A A A
  • 1968 - Freyr Jónsson
  • 1973 - Sigmar Örn Sigþórsson
  • 1996 - Viktoría Fönn Kjerúlf
Litur Dýrafjarðardaga í ár er „lime“ grænn.
Litur Dýrafjarðardaga í ár er „lime“ grænn.
Dýrafjarðardagar verða haldnir fyrstu helgina í júlí og er undirbúningur fyrir hátíðina nú í fullum gangi. Ákveðið hefur verið að litur hátíðarinnar í ár verði „lime" grænn og hvetur Dýrfjarðardaganefnd þorpsbúa til að skreyta sitt nánasta umhverfi í þeim lit.
Það verður margt skemmtilegt um að vera á Dýrafjarðardögum í ár; Hljómsveitin Hjaltalín hefur staðfest komu sína á hátíðina og verður með dansleik í Félagsheimilinu laugardagskvöldið 3.júlí, grillveislan og kassabílarallýið verða á sínum stað og að venju verður boðið upp á súpu í garði. Nánari dagskrá verður birt á Þingeyrarvefnum þegar nær dregur en áhugasamir geta fylgst með undirbúningnum á Facebook.
Börnin voru mjög áhugasöm í heimsókninni. Mynd: gamarvest.is.
Börnin voru mjög áhugasöm í heimsókninni. Mynd: gamarvest.is.
Gámaþjónusta Vestfjarða og Sorpbrennslustöðin Funi buðu öllum sex ára börnum í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og í Súðavík í heimsókn á dögunum. Alls mættu sextíu og fimm börn. Þetta er í níunda sinn sem Gámaþjónustan býður til sín sex ára börnum. Alls tóku átta leikskólar þátt í verkefninu, sem er að þessu sinni tileinkað átakinu samskipti manns og náttúru. Venjan er að hver leikskóli fái innrammaða mynd tengda verkefninu, sem að þessu sinn er hönnuð af börnum á leikskólanum Kofraseli Súðavík. „Mörg falleg listaverk komu frá leikskólunum, mesta athygli vakti verk frá leikskólanum Laufás á Þingeyri þau komu með eldfjall og létu fjallið gjósa," segir á vef Gámaþjónustunnar.
06.05.2010 - 22:11 | Tilkynning

Dagur harmoníkunnar

Harmoníkukarlarnir á Dýrafjarðardögum. Mynd: Davíð Davíðsson
Harmoníkukarlarnir á Dýrafjarðardögum. Mynd: Davíð Davíðsson
Höldum upp á harmoníkudaginn laugardaginn 8.maí í Félagsheimilinu á Þingeyri. Harmoníkutónar og fiðlutónar ásamt aðstoðar- hljóðfæraleikurum. Kvenfélagskonur verða með kaffi og rjómavöfflur á vægu verði. Dagskráin hefst kl. 15:00 og stendur til 17:00.
Aðgangur ókeypis, allir velkomnir!
Hlökkum til að sjá ykkur,
Harmoníkukarlarnir og Lóa

06.05.2010 - 21:35 | BB.is

Vesturbyggð tekur undir áskorun

Bæjarráð Vesturbyggðar styður eindregið þau sjónarmið sem fram koma í áskorun samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga vegna Dýrafjarðarganga og Vestfjarðavegar 60. Þar skorar samgöngunefnd FV á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á samgönguáætlun áranna 2009-2012 framlög til Dýrafjarðarganga og staðfesta þannig fyrri vilja Alþingis og Vestfirðinga að göngin milli Dýrafjarðar og Arnafjarðar verði sett á áætlun samhliða Norðfjarðargöngum sem næsta jarðgangaframkvæmd á Vestfjörðum.
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps tekur heils hugar undir áskorun Fjórðungssambands Vestfirðinga þar sem skorað er á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á samgönguáætlun áranna 2009- 2012 framlög til Dýrarfjarðaganga, sem eru forsenda allra áætlana um uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu og opinberrar stjórnsýslu á Vestfjörðum. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi sveitarstjórnar. Þar er jafnframt skorað á samgönguyfirvöld að hefja nú þegar undirbúningsvinnu við gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar í samræmi við ályktanir sem gerðar hafa verið á þingum Fjórðungssambands Vestfirðinga undanfarin ár.
Stofnað hefur verið til undirskriftasöfnunar á veraldarvefnum þar sem skorað er á Alþingi að setja aftur inn á samgönguáætlun áranna 2009-2012 framlög til Dýrafjarðarganga, svo að bjóða megi verkið út þegar á næsta ári. „Við krefjumst þess að alþingismenn viðurkenni nauðsyn þess að tengja saman byggðir á Vestfjörðum með því að staðfesta áður samþykkta áætlun um gerð jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Vilji Vestfirðinga er skýr: Dýrafjarðargöng aftur inn á áætlun!" segir vef undirskriftasöfnunarinnar.

 

Hægt er að nálgast undirskriftasöfnunina hér.

01.05.2010 - 22:28 |

Sumaropnun í Simbahöllinni

Nú er sumarið komið og kaffihúsið verður opið alla sunnudaga kl. 14.00 - 18.00 frá og með 2. maí. Opið verður daglega kl. 12.00 - 18.00 frá og með 18. júní og fram í endaðan ágúst.
01.05.2010 - 22:26 | JÓH

Þakkir frá Arsenalklúbbnum

Arsenal klúbburinn heimsótti Þingeyri 24. apríl sl.
Arsenal klúbburinn heimsótti Þingeyri 24. apríl sl.
Arsenalklúbburinn á Íslandi vill þakka þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á Veitingahornið 24.apríl horfðu á leik Arsenal-Man.City . Gaman að sjá svo marga koma saman á litlum stað úti á landi. Þið eruð einstök þarna og eigið þakkir skildar. Sérstakar þakkir fá Sigmundur F Þórðarson, Ragnar veitingamaður og svo elsku Sigga okkar í Nesi.
Kær kveðja Sigurður Enoksson formaður og fjölskylda.
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31