17.07.2010 - 19:44 | JÓH
Líf og fjör á Þingeyri
Það er mikið líf og fjör á Þingeyri þessa dagana; Nú stendur yfir bæði Hlaupahátíð á Vestfjörðum og Félagsmót hestamannafélagsins Storms. Í dag fór fram fjallahjólreiðakeppni Höfrungs og 4 km skemmtiskokk á Þingeyri og var mjög góð þátttaka í hvoru tveggja. Veðrið var eins og best var á kosið, sól og blíða og um 17°C.