28.05.2010 - 17:02 | JÓH
Lýðveldið á eyrinni í Gamla kaupfélaginu
Myndlistarsýningin Lýðveldið á eyrinni opnar laugardaginn 29. maí kl. 14:00 í Gamla kaupfélaginu á Þingeyri. Sýningin er hluti af stórum sýningargjörningi Kvennabraggans sem er hópur átta listamanna. Á laugardaginn verður boðið upp á léttar veitingar og harmonikkuleik og á sunnudag verður hægt að fylgjast með listamönnunum við vinnu sína. Í kaffihúsinu Simbahöllinni verður líka hægt að skoða verk eftir listamennina, en þar verður opið bæði laugardag og sunnudag milli kl. 14. og 18. Einnig verður kaffihlaðborð á Hótel Sandafelli bæði laugardag og sunnudag frá 14 - 18.
Listamennirnir sem sýna eru Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir
Allir eru hjartanlega velkomnir!
Listamennirnir sem sýna eru Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir
Allir eru hjartanlega velkomnir!