31.12.2009 - 12:46 | JÓH
Fjölmenni á „Litlu jólunum“ á Tjörn
Fjölmenni var á Tjörn þann 14.desember þegar eldri borgarar úr félagsstarfinu héldu upp á „Litlu jólin" með íbúum dvalarheimilisins. Camilla Sigmundsdóttir, sem er næstelsti íbúinn á Tjörn, kom dansandi fram við undirspil Harmonikkukarlanna og Lóu. Boðið var upp á heitt súkkulaði og meðlæti og höfðu allir gaman af.
Fleiri myndir er að finna í albúminu en myndirnar tók Ásta Kristinsdóttir.
Fleiri myndir er að finna í albúminu en myndirnar tók Ásta Kristinsdóttir.