A A A
  • 1967 - Einar Albert Gunnarsson
  • 1974 - Gunnar Borgþór Sigurðarson
  • 1983 - Sigurður Vigfús Guðmundsson
  • 1989 - Elías Mikael Vagn Siggeirsson
22.11.2016 - 09:31 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Afmælissamtalið: - Það komu bara þrír harmonikukarlar með Póstarann í fararbroddi

Afmælisbarnið Magnús Helgi situr hér við prjónaskapinn á Tjörn sem er eins og hvert annað hótel. Magnús er yfirleitt alltaf hress og kátur eins og myndin ber með sér. Hann fer stundum með græskulausar gamansögur sem gefa lífinu ákveðið gildi. Ljósm.: H. S.
Afmælisbarnið Magnús Helgi situr hér við prjónaskapinn á Tjörn sem er eins og hvert annað hótel. Magnús er yfirleitt alltaf hress og kátur eins og myndin ber með sér. Hann fer stundum með græskulausar gamansögur sem gefa lífinu ákveðið gildi. Ljósm.: H. S.

Magnús Helgi Guðmundsson frá Brekku, bocciakappi og upphafsmaður þeirrar íþróttar í Dýrafirði, átti afmæli í gær, 21. nóv. 2016 Hann er fæddur 1950. 


-Hvernig var katöfluuppskeran hjá þér í sumar?
-Sprettan var góð og heilmikil uppskera hjá mér.


-Hvað er að frétta af Hótel Tjörn?
-Allt gott að frétta þaðan. Það hafa það allir mjög gott á því hóteli. Fínn matur og allt.


-Hvernig gengur að prjóna þessa dagana?
-Ég verð að passa mig á að prjóna ekki of mikið yfir daginn nema hreyfa mig. Annars fæ ég í axlirnar og  bakið. Garnið er dýrt, en ég hef ekki selt neitt teppi alveg nýlega.


-Hvernig gekk afmælismótið í fyrradag?

...
Meira
22.11.2016 - 08:08 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Bóndi má muna fífil sinn fegri - Svarta gengið ****½ (fjórar og hálf stjarna)

Kári G. Schram og Þorbjörn Pétursson.
Kári G. Schram og Þorbjörn Pétursson.
Heimildarmyndin Svarta gengið eftir Kára G. Schram var frumsýnd í Bíó Paradís fyrir skemmstu. Hún gerir hrífandi sögu Þorbjörns Péturssonar, fjárbónda og einsetumanns á Ósi í Arnarfirði, góð skil. Þegar heilsu hans tók að hraka mjög árið 2010 varð hann sárneyddur að bregða búi og fella allt sitt fé. Meðal fjárins var séralinn, kollóttur og fagur hópur sem Þorbjörn kallaði Svarta gengið. Hver skepna var gædd sínum persónuleika og bar fullt traust til eiganda síns sem á móti var sérlega elskur að bústofni sínum. Þegar til kastanna kom var þorri fjárins á Ósi fluttur í sláturhús en Þorbjörn afréð að jarðsetja mállausu ástvini sína í Svarta genginu heima við ósinn og reisa þeim einstakan minnisvarða. Jafnframt sótti hann um leyfi yfirvalda til að fá að hvíla við hlið þeirra eftir sinn dag....
Meira
21.11.2016 - 21:50 | Vestfirska forlagið,Verkalýðsfélag Vestfirðinga

Aukaaðalfundur Verk Vest 7. desember 2016

Eins og kom fram í frétt hér á vef félagsins var samþykkt á framhaldsþingi Alþýðusambands Vestfjarða að sambandið rinni inn í Verkalýðsfélag Vestfirðinga. Til þess að svo geti orðið þarf að halda aukaaðalfund félagsins þar sem bornar verða upp tillögur um laga og reglugerðarbreytingar varðandi samrunann.


Aukaaðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn miðvikudaginn 7. desember 2016 kl.18.00 á Hótel Ísafirði.


