A A A
  • 1952 - Þórir Örn Guðmundsson
  • 1969 - Alda Agnes Gylfadóttir
  • 1979 - Þórey Sjöfn Sigurðardóttir
Hallgrímur Sveinsson, forleggjari
Hallgrímur Sveinsson, forleggjari
Vestfirska forlagið gaf út tíu bókatitla á nýliðnu ári undir samheitinu Bækurnar að vestan. Hallgrímur Sveinsson, forleggjari segir að ekki sé annað sjáanlegt en að nokkuð jöfn og góð sala hafi verið í þeim, að vanda. Klassískar bækur forlagsins eins og Frá Bjargtöngum að Djúpi og 99 vestfirskar þjóðsögur seljist alltaf vel, en þeir bókaflokkar hafa komið út í mörg ár. Hallgrímur segir að vísu ekki öll kurl komin til grafar í bókasölu ársins 2009, þar sem uppgjör taki alltaf nokkurn tíma og vestfirsku bækurnar hafi mikla dreifingu. Þær séu seldar í bókaverslunum um land allt og í nokkrum stórmörkuðum að auki......
Meira
05.01.2010 - 22:46 | BB.is

Nítján milljónir í framkvæmdir

Frá afmæli Skrúðs
Frá afmæli Skrúðs
Rúmar 19 milljónir fóru í viðburði og framkvæmdir skrúðgarðsins Skrúðs í Dýrafirði á síðasta ári. Þar má helst nefna veglega hátíðardagskrá í Skrúði í ágúst þar sem haldið var upp á 100 ára vígsluafmæli garðsins en sá sögulegi viðburður varð þann 7. ágúst árið 1909. Kostnaður við afmælið var tæp milljón. Einnig hefur verið unnið að miklum endurbótum og nýframkvæmdum við og í umhverfi garðsins. Kostnaðarmesti liðurinn voru lagning bílastæðis og vegar en því næst kom hönnun, eftirlit, teikningar og ráðgjöf sem hljóðaði upp á tæpar fjórar milljónir. Stofnkostnaður við uppsetningu rafmagns í garðinum var 1,5 milljón......
Meira
04.01.2010 - 01:18 | JÓH

Krista komin aftur til starfa á Þingeyri

Frá starfi Tónlistaskólans á Þingeyri. Mynd frá bb.is
Frá starfi Tónlistaskólans á Þingeyri. Mynd frá bb.is
Eistneski tónlistarkennarinn Krista Sildoja, sem verið hefur í námsleyfi síðustu mánuði, er nú aftur komin til Þingeyrar og byrjar að kenna á næstu dögum. Innritun í tónlistarkennsluna fer fram í húsnæði Tónlistarskólans í Félagsheimilinu á Þingeyri þriðjudaginn 5.janúar kl. 15-18.
Nemendur sem voru á haustönn þurfa að endurnýja skólavist sína, nemendur frá í fyrra þurfa einnig að endurnýja sínar umsóknir og svo verður pláss fyrir einhverja nýja nemendur, sem vilja hefja nám. Allir nemendur þurfa að koma með stundatöflur sínar úr öðrum skólum eða upplýsingar um hvenær þeir eru lausir, s.s. vegna íþrótta......
Meira
02.01.2010 - 19:16 | Tilkynning

Þrettándagleði

Hefð er fyrir því að börnin gangi grímuklædd í hús á þrettándanum og syngi í skiptum fyrir sælgæti.  Mynd: Nanna Björk
Hefð er fyrir því að börnin gangi grímuklædd í hús á þrettándanum og syngi í skiptum fyrir sælgæti. Mynd: Nanna Björk
Miðvikudaginn 6. janúar munu Björgunarsveitin Dýri og Íþróttafélagið Höfrungur standa sameiginlega að þrettándagleði.
Mæting er kl. 17 innst á Brekkugötunni (rétt fyrir neðan Dýrhól) og kl. 17:15 hefst skrúðganga. Kyndlar verða seldir á vægu verði. Gengið verður út Brekkugötu, út Aðalstræti, niður Vallargötu og endað á Víkingasvæðinu þar sem verður kveiktur varðeldur og sungið. Fjörinu lýkur svo með stórkostlegri flugeldasýningu í boði Sparisjóðsins, Fiskvinnslunnar Vísis og Brautarinnar sf.
Mætum öll hress og kát, og klædd eftir veðri!

