A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
21.06.2010 - 20:14 | bb.is

Sýning á verkum Ásgerðar á Núpi

Ásgerður Þorleifsdóttir við eitt verka sinna.
Ásgerður Þorleifsdóttir við eitt verka sinna.
Myndlistasýning var opnuð á Hótel Núpi í Dýrafirði á laugardag á málverkum eftir Ásgerði Þorleifsdóttur. Ásgerður starfar sem verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða sem lengi hefur haft áhuga á myndlist og dundað sér við málun undanfarin ár. Innblástur sinn sótti hún í vestfirska náttúru og þá litadýrð sem þar ríkir og sýna myndarnar allar umhverfi sem Ásgerður telur að dásamlegt væri að vera í kúlutjaldi fjarri fólki og menningu. Sýningin mun standa í allt sumar.
21.06.2010 - 20:12 | bb.is

Nýr vefur um Jón Sigurðsson

Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Nýr vefur um Jón Sigurðsson hefur verið opnaður í tilefni af því að á næsta verða 200 ár frá fæðingu helsta leiðtoga Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni. Á síðunni má m.a. nálgast vinningsteikningar af nýrri sýningu á Hrafnseyri um líf og störf Jóns. Þar má finna nýtt afmælismerki Jóns Sigurðssonar og frímerki í tilefni afmælisins. Nýja sýningin opnar 17. júní árið 2011 á Hrafnseyri en það voru Basalt arkitektar sem hönnuðu vinningstillöguna.
Nálgast má nýja vefinn hér.
18.06.2010 - 21:03 | JÓH

Prjónum úti á Þingeyri

Úrvalið í Koltru sýnir að Dýrfirðingar eru duglegir með prjónana.
Úrvalið í Koltru sýnir að Dýrfirðingar eru duglegir með prjónana.
"Prjónum úti" dagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um land á sunnudaginn kemur, 20 júní. Þetta er í þriðja sinn sem Íslendingar prjóna úti en dagurinn er alþjóðlegur og var fyrst haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum árið 2005. Tilgangurinn með að prjóna úti við á opinberum stað er að sýna almenningi að allir geti prjónað, og einnig vera tækifæri fyrir prjónafólk að hittast. Þingeyringar eru hvattir til að taka þátt í "Prjónum úti" deginum og mæta á Ráðhústorgið, þ.e. grasblettinn fyrir aftan Félagsheimilið, á sunnudaginn kl. 14:00 með prjónana og prjóna úti.
Fjölmennum og höfum gaman saman!
Hægt er að lesa nánar um "Prjónað úti" daginn hér.
Sú breyting varð gerð var á áætluninni á milli umræðna að Dýrafjarðargöng fengu framlag til undirbúnings upp á 20 milljónir.
Sú breyting varð gerð var á áætluninni á milli umræðna að Dýrafjarðargöng fengu framlag til undirbúnings upp á 20 milljónir.
Samgönguáætlun áranna 2009-2012 hefur verið samþykkt á Alþingi með þeirri breytingu að veitt hefur verið 20 milljóna króna framlag til undirbúnings Dýrafjarðarganga. Samgöngunefnd Alþingis segir í nefndaráliti sínu: „Fyrir nefndinni kom fram það sjónarmið að samtenging byggða á Vestfjörðum væri að mörgu leyti sérstök og að taka yrði tillit til þess við gerð samgönguáætlunar. Nefndin telur að gerð jarðganga á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar efli samgöngur á milli byggða er nú tengjast saman með malarvegum og verða fyrir verulegum samgöngutruflunum yfir vetrartímann." Var ákveðið að veita 20 milljóna króna framlag til undirbúnings fyrir göngin. Nefndin lagði til að 5 milljónir af framlagi til undirbúningsverka utan áætlunar á árinu 2011 og sama fjárhæð á árinu 2012 myndi færast til undirbúnings Dýrafjarðarganga árið 2012. Einnig var lagt til að 5 milljónir af framlagi til sameiginlegs jarðgangakostnaðar á árinu 2011 og sama fjárhæð á árinu 2012 færist til undirbúnings Dýrafjarðarganga árið 2012....
Meira
Textinn vinstra megin er skjáskot af ræðu Jóhönnu eins og birtist í morgun á vef forsætis-ráðuneytsins og til hægri er skjáskot tekið klukkan hálf þrjú.
Textinn vinstra megin er skjáskot af ræðu Jóhönnu eins og birtist í morgun á vef forsætis-ráðuneytsins og til hægri er skjáskot tekið klukkan hálf þrjú.

