A A A
  • 1952 - Þórir Örn Guðmundsson
  • 1969 - Alda Agnes Gylfadóttir
  • 1979 - Þórey Sjöfn Sigurðardóttir
02.12.2009 - 21:44 | BB.is

Vilborg tilnefnd til bókmenntaverðlauna

Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir
Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir
Auður, skáldsaga Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu, er ein fimm bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta. Er þetta í annað sinn sem bók eftir Vilborgu er tilnefnd til verðlaunanna því skáldsaga hennar Hrafninn var tilnefnd árið 2005. Í kynningu útgefanda á Auði segir: „Auður djúpúðga er í hópi þekktustu landnema Íslands, en hingað til lands kom hún ekki fyrr en á efri árum. Hér er þroskasaga hennar sögð um leið og dregin er upp mynd af þeim róstusömu tímum þegar norrænir menn lögðu undir sig eyjarnar við Skotland og herjuðu í Vesturhafi, háðu jafnvel blóðuga bardaga innbyrðis."
Vestfirska forlagið gefur út Kvöldheima
Vestfirska forlagið gefur út Kvöldheima
Út er komin hjá Vestfirska forlaginu ljóðabálkurinn Kvöldheimar eftir Pär Lagerkvist í þýðingu Tryggva Þorsteinssonar læknis frá Vatnsfirði í Djúpi. Í Svíþjóð er Nóbelshöfundurinn Pär Lagerkvist ekki síður þekktur sem ljóðskáld en höfundur skáldsagna. Margir gagnrýnendur kölluðu ljóðabálkinn Aftonland eða Kvöldheima, snilldarverk og lýstu yfir að í því verki næði hann sínum hæstu hæðum sem skáld. Eins og nafnið gefur til kynna, er efni ljóðanna að stórum hluta hugleiðingar og vangaveltur um vegferð mannsins og lífdaga hans þegar líður að kvöldi ævinnar. Ljóðabálknum er skipt í fimm kafla. Fyrsti kaflinn fjallar beinlínis um ævikvöldið og viðskilnaðinn, þar sem samfélagið horfir á einstaklinginn án hluttekningar eða viðbragða og um afskiptaleysi heimsins við brottför mannsins úr samfélagi lifenda. Margt ber á góma í hinum köflunum, svo sem eins og þrá mannsins eftir visku og löngun hans til að fá ráðið dulrúnir tilverunnar. Svo er það spurningin um guð og mann, tilvist guðs og erindi hans við manninn og mannsins við guð, og við sjáum manninn villuráfandi án tilgangs og takmarks.
29.11.2009 - 23:39 | SFÞ

Baráttufundur á Ísafirði 28. nóvember

Frá borgarafundinum í gær. Myndirnar tók Sigmundur F. Þórðarson
Frá borgarafundinum í gær. Myndirnar tók Sigmundur F. Þórðarson
« 1 af 10 »
Aðgerðarhópurnn Áfram vestur stóð fyrir borgarafundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gær. Fundurinn var til stuðnings Dýrafjarðargöngum og því að tengja saman byggð á Vestfjörðum með heilsárs öruggum samgöngum. Á annað hundrað manns mættu á fundinn en honum stjórnaði Kristinn H. Gunnarsson af mikilli röggsemi. Þorleifur Eiríksson frá Náttúrustofu Vestfjarða var með kynningu um umhverfismat fyrir Dýrafjarðargöng og var gerður góður rómur að kynningu hans. Það sama má segja um kynningu Gísla Eiríkssonar frá Vegagerðinni, á störfum og verkefnum nefndar samgönguráðherra um heilsársveg yfir Dynjandisheiði. Þau ávörp sem flutt voru, voru einkar áhugaverð og komu frummælendur með breiða og góða sýn á hversu mikilvægt er að tengja leiðina vestur með heilsárssamgöngum sem fyrst. Þetta er, eins og fram kom á fundinum, í þágu allra landsmanna og ekkert einkamál Vestfirðinga. Það skal jú vera fært í báðar áttir. Samgönguráðherra ávarpaði fundinn og kom berlega í ljós að hann gerir sér grein fyrir ástandinu og vill úrbætur sem fyrst. Til þess þarf þó fjármagn.......
Meira
29.11.2009 - 21:44 | SÞ

Hvalbeinshlið í Skrúð tekið niður

Búið um hvalbein til flutnings, Gísli Eiríksson hjá Vegagerðinni stjórnaði verki sem Sigmundur Þórðarson og hans menn frá Þingeyri önnuðust. Myndir: Sæmundur Þorvaldsson
Búið um hvalbein til flutnings, Gísli Eiríksson hjá Vegagerðinni stjórnaði verki sem Sigmundur Þórðarson og hans menn frá Þingeyri önnuðust. Myndir: Sæmundur Þorvaldsson
« 1 af 4 »
Föstudaginn 27. nóvember síðastliðinn voru gömlu hvalbeinin við Skrúð tekin niður og flutt til Bolungarvíkur til forvörslu hjá Náttúrugripasafni Vestfjarða. Beinin hafa staðið í Skrúð síðan 1928 en stóðu áður við bryggju hvalfangar á Höfðaodda (Framnesi) frá 1891. Hvalbeinin mynduðu hið fræga hvalbeinshlið niður á neðstu grasflötina í Skrúð. Þar sem þetta eru bein úr einni allra stæstu skepnu sem maðurinn hefur nokkru sinni af velli lagt þótti ekki verjandi að láta þau berjast veður og vind öllu lengur og hugsa menn sér að sýna þau innanhúss í framtíðinni en sýningarstaður er ekki ákveðinn ennþá. Menn höfðu talsverðar áhyggjur af því hvort beini þyldu þetta brambolt en verkið tókst áfallalaust og ekki annað að sjá en sá hluti beinanna sem var "innmúraður" í stöpla væri enn í góðu lagi en nokkuð mun styrkur þessara löngu beina vera farinn að minnka hið innra. Sveifluðust þau eins og grönn trjágrein þar sem þau svifu í bílkrana á leið á bílpall, enda orðin 118 ára + þeir áratugir sem skepnan (Steypireyður / Bláhveli - Balaenoptera musculus) hafði þá þegar svamlað um heimshöfin...
...
Meira
29.11.2009 - 16:40 | BB.is

