29.12.2009 - 19:18 | JÓH
„Sigurinn er alltaf sætastur“
Dýrfirðingurinn Laufey Björk Sigmundsdóttir var nýverið valin blakkona ársins 2009 af Blaksambandi Íslands ásamt því að vera valin blakkona ársins í Kópavogsbæ en Laufey hefur spilað með HK frá árinu 2005. HK urðu þrefaldir meistarar í blaki í ár, unnu deildar- , bikar- og Íslandsmeistaratitilinn og Laufey var meðal stigahæstu leikmanna liðsins í vor. Hún var einnig í A landsliði kvenna í strandblaki sem keppti á Smáþjóðaleikunum á Kýpur í sumar. Liðið hafnaði í 5. sæti; unnu Andorra, töpuðu naumlega fyrir Liechtenstein og voru hársbreidd frá því að komast í undanúrslit.
Kjöri á íþróttamanni ársins 2009 verður lýst í beinni útsendingu á RÚV 5.janúar 2010 og þó Laufey segi engar líkur vera á að hún birtist í sjónvarpinu þá féllst hún á að segja Þingeyrarvefnum frá blakinu og hvað þarf til að ná árangri í íþróttinni.
Kjöri á íþróttamanni ársins 2009 verður lýst í beinni útsendingu á RÚV 5.janúar 2010 og þó Laufey segi engar líkur vera á að hún birtist í sjónvarpinu þá féllst hún á að segja Þingeyrarvefnum frá blakinu og hvað þarf til að ná árangri í íþróttinni.
Viðtalið má lesa í heild sinni hér.