12.12.2016 - 07:04 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið
Skúli Magnússon (1711 - 1794)
Skúli Magnússon landfógeti fæddist að Keldunesi í Kelduhverfi, N-Þing., 12. desember 1711. Foreldrar hans voru Magnús Einarsson, prestur á Húsavík, og k.h., Oddný Jónsdóttir húsfreyja.
Kona Skúla var Steinunn Björnsdóttir en meðal barna þeirra voru Jón aðstoðarlandfógeti og Rannveig, kona Bjarna Pálssonar landlæknis.
Skúli hóf skólanám hjá Þorleifi Skaftasyni, prófasti í Múla í Aðaldal, 1727. Faðir Skúla drukknaði 1728 en móðir hans giftist þá Þorleifi sem útskrifaði Skúla með stúdentspróf. Hann stundaði nám við Hafnarháskóla í tvö ár án þess að ljúka prófi, sneri aftur til Íslands 1734, varð sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu og landskrifari fyrir Odd Magnússon, var skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1737 og bjó þá lengst af á Stóru-Ökrum. Skúli hafði forsjá Hólastóls 1739-46, lenti þá í útstöðum við Bjarna Halldórsson, sýslumann á Þingeyrum, sem samdi úttekt staðarins og kærði Skúla fyrir vanskil. Á endanum var Skúli þó hreinsaður af sök.
...
Meira