A A A
31.05.2010 - 22:02 | JÓH

Lýðveldið á eyrinni vel sótt

Ólöf Oddgeirsdóttir og Guðbjörg Lind Jónsdóttir við vinnu sína fyrir utan Gamla kaupfélagið
Ólöf Oddgeirsdóttir og Guðbjörg Lind Jónsdóttir við vinnu sína fyrir utan Gamla kaupfélagið
Myndlistarsýningin Lýðveldið á eyrinni var opnuð í Gamla kaupfélaginu á Þingeyri um helgina. Sýningin var hluti af stórum sýningargjörningi Kvennabraggans sem er hópur átta listamanna en þeir eru Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir. Verk eftir þær voru einnig til sýnis í Simbahöllinni. Boðið var upp á léttar veitingar og harmonikkuleik á laugardeginum, og á sunnudeginum gátu gestir og gangandi fylgst með listamönnunum við vinnu sína. Sýningin var vel sótt og að sögn Guðbjargar Lindar Jónsdóttur voru listamennirnir ánægðir með viðtökurnar. Örfáar myndir frá sýningunni eru í albúminu.

31.05.2010 - 17:28 | BB.is

Vísi lokað í þrjá mánuði

Fiskvinnsla Vísis á Þingeyri.
Fiskvinnsla Vísis á Þingeyri.
Fiskvinnslunni Vísi á Þingeyri verður lokað í þrjá mánuði vegna langvarandi hráefnisskorts. Síðasti vinnudagur fyrir lokun er í dag. „Þetta eru tæpir tveir mánuðir umfram sumarfrí sem við þurfum að hafa lokað. Við erum komnir í þannig veiði að þetta er eina svarið þar sem markaðsverðin eru ekki nógu stabíl og framboðið ekki nóg," segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, sem rekur fiskvinnslu á Þingeyri. „ Nú er verið að veiða keilu og löngu sem fer í salt, við erum að missa þarna sem nemur einum mánuði í vinnslu vegna strandveiðanna," bætir hann við. Vísir hóf vinnslu á Þingeyri fyrir áratug og eru starfsmenn vinnslunnar nú um 25-30 að öllu jöfnu. Miðað er við að vinnsla hefjist aftur í september......
Meira
Meðlimir Kvennabraggans
Meðlimir Kvennabraggans
Myndlistarsýningin Lýðveldið á eyrinni opnar laugardaginn 29. maí kl. 14:00 í Gamla kaupfélaginu á Þingeyri. Sýningin er hluti af stórum sýningargjörningi Kvennabraggans sem er hópur átta listamanna. Á laugardaginn verður boðið upp á léttar veitingar og harmonikkuleik og á sunnudag verður hægt að fylgjast með listamönnunum við vinnu sína. Í kaffihúsinu Simbahöllinni verður líka hægt að skoða verk eftir listamennina, en þar verður opið bæði laugardag og sunnudag milli kl. 14. og 18. Einnig verður kaffihlaðborð á Hótel Sandafelli bæði laugardag og sunnudag frá 14 - 18...
...
Meira
25.05.2010 - 23:29 | JÓH

Uppskeruhátíð í Krakkablaki

Á strandblaksvellinum. Mynd: Guðrún Snæbjörg
Á strandblaksvellinum. Mynd: Guðrún Snæbjörg
« 1 af 2 »
Uppskeruhátíð í krakkablaki fór fram á Þingeyri í gær, annan í hvítasunnu. Krakkar og foreldrar frá Blakfélagi Skells komu frá Ísafirði og Suðureyri og spiluðu blak ásamt Höfrungum á strandblaksvellinum. Veður var eins og best var á kosið og að sögn Guðrúnar Snæbjargar, blakkonu á Þingeyri, skemmtu allir sér mjög vel: "Það var mikið gaman og mikið fjör - eins og er alltaf í blaki!" Að lokum var grillað fyrir hópinn á Víkingasvæðinu og Skellurnar færðu öllum krökkunum sokka að gjöf. Höfrungur vill koma á framfæri kærum þökkum fyrir sig og fyrir heimsóknina.
22.05.2010 - 21:59 | JÓH

Víkingaskipið Vésteinn sjósett

Vésteinn var sjósettur í dag
Vésteinn var sjósettur í dag
Fjöldi fólks safnaðist saman á Víkingasvæðinu í dag til að aðstoða við sjósetningu víkingaskipsins Vésteins. Þýskir kvikmyndatökumenn fylgdust með sjósetningunni og fylgdu víkingum eftir á litlum mótorbát þegar þeir sigldu skipinu inn fjörðinn. Myndir af sjósetningunni eru í albúminu.
22.05.2010 - 21:18 |

Simbahöllin opin um helgina

Simbahöllin verður opin bæði laugardag og sunnudag frá 14-18.
Kaffi, belgískar vöfflur og fleira góðgæti!
21.05.2010 - 00:17 | Tilkynning

Fermingarmessa verður í Þingeyrarkirkju

Frá Þingeyrarkirkju
Frá Þingeyrarkirkju
Fermingarmessa verður í Þingeyrarkirkju á hvítasunnudag 23. maí kl. 13:00.

 

Fermingarbörn eru:
Birgir Knútur Birgisson
Guðlaugur Rúnar Ísleifsson
Margrét Unnur Borgarsdóttir
Patrekur Ísak Steinarsson
Ævar Höskuldsson

 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

Myndlistasýningin verður opin 29. og 30. maí milli kl. 14 og 18.
Myndlistasýningin verður opin 29. og 30. maí milli kl. 14 og 18.
Sýningin Lýðveldið á eyrinni opnar laugardaginn 29. maí kl. 14 í húsnæði Gamla kaupfélagsins á Þingeyri, en það er eitt af elstu verslunarhúsum landsins byggt árið 1874. Opið verður 29. og 30. maí 2010 milli kl. 14 og 18.

Sýningin er hluti af stórum sýningargjörningi Kvennabraggans sem er hópur átta listamanna. Umfjöllunarefnið er sótt í ólíka afkima hins íslenska lýðveldis, tengsl okkar við menningu, náttúru og ólíkt rými sýningarstaðanna, sem gjarnan tengjast atvinnusögu þjóðarinnar. Hópurinn hefur gert víðreist og sýnt í óhefðbundnu sýningarhúsnæði svo sem í hlöðu við Mývatn, í yfirgefnum verbúðum í Ingólfsfirði á Ströndum og í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar að Álafossi. Sýningarnar standa í flestum tilfellum aðeins yfir eina helgi og hafa því yfir sér blæ gjörnings og því má líkja listamönnunum við farandverkamenn sem stoppa stutt á hverjum stað í stöðugri leit að nýjum verkefnum...

...
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30