Á vef forsætisráðuneytsins er búið að leiðrétta ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Þar stendur nú: „Á næsta ári munum við minnast þess að 200 ár verða liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, sem var einn helsti baráttumaður okkar Íslendinga fyrir sjálfstæði." - En ekki Hrafnseyri við Dýrafjörð eins og Jóhanna las upp á Austurvelli í morgun. Í samtali við Vísi.is í morgun sagði Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, að Jóhanna hafi eflaust ruglast. „Það getur verið að hún hafi verið með hugann við Dýrafjörð út af einhverju öðru og svo skolast þetta til í kollinum. Ég hef enga trú á því að hún viti ekki betur en þetta," sagði Guðjón.

16.06.2010 - 12:23 | bb.is

Fransína mús í Simbahöllinni

Simbahöllin er staðsett í einu elsta húsi Þingeyrar
Simbahöllin er staðsett í einu elsta húsi Þingeyrar
Kaffihúsið Simbahöllin á Þingeyri verður opið á hverjum degi frá og með föstudeginum. Simbahöllin var opnuð í fyrra eftir töluverðar endurbætur á húsinu, sem er eitt elsta hús Þingeyrar. Sigmundur Jónsson kaupmaður reisti það árið 1916 og rak þar lengi fjölbreytta verslun. Hafði húsið verið í niðurníðslu er nýir eigendur hófust handa við að breyta því í kaffihús og menningarmiðstöð þar sem tónleikar, myndlistasýningar og ljóðalestur fara fram. Næsti áfangi hússins verður opnaður á laugardag en miklar endurbætur hafa staðið yfir á kjallaranum í vetur. „Þetta verður bjórkjallari fyrir þá sem vilja en einnig bara hluti af kaffihúsinu fyrir þá sem vilja sitja niðri, svo er líka hægt að opna þar dyrnar sem snúa út að hafi og þá getur fólk sest fyrir utan," segir Janne Kristenssen annar vertinn í Simbahöllinni....
Meira
Það verður margt um að vera á Þingeyri og nærliggjandi bæjarfélögum þann 17. júní. Dagskráin á Þingeyri hefst með gróðursetningu á Þingeyrarodda kl. 9:30, og því næst er mæting kl. 11:00 við Íþróttahúsið til að taka þátt í víðavangshlaupinu í Dýrafirði. Söngvarakeppni Höfrungs verður svo í Félagsheimilinu kl. 20:00. Að þessu sinni verða tvær æfingar fyrir keppnina; önnur verður í Félagsheimilinu í dag milli 14:00 og 16:00, og hin æfingin verður annað kvöld frá 19:30 - 22:00....
Meira
Gamla herbergi Jóns Gnarr er ódýrara en önnur herbergi á Hótel Núpi og hefur því besta verðið.
Gamla herbergi Jóns Gnarr er ódýrara en önnur herbergi á Hótel Núpi og hefur því besta verðið.
Á Hótel Núpi í Dýrafirði hefur verið tekin í notkun svokölluð borgarstjórasvíta en þar er um að ræða herbergið sem Jón Gnarr dvaldi í þegar hann var í skóla að Núpi. „Við höfum ákveðið að leigja út gamla pönkaraherbergið hans Jóns Gnarr og verður það ódýrara en önnur herbergi, sem sagt hefur besta verðið," segir Sigurður Arnfjörð Helgason sem rekur Hótel Núp ásamt bróður sínum Guðmundi Helgasyni. „Eflaust hafa einhverjir áhuga á að dvelja í gamla herberginu hans Jóns en hann var pönkari þegar hann var hér í skóla og þekktur fyrir að hrækja í lófann til að smyrja hanakambinn, síðan eru liðin mörg ár." Bræðurnir á Núpi skora Jón Gnarr til að snúa aftur til Núps við tækifæri og rifja upp, þó ekki sé nema bara margföldunartöfluna, fyrir erfið verkefni Reykjavíkurborgar sem eru framundan.
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30