A A A
  • 1952 - Þórir Örn Guðmundsson
  • 1969 - Alda Agnes Gylfadóttir
  • 1979 - Þórey Sjöfn Sigurðardóttir
29.12.2009 - 18:54 | JÓH

Vetrarsólstöður

Séð frá Gemlufalli
Séð frá Gemlufalli
« 1 af 2 »
Ástey Gunnarsdóttir á Gemlufalli sendi Þingeyrarvefnum meðfylgjandi myndir af vetrarsólstöðum.
26.12.2009 - 22:03 | JÓH

Minnum á jólaball og jólamót

Höfrungur minnir á jólaball sem verður haldið 27. desember í Félagsheimilinu á Þingeyri og hefst klukkan 16.00. Húsið opnar klukkan 15.30. Jólasveinar munu kíkja í heimsókn, og boðið verður upp á heitt súkkulaði og kökur.

Jólamót Höfrungs verður haldið 29. desember í Íþróttahúsinu á Þingeyri. Mótið hefst kl. 16:00 og stendur eins lengi og til þarf. Leikið verður í 8 mínútur og verða 4 leikmenn inná, heimilt er að hafa 1 skiptimann. Skráning fer fram í síma 8688583 (Helgi) og er þátttökugjald 500 kr. á mann.

24.12.2009 - 14:10 | JÓH

Gleðileg jól

Frá tendrun jólaljósa á Þingeyri. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson.
Frá tendrun jólaljósa á Þingeyri. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson.

Við hjá Þingeyrarvefnum óskum öllum Dýrfirðingum nær og fjær gleðilegra jóla með von um farsælt komandi ár. Við þökkum kærlega fyrir þær frábæru viðtökur sem nýi vefurinn hefur fengið og er gaman að segja frá því að yfir 9000 manns hafa heimsótt vefinn síðan hann opnaði 17. nóvember 2009. Hafið það sem allra best um hátíðirnar kæru Dýrfirðingar!

Bestu jólakveðjur úr jólasnjónum á Þingeyri

20.12.2009 - 22:04 | Tilkynning

Jólagetraun Vestfirska forlagsins

Sendið svör á jons@snerpa.is. Smellið á myndina til að stækka.
Sendið svör á jons@snerpa.is. Smellið á myndina til að stækka.
Vestfirska forlagið stendur fyrir jólagetraun þessa dagana. Svarið þessum 10 spurningunum hér fyrir neðan, og sendið á jons@snerpa.is fyrir áramót. Dregið verður úr réttum lausnum og fá 10 heppnir svarendur glaðning sendan heim (5.000 kr. í peningum) á nýja árinu. Gamli hreppstjórinn mun annast útdrátt.

1. Árni Jónsson rak um áratugaskeið eitt stærsta og farsælasta fyrirtæki á Íslandi, Ásgeirsverslun á Ísafirði. Þegar hann féll frá 1919 var sagt frá því í örfáum línum í Morgunblaðinu en hvergi annars staðar. Í hvaða nýrri bók að vestan er sagt ítarlega frá þessum áhrifamikla manni?


2. Hvaða prestur er aðalsöguhetjan í vestfirsku þjóðsögunum og hvar býr hann?


3. Hvað heitir bókin hans Gunnlaugs Júlíussonar ofurhlaupara og hver fær 300 krónur af hverju seldu eintaki?


4. Hemmi Gunn tók saman Þjóðsögur og gamanmál að vestan, úrval af vestfirskri fyndni. Úr hvaða firði fyrir vestan er Hemmi Gunn ættaður?...

...
Meira
18.12.2009 - 07:39 | Tilkynning

Jólaball Höfrungs 27.desember

Frá jólaballi 2007
Frá jólaballi 2007
Íþróttafélagið Höfrungur óskar eftir sjálfboðaliðum varðandi skreytingu og vinnu tengda jólaballinu 27. des. n.k. Hafir þú áhuga vinsamlega hafðu samband við Sigm F.Þ. í síma 863-4235 eða á netinu sigmfth@simnet.is sem fyrst. Þetta á líka við um einhvern bakstur.

