07.01.2010 - 23:02 | BB.is
Jöfn og góð sala hjá Vestfirska forlaginu
Vestfirska forlagið gaf út tíu bókatitla á nýliðnu ári undir samheitinu Bækurnar að vestan. Hallgrímur Sveinsson, forleggjari segir að ekki sé annað sjáanlegt en að nokkuð jöfn og góð sala hafi verið í þeim, að vanda. Klassískar bækur forlagsins eins og Frá Bjargtöngum að Djúpi og 99 vestfirskar þjóðsögur seljist alltaf vel, en þeir bókaflokkar hafa komið út í mörg ár. Hallgrímur segir að vísu ekki öll kurl komin til grafar í bókasölu ársins 2009, þar sem uppgjör taki alltaf nokkurn tíma og vestfirsku bækurnar hafi mikla dreifingu. Þær séu seldar í bókaverslunum um land allt og í nokkrum stórmörkuðum að auki......
Meira
Meira