30.12.2009 - 22:13 | BB.is
Dýrfirðingum fjölgar ört
Á árinu sem er að kveðja hafa fæðst níu börn á Þingeyri, sem er mikil fjölgun í rúmlega 400 manna bæ. Þrjú barnanna eru börn aðfluttra foreldra og eitt hefur þegar flutt í burtu, en eftir standa átta glænýir Dýrfirðingar. Þessi fjölgun er enn athyglisverðari þegar haft er í huga að á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði, sem þjónar öllu svæðinu á norðanverðum Vestfjörðum, fæddust fimmtíu og fjögur börn á árinu og eru því Dýrfirðingar síst eftirbátar annarra Vestfirðinga í mannfjölguninni.
*Þess má til gamans geta að myndir af nýjum Dýrfirðingum er að finna hér á síðunni undir Dýrfirðingurinn > Smáfólkið
*Þess má til gamans geta að myndir af nýjum Dýrfirðingum er að finna hér á síðunni undir Dýrfirðingurinn > Smáfólkið