Upphaf Vestfirska forlagsins árið 1994
Við hjónin bjuggum á Hrafnseyri í Arnarfirði um 40 ára skeið frá 1964-2005 og lögðum þar hönd að verki. Rákum þar sauðfjárbú á eigin vegum. Mest af þeim tíma vorum við með 250 vetrarfóðraðar kindur. Þá sáum við um vörzlu og umhirðu staðarins fyrir hönd Hrafnseyrarnefndar að verulegu leyti í sjálfboðavinnu að eigin vali. Var lögð áhersla á snyrtimennsku og gott viðmót við gesti staðarins og að þeir færu þaðan með góðri tilfinningu fyrir sögustaðnum. Kom þar margt indælis fólk við sögu, bæði í búskapnum og öðrum rekstri. Allt var það gert með ánægju og gleði að leiðarljósi. Skiluðum af okkur staðnum með frið í hjarta. Þá var ég sífellt að kynna Hrafnseyri og reyna að halda uppi nafni og sögu Jóns Sigurðssonar og það sem hann stóð fyrir. Skrifaði meðal annars og birti mörg hundruð blaða- og tímaritsgreina um forsetann, fæðingarstað hans og sögu heimasveitar hans....
Meira