Dagskrá:

...
Meira
21.11.2016 - 06:34 | Vestfirska forlagið,Leifur Reynisson,Blaðið - Vestfirðir

Skemmtiganga á suðurleið

Finnjón Mósesson.
Finnjón Mósesson.
« 1 af 2 »
„Það var 24. október að ég lagði af stað heiman frá mér til Reykjavíkur. Klukkan eitt um morguninn lagði ég af stað frá heimili mínu Sjónarhól í Dýrafirði. Bærinn er í miðri sveit norðantil við fjörðinn. Þegar ég kom að bæ þeim er heitir Lækjarás fékk ég mig fluttan yfir fjörðinn. Veðrið var gott og fagurt, ofurlitla morgungolu lagði niður dalinn. Þegar komið var á miðjan fjörðinn sáum við skipið „Gullfoss“ sem ég ætlaði með koma inn fjörðinn.“

Þannig fórust Finnjóni Mósessyni orð í stílæfingu þegar hann var nemandi í Núpsskóla á árunum 1915-1917. Ég held nú áfram að vísa í skrif hans en í síðasta blaði greindi ég lauslega frá bakgrunni Finnjóns og skólahaldi á Núpi í grein minni „Söngstund á Mýrafelli“ en hún byggist að mestu leyti á skólaritgerð sem hann skrifaði við sama skóla. Skólastíll Finnjóns sem hér er til umfjöllunar segir frá ferð hans suður til Reykjavíkur með Gullfossi en á þessum árum voru siglingar eina raunhæfa leiðin þegar ferðast var landshorna á milli.

...
Meira
20.11.2016 - 07:32 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Gaman og alvara í skammdeginu: - Bókaútgáfa á hjara veraldar

Það var þessi glæsilega bók sem fór út í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu án strikamerkis.  En það er önnur saga að söguhetjur hennar eru eftirminnilegt dæmi um það hvernig  fólk af ýmsum þjóðernum getur lifað saman í sátt og samlyndi. Og bætt hvort annað upp. Afar gott innlegg í umræðu dagsins. Og selst eins og heitar lummur. Strikamerkið er líka svo flott!
Það var þessi glæsilega bók sem fór út í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu án strikamerkis. En það er önnur saga að söguhetjur hennar eru eftirminnilegt dæmi um það hvernig fólk af ýmsum þjóðernum getur lifað saman í sátt og samlyndi. Og bætt hvort annað upp. Afar gott innlegg í umræðu dagsins. Og selst eins og heitar lummur. Strikamerkið er líka svo flott!

Það er ýmislegt sem mönnum dettur í hug nú til dags. Til dæmis að starfrækja bókaforlag á hjara veraldar. Vestfirska forlagið er eitt slíkt, en það hefur gefið út á fjórða hundrað bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. Auk þess nokkrar bækur sem teljast til annarra fjórðunga. Það sem gerir þetta mögulegt er auðvitað Internetið. Og hinir mörgu sem leggja hönd á þennan plóg. Og endalaus bjartsýni og áhugi. Og svo geta sumir ekki hætt frekar en sumir!


   Hitt er annað mál, að þetta er eins og hver önnur klikkun miðað við þau ótal vandamál sem upp koma með jöfnu millibili í slíkri útgáfu svona fjarri aðal markaðnum. Vandamál sem bókaútgefendur í Reykjavík til dæmis þekkja ekki nema af afspurn.
Smádæmi um það í núverandi jólabókaflóði var um daginn þegar ein af hinum glæsilegu nýju bókum forlagsins fór úr prentsmiðju og var dreift án strikamerkis! Allir sjá að slíkt veldur miklum vandræðum og er eiginlega vonlaust. Það er mörgum sinnum verra að ráða bót á slíkum uppákomum hér fyrir vestan en í höfuðborginni. Gárungarnir segja reyndar að vegna þess að forlagsstjórinn sé bæði gáfaður, vel gefinn og duglegur (manni svelgist nú bara á!) þá reddaðist þetta eins og annað.
Ma – ma – ma - ma mundi Ragnar vinur okkar sennilega segja.