Frá Bjargtöngum að Djúpi komin út

Frá Bjargtöngum að Djúpi
Frá Bjargtöngum að Djúpi
Út er komin hjá Vestfirska forlaginu bókin Frá Bjargtöngum að Djúpi, nýr flokkur 2. bindi. Þetta er tólfta bókin í þessum vinsæla bókaflokki, en í honum er fjallað um mannlíf á Vestfjörðum fyrr og nú, í sinni fjölbreytilegu mynd. Mjög aðgengileg bók fyrir alla sem áhuga hafa á vestfirskum fróðleik og unna Vestfjörðum og Vestfirðingum. Meðal efnis er grein um athafnamanninn Gísla Jónsson á Bíldudal eftir Jakob Fal Kristinsson. Sveinn Hjörtur Hjartarson skrifar um Árna Jónsson, verslunarstjóra Ásgeirsverslunar, sem var mikill áhrifamaður á Ísafirði áratugum saman, en um hann hefur lítið verið fjallað. Hjalti Jóhannsson skrifar um sitthvað frá Súðavík og birt er viðtal Böðvars frá Hnífsdal við Hrefnu-Láka og sagt er frá einhverju fjölmennasta ættarmóti sem haldið hefur verið á Vestfjörðum. Þá er fjallað um vélbyssukjaftana fyrir vestan og fjöldinn allur af vestfirskum sögnum í léttum dúr eru í þessu bindi svo nokkuð sé nefnt.
26.11.2009 - 22:42 | Tilkynning

Rafmagn fyrir leiðisljós í Mýrakirkjugarð

Kirkjan á Mýrum
Kirkjan á Mýrum
Ráðist hefur verið í að leggja rafmagn í kirkjugarðinn á Mýrum, svo að frá og með sunnudeginum 29. nóvember er hægt að fá þar rafmagn t.d. fyrir leiðiskrossa. Í garðinum verða tveir staurar með mörgum tengidósum, 24.volta spenna (fyrir venjulega klær). Gott er að kynna sér hvaða vegalengd er frá tengistaurum að viðkomandi leiðum og verða sér úti um fullnægjandi framlengingarsnúrur. Bent er á mikilvægi þess að snúrur séu í góðu lagi og engin opin tengibox svo sem á fjöltengum séu notuð - enda hætta á að öryggi fyrir garðinn slái út ef raki kemst í tengingar.
Rafmagnsnotkun í garðinum er gjaldfrjáls....
Meira
Sameining prestakallanna á Stað og Þingeyri mun ekki koma til framkvæmda fyrr en annar hvor sóknarprestanna lætur af störfum að eigin frumkvæði.
Sameining prestakallanna á Stað og Þingeyri mun ekki koma til framkvæmda fyrr en annar hvor sóknarprestanna lætur af störfum að eigin frumkvæði.
Sameining Staðarprestakalls og Þingeyrarprestakalls tekur gildi nú um mánaðamótin, samkvæmt ákvörðun kirkjuþings. Hvorugur presturinn í þessum prestaköllum mun þó láta af störfum á þeim tíma, þar sem þeir eru báðir æviráðnir. Að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, prófasts Vestfjarðaprófastsdæmis, mun sameiningin ekki taka gildi fyrr en annar prestanna hættir störfum að eigin frumkvæði, þar sem báðir eru æviráðnir. Sóknarprestur í Staðarprestakalli er séra Valdimar Hreiðarsson, en á Þingeyri er sóknarpresturinn séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir í leyfi frá störfum og í hennar stað þjónar þar séra Hildur Inga Rúnarsdóttir...
...
Meira
25.11.2009 - 23:11 | JÓH

Jólaljósin tendruð á sunnudag

Frá skemmtuninni í fyrra. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Frá skemmtuninni í fyrra. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Sunnudaginn 29. nóvember verða ljósin á jólatrénu tendruð. Skemmtunin hefst kl. 17 og er von á nokkrum jólasveinum, með glens og gaman, í heimsókn. Kirkjukórinn ætlar einnig að syngja nokkur lög og ræðumaður dagsins mun flytja stutta hugvekju. Jólatréð stendur að venju á túninu fyrir aftan Sigmundarbúð.
Tendrun jólaljósa í öðrum byggðarkjörnum Ísafjarðarbæjar er sem hér segir:
Ísafjörður, laugardaginn 5. desember kl. 16:00
Suðureyri, sunnudaginn 6. desember kl. 16:00
Flateyri, sunnudaginn 13. desember kl. 15:00
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31