29.06.2010 - 19:50 | bb.is
Myndlist í bland við gamla muni
Sýningin Þögul mynd af húsi var opnuð á sunnudag í Vertshúsinu við Fjarðargötu á Þingeyri. Ísfirski myndlistamaðurinn Guðbjörg Lind Jónsdóttir kom þar upp nokkurs konar minningasafni í einu elsta húsi Þingeyrar. „Ég og maðurinn minn vorum á ferðalagi um árið og gistum í þessu húsi, en þá átti kvenfélagið það. Um haustið var húsið auglýst til sölu og við vorum ansi áhugasöm um húsið og söguna og ákváðum að kaupa það. Síðan þá höfum við verið að gera það upp smátt og smátt, eða eina hlið á ári. Meiningin var alltaf að gera eitthvað menningarlegt í þessu húsi og maður hugsaði með sér að það yrði gaman þegar maður væri búinn að gera það upp. Fljótlega kom þó ljós að það yrði eilífðarverk þannig að það var eins gott að gera eitthvað strax," segir Guðbjörg Lind og hlær....
Meira
Meira