15.07.2010 - 10:36 | JÓH
Mettúr hjá Hrafni GK 111
Hrafn GK 111 kom úr mettúr um helgina. Aflaverðmæti skipsins eftir 32ja daga veiðitúr var 187 milljónir króna en gamla metið var slegið um 40 milljónir. Uppistaða aflans var grálúða, þorskur, ufsi og karfi. Skipstjóri í veiðiferðinni var Dýrfirðingurinn Bergþór Gunnlaugsson. Þess má til gamans geta að Bergþór og fjölskylda fluttu nýlega til Grindavíkur og óhætt að segja að fengur sé í svona aflaklóm fyrir bæjarfélag eins og Grindavík.
Frá þessu er sagt á grindavik.is