...
Meira
19.11.2016 - 08:44 | Vestfirska forlagið,Safnahúsið á Ísafirði,bb.is

Bókaspjall á Bókasafni Ísafjarðar 19. nóv. 2016

Vestfirska forlagið gefur bókina út.
Vestfirska forlagið gefur bókina út.
« 1 af 2 »

Laugardaginn 19. nóvember 2016 kl 14:00 verður annað bókaspjall haustins á Bókasafni Ísafjarðar. Að þessu sinni verður dagskráin í höndum tveggja kvenna úr Önundarfirði. 


Flateyri - þorp verður til 
Jóhanna G. Kristjánsdóttir er um þessar mundir að gefa út fyrstu bókina í ritröð sem hún kallar Þorp verður til á Flateyri. Efniviðurinn er sendibréf rituð á Flateyri um aldamótin 1900 sem Jóhanna hefur verið að kynna sér og mun hún segja okkur frá bókinni og aðdragandanum að tilurð hennar. Til sýnis í salnum verða sýningaspjöld sem hönnuð voru af Nínu Ivanovu í tengslum við útgáfuna. Jóhanna G. Kristjánsdóttir fæddist á Flateyri og ólst þar upp. Eftir nám og störf, erlendis og í Reykjavík fluttist hún vestur til Flateyrar 1991 og hefur hún verið búsett hér síðan. 
Vestfirska forlagið gefur bókina út.


Uppáhaldsbækurnar 
Önfirski Bolvíkingurinn Halla Signý Kristjánsdóttir mun fjalla um bækur sem skipa sérstakan sess í huga hennar. Halla Signý er fjármála- og skrifstofustjóri Bolungarvíkurkaupstaðar en sleit gúmmískónum á Ingjaldssandi. 

...
Meira
19.11.2016 - 08:10 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Hátíð Bókmenntafélagsins í dag - 19. nóv. 2016

Ísfirðingurinn Jón Sigurðsson, forseti Hins íslenska bókmenntafélags.
Ísfirðingurinn Jón Sigurðsson, forseti Hins íslenska bókmenntafélags.
« 1 af 2 »
Hið íslenska bókmennafélag fagnar því í ár að tvö hundruð ár eru liðin frá stofnun félagsins og á þeim tíma hefur félagið staðið fyrir fjölbreytilegri starfsemi, ekki síst veglegu útgáfustarfi. Í tilefni afmælisins verður efnt til hátíðarsamkomu í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardaginn 19. nóvember 2016, klukkan 14.

Á dagskrá hátíðarinnar, sem Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, stýrir, eru meðal annars ávörp Jóns Sigurðssonar, forseta Hins íslenska bókmenntafélags, og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Kristinn Sigmundsson söngvari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja valin sönglög frá stofnári félagsins, 1816, eftir Beethoven, Schubert og Rossini, og þá er undir yfirskriftinni Svipþyrping sækir þing brugðið upp svipmyndum af helstu forvígismönnum í 200 ára sögu bókmenntafélagsins. 

...
Meira
Þingeyri við Dýrafjörð.
Þingeyri við Dýrafjörð.
Í vikunni bárust þær fréttir að Ríkisstjórn Íslands hefði samþykkt að veita fé í til uppbyggingar á þjónustumiðstöð á Þingeyri. En um er að ræða þróunarverkefni um samfélagsmiðstöð eða þjónustukjarna, sem verið hefur í bígerð frá því um mitt ár 2015. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir hugmyndina þá að í miðstöðinni geti íbúar og gestir á Þingeyri sótt sér aðstoð og þjónustu í ýmsum daglegum verkefnum, svo sem aðstoð í rafrænum samskiptum á opinberum netsíðum, útprentunarþjónustu og skammtímavinnuaðstöðu. Einnig geti fólk átt þarna stað til að koma saman og hittast og er þjónustunni ætlað að þróast í samræmi við þarfir og notkun íbúanna. ...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31