Afmælissamtalið: - Það komu bara þrír harmonikukarlar með Póstarann í fararbroddi
Magnús Helgi Guðmundsson frá Brekku, bocciakappi og upphafsmaður þeirrar íþróttar í Dýrafirði, átti afmæli í gær, 21. nóv. 2016 Hann er fæddur 1950.
-Hvernig var katöfluuppskeran hjá þér í sumar?
-Sprettan var góð og heilmikil uppskera hjá mér.
-Hvað er að frétta af Hótel Tjörn?
-Allt gott að frétta þaðan. Það hafa það allir mjög gott á því hóteli. Fínn matur og allt.
-Hvernig gengur að prjóna þessa dagana?
-Ég verð að passa mig á að prjóna ekki of mikið yfir daginn nema hreyfa mig. Annars fæ ég í axlirnar og bakið. Garnið er dýrt, en ég hef ekki selt neitt teppi alveg nýlega.
-Hvernig gekk afmælismótið í fyrradag?
...Meira