A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
30.11.2016 - 20:36 | bb.is,Vestfirska forlagið

Póstmál í ólestri á Þingeyri

Þingeyri við Dýrafjörð.
Þingeyri við Dýrafjörð.
Ásgerður Soffía Nönnudóttir, íbúi á Þingeyri, segist vera búin að fá nóg af lélegri póstþjónustu Íslandspósts á Þingeyri. Frá því er greint á vef DV. Pósthúsinu á Þingeyri var lokað fyrir tveimur árum og þjónustan flutt til Ísafjarðar. Pósturinn er nú flokkaður á Ísafirði og starfsmaður Íslandspóst keyrir með póstinn til Þingeyrar. 
Soffía segir póstmálin vera í miklum ólestri og hún ætli framvegis að sækja póstinn sinn sjálf, á undanförnum mánuðum hafa þrír pakkar til hennar týnst, þar af ein skírnargjöf, og hending sé ef bréfpóstur berst á rétt heimilisfang. 

„Til að byrja með gekk þetta ágætlega en síðan öflugur starfsmaður hætti í sumar þá hefur þjónustan verið í fullkomnum ólestri. Starfsmannaveltan hefur verið gríðarleg og ég held að fimmti einstaklingurinn sé að sinna þessu verkefni núna,“ segir Soffía í samtali við DV. 

Hún segir pakka sem hún hefur pantað á netinu hafa skilað sér til Þingeyrar samkvæmt skráningarkerfi póstsins en þeir hafi ekki borist: „Ég panta reglulega frá Ali Express og á undanförnum mánuðum hafa þrír pakkar ekki skilað sér. Í kerfi póstsins er aftur á móti skráð að pakkarnir hafi skilað sér til Þingeyrar en þeir bárust aldrei. Sá síðasti á að hafa borist til Þingeyrar 10. nóvember en ég hef ekki séð tangur né tetur af honum.“ Og bætir við að þegar hún hafi haft samband við Íslandspóst var henni tjáð að þrjá mánuði tæki að hafa upp á pakkanum. 

Þá fari bréfpóstur, sem oft inniheldur viðkvæmar persónuupplýsingar einnig á flakk, og í heilan mánuð í haust hafi enginn bréfpóstur borist á heimili hennar. „Áttræður nágranni minn, sem býr tveim götum frá mér, hefur þrívegis komið með bréf sem áttu að berast mér. Það er ljóst að við í fjölskyldunni fáum aðeins brot af þeim persónulega pósti sem okkur á að berast. Í þessum pósti eru viðkvæmar persónuupplýsingar, eins og bankayfirlit og annað, sem maður kærir sig kannski ekki um að fari út um allt,“ segir Soffía. 

Annar Þingeyringur, Jón Reynir Sigurðsson, hefur lent í því að pakkar til hans fari á Flateyri í stað Þingeyrar og þegar hann hafi beðið um að fá pakkann sendan á Þingeyri þegar mistökin voru ljós var ekki hægt að verða við því: „Ég fékk bara fylgibréfið en sjálfur pakkinn fór til Flateyrar. Ég bað Íslandspóst um að redda þessu í hvelli, enda kostnaður og óþægindi sem fylgdu þessu fyrir mig og ekki við mig að sakast þótt starfsfólk Íslandspósts þekki ekki muninn á Þingeyri eða Flateyri. En það var ekki hægt að verða við því.“ 



Hjá Íslandspósti fengust þau svör að nýr starfsmaður sæi um póstútburð á Þingeyri, sem hafi verið að læra inn á starfið. Búið sé að fara yfir vinnuferlið og fylgst verði náið með málinu í framhaldinu. Þá segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, að fyrirtækið taki skyldur sínar mjög alvarlega og vilji koma í veg fyrir að mál af þessu tagi komi upp. 
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31