06.06.2010 - 13:28 | JÓH
06.06.2010 - 12:51 | JÓH
Lífgað upp á Ölduna
Ólafur Guðni Steinþórsson, múrari á Þingeyri, hefur unnið að nýju útliti á gömlu Öldunni að Fjarðargötu 4. Öllu bjartara er yfir húsinu núna en það var málað hvítt um síðustu helgi. Fyrr í vetur var húsið múrað og skipt um þak á því.
Húsið var byggt af Natanaeli Mósessyni kaupmanni frá Bakka í Dýrafirði á síðustu öld og hýsti verslunina Ölduna. Nokkru síðar var þar starfrækt leikfangaverksmiðjan Aldan.
Húsið var byggt af Natanaeli Mósessyni kaupmanni frá Bakka í Dýrafirði á síðustu öld og hýsti verslunina Ölduna. Nokkru síðar var þar starfrækt leikfangaverksmiðjan Aldan.
03.06.2010 - 23:33 | JÓH
Halldórs Högna mót í boccia haldið á Þingeyri
Um síðustu helgi fór fram Halldórs Högna mótið í boccia á Þingeyri. Íþróttafélagið Ívar á Ísafirði stóð fyrir mótinu í samvinnu við Höfrung og var þátttaka góð. Sigurvegarar mótsins voru þau Þórdís Jónsdóttir, Andrés Jónasson og Davíð H. Kristjánsson frá Þingeyri og hlutu þau farandbikar að launum. Að keppni lokinni bauð Íþróttafélagið Ívar þátttakendum upp á kaffi og meðlæti. Myndir frá mótinu er að finna á heimasíðu Íþróttafélagsins Ívars.
03.06.2010 - 22:10 | BB.is
Gistiheimilið Við fjörðinn með fyrirmyndar aðgengi fyrir fatlaða
Meira
02.06.2010 - 22:17 | SFÞ
Vinna við Dýrafjarðargöng hafin
Í morgun mættu nemendur Grunnskólans á Þingeyri, ásamt elstu leikskólabörnunum frá leikskólanum Laufási að væntanlegum jarðgangnamunna Dýrafjarðarganga í blíðskapar veðri og tóku fyrstu skóflustungurnar. Mættu þau þarna ásamt kennurum sínum, skólastjóra, foreldrum og fjölmörgum öðrum gestum. Voru alls kyns mokstursgræjur notaðar og ríkti mikil gleði með að loksins var farið að grafa fyrir Dýrafjarðargöngum. Meira að segja sást þarna lítil borsveif og ekki hægt að neita því að borun er nú hafin. Unnið var þarna á um 20 fermetra svæði og efninu ekið burt í hjólbörum. Fram kom í viðræðum skólabarnanna þarna að vel væri þegin aðstoð stjórnvalda við þennan mokstur og gæti það flýtt fyrir verkinu. Þetta framtak sýnir að unga kynslóðin lætur sig varða sína framtíð og ekki seinna vænna að koma á heilsárssamgöngum við suðurfirði Vestfjarða. Myndir af framkvæmdunum eru í albúminu en þær tók Sigmundur F. Þórðarson.
02.06.2010 - 19:53 | BB.is
Sönglagakeppnin: 13 ára flytjandi
Söngkonan og lagahöfundurinn Agnes Sólmundardóttir frá Þingeyri kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að tónlist en hún á eitt lag í úrslitum Sönglagakeppni Vestfjarða sem haldin verður á föstudagskvöld. Ekki nóg með það að Agnes, sem er nýorðin 13 ára, hafi komist í úrslit með lag sitt, því hún á einnig texta við lagið ásamt því að hún mun stíga á svið og flytja það sjálf. Fjórtán lög keppa til úrslita á föstudag en valnefnd valdi úr ríflega fimmtíu innsendum lögum......
Meira
Meira
02.06.2010 - 19:51 | BB.is
Yfir 40 manns atvinnulausir á Þingeyri
Rúmlega þrjátíu manns bættust á atvinnuleysisskrá á Þingeyri í gær eftir að Fiskvinnslan Vísir ehf., sagði upp kauptryggingu hjá flestum starfsmönnum vegna langrar vinnslustöðvunar. Óvíst er hvenær fyrirtækið tekur til starfa að nýju en það verður þó ekki í sumar. Rúmlega 10 manns voru á atvinnuleysisskrá á Þingeyri fyrir vinnslustöðvun Vísis og eru þeir því um 40 sem eru án atvinnu á staðnum. Frá þessu var greint á vef Vinnumálastofnunar.
01.06.2010 - 10:41 | JÓH
Grænir dagar á Þingeyri
Í dag er grænn dagur hjá Grunnskólanum á Þingeyri. Nemendur skólans ætla að taka að sér gróðursetningu í gróðurreit skólans og sinna tiltekt í umhverfi skólans, sem og vinna verkefni á skólalóðinni. Á morgun stendur foreldrafélag leikskólans Laufáss fyrir grænum degi milli 15 og 18 í leikskólanum. Þá munu foreldrar og börn setja niður kartöflur og aðrar matjurtir ásamt því að huga að viðhaldi við leikskólann. Á heimasíðu leikskólans kemur fram að sérstök áhersla verði lögð á að laga svæðið undir gafli hússins og eru foreldrar beðnir um að taka með sér tilfallandi verkfæri s.s. gróthrífur, kústa, stunguspaða og fleira. Þá verða einnig kynntar hugmyndir einkalandslagsarkitekts á svæðinu. Að vinnu lokinni verða svo grillaðar pylsur, boðið upp á andlistsmálum og fleiri skemmtilegheit.