Jólakveðjur. Íþróttafélagið HÖFRUNGUR
15.12.2009 - 11:08 | BB.is

Dýrfirsk veisla styrkt af NMÍ

Bræðurnir Sigurður Arnfjörð og Guðmundur Helgasynir á Hótel Núpi í Dýrafirði.
Bræðurnir Sigurður Arnfjörð og Guðmundur Helgasynir á Hótel Núpi í Dýrafirði.
Nýsköpunarmiðstöð hefur veitt einkahlutafélaginu Sveitasælu 500.000 króna styrk til þróunar á verkefninu „Dýrfirsk veisla." Verkefnið gengur út á það að koma upp sameiginlega vinnslueldhúsi fyrir bændur í Dýrafirði sem sameiginlega munu markaðssetja og selja sérstöðu dýrfiska lambakjötsins. Sveitasæla ehf sem er í eigu bræðranna Sigurðar Arnfjörð og Guðmundar Helga Helgasona og rekur Hótel Núp í Dýrafirði. Verkefnið er nú þegar unnið í samstarfi við bændur í Hjarðardal í Dýrafirði og til stendur að fá fleiri bændur með í verkefnið þegar það er komið frekar af stað. „Með vinnslu eigum við að úrbeina og reykja framparta, hvað aðra parta skrokksins þ.e. læri og hrygg er hugmyndin að selja það í heilum einingum með upprunavottorði einnig mun upprunavottorðið fylgja hangikjötinu. Hvað slögin varðar er hugmyndin að laga kindakæfu eftir gamalli vestfirskri uppskrift frá fjölskyldu okkar og vera með á morgunverðarhlaðborði hótelsins ásamt rúllupylsu", segir í lýsingu á verkefninu......
Meira
15.12.2009 - 11:06 | BB.is

Vestfirsku þjóðsögurnar komnar út

99 vestfirskar þjóðsögur eru komnar út
99 vestfirskar þjóðsögur eru komnar út
99 vestfirskar þjóðsögur, 4. hefti, sem Finnbogi Hermannsson tók saman, eru komnar út hjá Vestfirska forlaginu. „Er það eins og vant er. Það virðist vera komin hefð á það að þjóðsögurnar af Vestfirðingunum eru alltaf seinastar í jólabókaflóðið hjá Vestfirska forlaginu, en á því hefur ekki fundist nein almennileg skýring, hvernig sem menn hafa leitað," segir í fréttatilkynningu frá forlaginu. Um efni bókarinnar segir í fréttatilkynningunni: „Allar Vestfirðingasögurnar eru auðvitað meira og minna sannar. Það vita nú allir. Og þær eru hin besta lesning fyrir sálalífið. Oft var þörf en nú er algjör nauðsyn á græskulausri gamansemi. Sögusviðið er allt gamla Vestfjarðakjördæmið að vanda.

Kápuna að þessu sinni prýða tveir landsþekktir klerkar. Eru það þeir síra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði, en hann kemur oftast við sögu í þjóðsögunum vestfirsku og síra Lárus Þ. Guðmundsson, fyrrum sóknarprestur í Holti í Önundarfirði í hlutverki smyrjara á togara. Var það áður en hann klæddist prestshempunni."

13.12.2009 - 13:55 | Tilkynning

Ný bók frá Vestfirska forlaginu

Matur og menning
Matur og menning
Út er komin hjá Vestfirska forlaginu bókin Matur og menning á suðursvæði Vestfjarða. Þar segir frá málþingi um þetta efni sem háð var í Félagsheimili Patreksfjarðar 24. maí 2008. Bók þessi sýnir svart á hvítu hluta hinnar miklu fjölbreytni sem er að finna í náttúruauðlindum og menningu Vestfjarða. Fjöldi ljósmynda er í bókinni. Magnús Ólafs Hansson var aðal hvatamaður að málþinginu og útgáfu bókarinnar, en fjöldi áhugafólks var honum til stuðnings eins og eftirfarandi efnisyfirlit bókarinnar sýnir:


Erla Hafliðadóttir:
Svartfugl og svartfuglsegg....

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31