25.05.2010 - 23:29 | JÓH
Uppskeruhátíð í Krakkablaki
Uppskeruhátíð í krakkablaki fór fram á Þingeyri í gær, annan í hvítasunnu. Krakkar og foreldrar frá Blakfélagi Skells komu frá Ísafirði og Suðureyri og spiluðu blak ásamt Höfrungum á strandblaksvellinum. Veður var eins og best var á kosið og að sögn Guðrúnar Snæbjargar, blakkonu á Þingeyri, skemmtu allir sér mjög vel: "Það var mikið gaman og mikið fjör - eins og er alltaf í blaki!" Að lokum var grillað fyrir hópinn á Víkingasvæðinu og Skellurnar færðu öllum krökkunum sokka að gjöf. Höfrungur vill koma á framfæri kærum þökkum fyrir sig og fyrir heimsóknina.