A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
31.05.2010 - 22:02 | JÓH

Lýðveldið á eyrinni vel sótt

Ólöf Oddgeirsdóttir og Guðbjörg Lind Jónsdóttir við vinnu sína fyrir utan Gamla kaupfélagið
Ólöf Oddgeirsdóttir og Guðbjörg Lind Jónsdóttir við vinnu sína fyrir utan Gamla kaupfélagið
Myndlistarsýningin Lýðveldið á eyrinni var opnuð í Gamla kaupfélaginu á Þingeyri um helgina. Sýningin var hluti af stórum sýningargjörningi Kvennabraggans sem er hópur átta listamanna en þeir eru Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir. Verk eftir þær voru einnig til sýnis í Simbahöllinni. Boðið var upp á léttar veitingar og harmonikkuleik á laugardeginum, og á sunnudeginum gátu gestir og gangandi fylgst með listamönnunum við vinnu sína. Sýningin var vel sótt og að sögn Guðbjargar Lindar Jónsdóttur voru listamennirnir ánægðir með viðtökurnar. Örfáar myndir frá sýningunni eru í albúminu.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31