02.01.2010 - 19:16 | Tilkynning
Þrettándagleði
Mæting er kl. 17 innst á Brekkugötunni (rétt fyrir neðan Dýrhól) og kl. 17:15 hefst skrúðganga. Kyndlar verða seldir á vægu verði. Gengið verður út Brekkugötu, út Aðalstræti, niður Vallargötu og endað á Víkingasvæðinu þar sem verður kveiktur varðeldur og sungið. Fjörinu lýkur svo með stórkostlegri flugeldasýningu í boði Sparisjóðsins, Fiskvinnslunnar Vísis og Brautarinnar sf.
Mætum öll hress og kát, og klædd eftir veðri!