Minnum á jólaball og jólamót
Jólamót Höfrungs verður haldið 29. desember í Íþróttahúsinu á Þingeyri. Mótið hefst kl. 16:00 og stendur eins lengi og til þarf. Leikið verður í 8 mínútur og verða 4 leikmenn inná, heimilt er að hafa 1 skiptimann. Skráning fer fram í síma 8688583 (Helgi) og er þátttökugjald 500 kr. á mann.
Gleðileg jól
Við hjá Þingeyrarvefnum óskum öllum Dýrfirðingum nær og fjær gleðilegra jóla með von um farsælt komandi ár. Við þökkum kærlega fyrir þær frábæru viðtökur sem nýi vefurinn hefur fengið og er gaman að segja frá því að yfir 9000 manns hafa heimsótt vefinn síðan hann opnaði 17. nóvember 2009. Hafið það sem allra best um hátíðirnar kæru Dýrfirðingar!
Bestu jólakveðjur úr jólasnjónum á Þingeyri
Jólagetraun Vestfirska forlagsins
1. Árni Jónsson rak um áratugaskeið eitt stærsta og farsælasta fyrirtæki á Íslandi, Ásgeirsverslun á Ísafirði. Þegar hann féll frá 1919 var sagt frá því í örfáum línum í Morgunblaðinu en hvergi annars staðar. Í hvaða nýrri bók að vestan er sagt ítarlega frá þessum áhrifamikla manni?
2. Hvaða prestur er aðalsöguhetjan í vestfirsku þjóðsögunum og hvar býr hann?
3. Hvað heitir bókin hans Gunnlaugs Júlíussonar ofurhlaupara og hver fær 300 krónur af hverju seldu eintaki?
4. Hemmi Gunn tók saman Þjóðsögur og gamanmál að vestan, úrval af vestfirskri fyndni. Úr hvaða firði fyrir vestan er Hemmi Gunn ættaður?...
...Meira
Jólaball Höfrungs 27.desember
Jólakveðjur. Íþróttafélagið HÖFRUNGUR
Dýrfirsk veisla styrkt af NMÍ
Meira
Vestfirsku þjóðsögurnar komnar út
Kápuna að þessu sinni prýða tveir landsþekktir klerkar. Eru það þeir síra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði, en hann kemur oftast við sögu í þjóðsögunum vestfirsku og síra Lárus Þ. Guðmundsson, fyrrum sóknarprestur í Holti í Önundarfirði í hlutverki smyrjara á togara. Var það áður en hann klæddist prestshempunni."
Ný bók frá Vestfirska forlaginu
Erla Hafliðadóttir:
Svartfugl og svartfuglsegg....
Meira