A A A
Majken Jörgensen og fjölskylda á Hólmahjáleigu í Austur Landeyjum höfðu samband við Þingeyrarvefinn til að koma á framfæri þökkum fyrir skemmtilegt flöskuskeyti sem þau fundu á Landeyjarfjöru í gær (13.júní). Flöskuskeytið var sent í tilefni 100 ára afmæli Íþróttafélagsins Höfrungs þann 10.12.04. og er merkt Önnu Signý Magnúsdóttur á Fjarðargötu, Þingeyri. Þetta er 3. flöskuskeytið sem fundist hefur frá íþróttaafmæli Höfrungs (sem vitað er um) en árið 2004 voru 100 flöskuskeyti sett í sjóinn í tilefni af aldarafmæli Höfrungs.
Upplýsingamiðstöðin og Koltra eru til húsa á Hafnarstræti 7.
Upplýsingamiðstöðin og Koltra eru til húsa á Hafnarstræti 7.
« 1 af 2 »
Upplýsingamiðstöðin á Þingeyri og handverkshópurinn Koltra hafa opnað fyrir sumarið. Það verður opið alla sumarmánuðina; júní, júlí og ágúst, alla virka daga frá 10-18 og frá 11-18 um helgar. Síðasta sumar komu um 3500 manns í upplýsingamiðstöðina og handverkssalan í Koltru tvöfaldaðist frá árinu áður. Vonast er til að jafn vel gangi í sumar, ef ekki betur. Upplýsingamiðstöðin og Koltra eru til húsa á Hafnarstræti 7, í gamla Kaupfélaginu.
Elfar Rafn og kærastan hans stíga dansspor. Mynd: Ernir Eyjólfsson
Elfar Rafn og kærastan hans stíga dansspor. Mynd: Ernir Eyjólfsson

„Dans er mjög vinsæll á Íslandi um þessar mundir og það vantaði svona tækifæri fyrir fólk," segir Elfar Rafn Sigþórsson, formaður Háskóladansins. Háskóladansinn er dansfélag sem sett var á laggirnar árið 2007 og hefur notið mikilla vinsælda.


Elfar segir að þótt markhópur Háskóladansins sé háskólanemar úr öllum skólum landsins, þá séu allir velkomnir og raunar sé nokkuð stór hluti meðlima félagsins ekki í háskólanámi. Hann segir fólk ekki þurfa að mæta með dansfélaga, heldur sé algengara að einstaklingar mæti stakir.

...
Meira
10.06.2010 - 17:02 | BB.is

Vel sóttir kærleiksdagar í Dýrafirði

Núpur Í Dýrafirði
Núpur Í Dýrafirði
Kærleiksdagarnir að Núpi hófust á mánudag en þetta er í áttunda sinn sem þeir eru haldnir í Dýrafirði. Hver sem hefur áhuga á að rækta líkama, sál eða anda ætti að finna eitthvað við sitt hæfi á Kærleiksdögunum en á þriðja tug manna bjóða upp á einkatíma á meðan þeim stendur, frá tarotlestri til svæðanudds. Að sögn Sigurðar Arnfjörð hótelstjóra að Núpi er þátttakan góð og skráningar hafa verið ívið meiri en á Kærleiksdögum í fyrra. Á dagskrá er m.a. að finna skapandi skrif, jóga, fyrirlestra, gönguferðir, slökun, hugleiðslu og hraðhreinsun. Helgin er þó viðamest í þyngst hvað viðkemur viðburðum en þá verður boðið upp á faðmlagspartý, hópheilun og fyrirlestra. Kærleiksdagar standa fram að 18. júní....
Meira
09.06.2010 - 17:08 | JÓH

Skólaslit á Þingeyri

Flaggað var á Laufási í tilefni dagsins. Mynd: leikskolinn.is/laufas/
Flaggað var á Laufási í tilefni dagsins. Mynd: leikskolinn.is/laufas/
Útskrifað var bæði úr leikskólanum Laufás og Grunnskólanum á Þingeyri fyrr í mánuðinum. Á Laufási fór útskriftin fram 31. maí og voru 5 börn útskrifuð úr leikskólanum. Hvert barnanna fékk afhenta möppu sem innihélt m.a. geisladisk með öllum myndunum sem hafa verið teknar af þeim í gegnum árin í leikskólanum, heilsubók og fleira. Útskriftin úr Grunnskólanum fór fram þann 4. júní í Þingeyrarkirkju. Þaðan úskrifuðust 42 nemendur, þarf af 8 krakkar úr 10. bekk. Að lokinni útskrift hélt Kvenfélagið glæsilega kaffiveislu í Félagsheimilinu. Júlíus Arnarson tók myndir af útskriftinni sem má sjá hér.
09.06.2010 - 13:49 | JÓH

Boðið að skoða Hótel Sandafell

Hljómsveitin Yxna spilaði fyrir gestina, Mynd: Hrafnhildur Skúladóttir
Hljómsveitin Yxna spilaði fyrir gestina, Mynd: Hrafnhildur Skúladóttir
« 1 af 3 »
Föstudaginn 4. júní var Dýrfirðingum og öðrum áhugasömum boðið að skoða gistiaðstöðu og veitingasal Hótel Sandafells. Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á hótelinu síðastliðið ár, m.a. er búið að útbúa 5 ný svefnherbergi á efstu hæð hússins, og herbergi á Hótel Sandafelli þar með orðin 13 talsins. Jóhanna Gunnarsdóttir, hótelstýra, var mjög ánægð með viðtökurnar: "Það var setið við öll borð og fólk var ánægt". Boðið var upp á soðinn krækling og hljómsveitin Yxna frá Ísafirði spilaði fyrir gestina.
Myndlistasýningin opnar kl. 20:00
Myndlistasýningin opnar kl. 20:00
Vigdís Kristín Steinþórsdóttir opnar myndlistasýningu í Simbahöllinni annað kvöld undir yfirskriftinni Að vestan. Simbahöllin opnar kl. 20:00 og verður opin fram eftir kvöldi, en sýningin stendur fram yfir Dýrafjarðardaga.
08.06.2010 - 14:41 | BB.is

Óvissa um aðstöðu við Meðaldalsvöll

Frá Meðaldalsvelli í Dýrafirði
Frá Meðaldalsvelli í Dýrafirði
Að líkindum mun Golfklúbburinn Gláma á Þingeyri missa aðstöðu sína í húsi við Meðaldalsvöll í Dýrafirði innan tíðar. Jóhannes Kristinn Ingimarsson, formaður Glámu, segir óvíst hvort það verði í sumar eða næsta sumar. Slæmt er að hafa ekki klúbbhús við golfvöll og segir Jóhannes málið vera í vinnslu. „Við erum að reyna að finna lausn á þessu. Þetta er á því stigi að ég get lítið tjáð mig um það núna." Fimm ár eru hins vegar eftir af leigusamningi við landeigendur um golfvöllinn sjálfan og segir Jóhannes að vonandi verði hann framlengdur eftir það......
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31