur af Guttóslagnum og þessar sögur heilluðu mig mikið,“ segir Leifur Reynisson....
Meira
04.12.2016 - 07:31 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason

Vinargjöf - Eftir Gunnar M. Magnúss frá Flateyri.

Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu 32 í Reykjavík. Frægasti brottflutti Önfirðingurinn.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu 32 í Reykjavík. Frægasti brottflutti Önfirðingurinn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »

Vinirnir Hans Ellefsen, hvalfangari á Sólbakka og Hannes Hafstein


Nokkrum misserum síðar, þegar Hannes Hafstein var valinn ráðherra, hinn fyrsti á Íslandi, hittust þeir vinirnir í Ellefsenshúsi á Sólbakka.


Ellefsen sagði: - Ég er að fara héðan alfarinn til Austfjarða, þar sem ég er ákveðinn að reisa hvalverksmiðju. Ég sný ekki hingað aftur. Nú afhendi ég  þér þetta hús sem vinargjöf. Það er leikur einn að flytja húsið burt, hvert sem er.


- Þetta get ég ekki þegið að gjöf, svaraði Hannes, - en mikil og vegleg afhending er þetta.

...
Meira
04.12.2016 - 07:20 | Vestfirska forlagið,Alþingi

4. desmber 2016 - 155 ár frá fæðingu Hannesar Hafstein

Hannes Hafstein (1861 - 1922)
Hannes Hafstein (1861 - 1922)
« 1 af 2 »

Hannes Hafstein (Hannes Þórður)


Fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 4. des. 1861, d. 13. des. 1922.


For.: Pétur Havstein (f. 17. febr. 1812, d. 24. júní 1875) alþm. og amtmaður þar og 3. k. h. Kristjana Gunnarsdóttir Havstein (f. 20. sept. 1836, d. 24. febr. 1927) húsmóðir. K. (15. okt. 1889) Ragnheiður Stefánsdóttir Hafstein (f. 3. apríl 1871, d. 18. júlí 1913) húsmóðir. For.: Stefán Thordersen alþm. og k. h. Sigríður Ólafsdóttir Stephensen, sem áður var 2. kona Péturs föður Hannesar. Börn: Sigurður (1891), Kristjana (1892), Ástríður (1893), Þórunn (1895), Sigríður (1896), Sofía Lára (1899), Elín Jóhanna Guðrún (1900), Ragnheiður (1903), Kristjana (1911), Sigurður Tryggvi (1913).
      Stúdentspróf Lsk. 1880. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1886.
      Settur sýslumaður í Dalasýslu 1886, sat að Staðarfelli. Málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1887. Sinnti síðan lögfræðistörfum um hríð. Landshöfðingjaritari frá 1889 og jafnframt að nýju málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1890—1893. Sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1896—1904. Skip. 31. jan. 1904 ráðherra Íslands frá 1. febr. að telja, lausn 31. mars 1909. Bankastjóri við Íslandsbanka 1909—1912. Skip. 24. júlí 1912 ráðherra Íslands að nýju frá 25. júlí, lausn 21. júlí 1914. Varð aftur bankastjóri við Íslandsbanka 1914 og gegndi því starfi til 1917, er hann varð að láta af því vegna vanheilsu.

...
Meira
04.12.2016 - 06:52 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Sigurður J. Ólafsson

Sigurður J. Ólafgsson (1916 - 1993)
Sigurður J. Ólafgsson (1916 - 1993)
Sigurður J. Ólafsson fæddist í Reykjavík 4. desember 1916, sonur Ólafs Jónatanssonar frá Kolbeinsstöðum, verkamanns í Reykjavík, og Þuríðar Jónsdóttur frá Elliða í Staðarsveit.

Albræður Sigurðar voru Erling söngvari og Jónatan, píanóleikari og tónskáld, en hálfsystkini hans voru Sigmundur Halldórsson, arkitekt og byggingafulltrúi; Guðmundur Halldórsson forstjóri; Sigurborg Halldórsdóttir húsfreyja og Jóhanna Halldórsdóttir, húsfreyja á Eiðhúsum í Miklaholtshreppi.


Eiginkona Sigurðar var Inga Valfríður Einarsdóttir, sjúkraliði frá Miðdal, systir Guðmundar listamanns, föður Errós, Ara Trausta og Egils arkitekts, en börn Sigurðar og Ingu Valfríðar: Valgerður meinatæknir sem er látin; Erling tamningamaður; Ævar bílamálari; Þuríður, söngkona og myndlistarmaður, Gunnþór, lengi hjá Sjónvarpinu, en dóttir Sigurðar frá því áður er Elsa húsfreyja.

...
Meira
03.12.2016 - 11:13 | Vestfirska forlagið,Blaðið - Vestfirðir

Sjómannsfjölskylda hleypir heimdraganum

Leifur Reynisson.
Leifur Reynisson.
« 1 af 2 »
Elsku systir mín! Innilega óska ég þér gleðilegs sumars. Nú er úti ungmennaskólinn hjá okkur og hefir mér liðið mjög vel þessa tvo vetur sem ég hef verið í honum. Ég veit ekki hvar ég verð í sumar en í vor verð ég á skipi frá Þingeyri. Það biður allt að heilsa þér í kotinu. Okkur líður öllum vel. Vertu blessuð og sæl Maja mín og guð styrki þig í öllu góðu.“ Svo segir í póstkorti sem Finnjón Mósesson sendi Maríu systur sinni vorið 1917 en hann hafði þá ný- lokið námi við Núpsskóla í Dýrafirði.

Mikil umskipti áttu sér stað í íslensku samfélagi þegar Finnjón stóð á þessum tímamótum í lífi sínu. Gamla sveitasamfélagið var að líða undir lok með sínum dreifðu byggðum og frumstæða atvinnulífi. Þéttbýli óx fiskur um hrygg, menntun og menning efldust og atvinnuhættir urðu fjölbreyttari og tæknivæddari. Ég hef í síðustu tveimur blöðum gert eilitla grein fyrir námi Finnjóns við Núpsskóla en í þessari grein mun ég segja nánar frá fjölskyldu hans en saga hennar varpar nokkru ljósi á þær þjóðfélagshræringar sem áttu sér stað á þessum árum....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31