31.12.2009 - 14:18 | JÓH

Gleðilegt ár 2010

Áramótabrenna. Mynd frá bb.is
Áramótabrenna. Mynd frá bb.is
Veður er eins og best verður á kosið fyrir áramótabrennu á Þingeyri í kvöld. Brennan verður á sínum stað á eyrarodda og verður kveikt í brennunni kl. 20:20.  Veitingahornið opnar svo um miðnætti.

Minni jafnframt á nýjar myndir á síðu Davíðs Davíðssonar en hann hefur verið iðinn við að taka jólamyndir úr firðinum fagra.

Bestu nýársóskir!
Kamilla Sigmundsdóttir, næstelsti íbúinn á Tjörn, kom dansandi fram.
Kamilla Sigmundsdóttir, næstelsti íbúinn á Tjörn, kom dansandi fram.
« 1 af 2 »
Fjölmenni var á Tjörn þann 14.desember þegar eldri borgarar úr félagsstarfinu héldu upp á „Litlu jólin" með íbúum dvalarheimilisins. Camilla Sigmundsdóttir, sem er næstelsti íbúinn á Tjörn, kom dansandi fram við undirspil Harmonikkukarlanna og Lóu. Boðið var upp á heitt súkkulaði og meðlæti og höfðu allir gaman af.
Fleiri myndir er að finna í albúminu en myndirnar tók Ásta Kristinsdóttir.
30.12.2009 - 22:13 | BB.is

Dýrfirðingum fjölgar ört

Nýburi. Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti.
Nýburi. Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti.
Á árinu sem er að kveðja hafa fæðst níu börn á Þingeyri, sem er mikil fjölgun í rúmlega 400 manna bæ. Þrjú barnanna eru börn aðfluttra foreldra og eitt hefur þegar flutt í burtu, en eftir standa átta glænýir Dýrfirðingar. Þessi fjölgun er enn athyglisverðari þegar haft er í huga að á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði, sem þjónar öllu svæðinu á norðanverðum Vestfjörðum, fæddust fimmtíu og fjögur börn á árinu og eru því Dýrfirðingar síst eftirbátar annarra Vestfirðinga í mannfjölguninni.

*Þess má til gamans geta að myndir af nýjum Dýrfirðingum er að finna hér á síðunni undir Dýrfirðingurinn > Smáfólkið
29.12.2009 - 19:18 | JÓH

„Sigurinn er alltaf sætastur“

Laufey Björk Sigmundsdóttir ásamt sambýlismanni sínum, Emil Gunnarssyni.
Laufey Björk Sigmundsdóttir ásamt sambýlismanni sínum, Emil Gunnarssyni.
Dýrfirðingurinn Laufey Björk Sigmundsdóttir var nýverið valin blakkona ársins 2009 af Blaksambandi Íslands ásamt því að vera valin blakkona ársins í Kópavogsbæ en Laufey hefur spilað með HK frá árinu 2005. HK urðu þrefaldir meistarar í blaki í ár, unnu deildar- , bikar- og Íslandsmeistaratitilinn og Laufey var meðal stigahæstu leikmanna liðsins í vor. Hún var einnig í A landsliði kvenna í strandblaki sem keppti á Smáþjóðaleikunum á Kýpur í sumar. Liðið hafnaði í 5. sæti; unnu Andorra, töpuðu naumlega fyrir Liechtenstein og voru hársbreidd frá því að komast í undanúrslit.
Kjöri á íþróttamanni ársins 2009 verður lýst í beinni útsendingu á RÚV 5.janúar 2010 og þó Laufey segi engar líkur vera á að hún birtist í sjónvarpinu þá féllst hún á að segja Þingeyrarvefnum frá blakinu og hvað þarf til að ná árangri í íþróttinni.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31