A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
29.06.2010 - 19:50 | bb.is

Myndlist í bland við gamla muni

Guðbjörg Lind við opnun sýninginnar.
Guðbjörg Lind við opnun sýninginnar.
Sýningin Þögul mynd af húsi var opnuð á sunnudag í Vertshúsinu við Fjarðargötu á Þingeyri. Ísfirski myndlistamaðurinn Guðbjörg Lind Jónsdóttir kom þar upp nokkurs konar minningasafni í einu elsta húsi Þingeyrar. „Ég og maðurinn minn vorum á ferðalagi um árið og gistum í þessu húsi, en þá átti kvenfélagið það. Um haustið var húsið auglýst til sölu og við vorum ansi áhugasöm um húsið og söguna og ákváðum að kaupa það. Síðan þá höfum við verið að gera það upp smátt og smátt, eða eina hlið á ári. Meiningin var alltaf að gera eitthvað menningarlegt í þessu húsi og maður hugsaði með sér að það yrði gaman þegar maður væri búinn að gera það upp. Fljótlega kom þó ljós að það yrði eilífðarverk þannig að það var eins gott að gera eitthvað strax," segir Guðbjörg Lind og hlær....
Meira
29.06.2010 - 00:18 | JÓH

Dagskrá Dýrafjarðardaga komin á vefinn

Frá Dýrafjarðardögum 2009
Frá Dýrafjarðardögum 2009
Dýrafjarðardagar nálgast nú óðfluga en þeir verða haldnir um næstu helgi, eða dagana 2.-4. júlí. Búið er að birta dagskrá hátíðarinnar sem er einstaklega glæsileg í ár, og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Nýjungar á hátíðinni eru m.a. kúabingó sem verður á flötinni við Simbahöllina á föstudagskvöldinu og spurningakeppni á Veitingahorninu sama kvöld. Þá hefur hljómsveitin Hjaltalín staðfest komu sína á hátíðina og grillveislan, kassabílarallýið og "súpa í garði" verða á sínum stað ásamt ótal fleiri skemmtilegum viðburðum. Dagskrána í heild sinni má nálgast hér á Þingeyrarvefnum.

Sala aðgöngumiða fer fram í Simbahöllinni og í Koltru.
Fullorðinn: 2.500.- Barn á grunnskólaaldri: 1.500.- Barn á leikskólaaldri: ókeypis aðgangur

Frá Þingeyri
Frá Þingeyri
Knattspyrnuskóli Íslands verður haldinn á Þingeyri við Dýrafjörð dagana 7.-11. júlí. Skólinn er ætlaður öllum knattspyrnuiðkendum, strákum og stelpum, á aldrinum 11-17 ára, þ.e. fæddum 1993-1999. Markmiðið er að bjóða knattspyrnuiðkendum á Vestfjörðum upp á úrvals knattspyrnuskóla á svæðinu. Í skólanum er kennd tækni, taktík og gildi rétts hugarfars. Skólinn verður settur í Grunnskólanum á Þingeyri kl. 14 miðvikudaginn 7. júlí. Kennslan er í höndum reyndra þjálfara og íþróttakennara en skólastjóri er Bjarni Stefán Konráðsson, íþróttafræðingur og knattspyrnuþjálfari. Knattspyrnuskóli Íslands hefur verið starfræktur í meira en áratug á Sauðárkróki við góðan orðstír.
Nánari upplýsingar og skráning er hjá Bjarna Stefáni í síma 695-4504 og bjarnist@mr.is, og Sigmundi í síma 863-4235 og sigmfth@simnet.is.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar var á ferð um Vestfirði fyrr í mánuðinum og tók m.a. lagið á Dvalarheimilinu Tjörn á Þingeyri. Hljómsveitina skipa ungt tónlistarfólk, alls 23 einstaklingar og er gaman að segja frá því að Gerða og Jökull, sem búa á Tjörn, áttu barnabarn í hópnum. Mikil ánægja var með tónleikana og að þeim loknum var hljómsveitarmeðlimum og gestum boðið upp gos og meðlæti. Myndir frá tónleikunum eru í albúminu en þær tók Ásta Kristinsdóttir.
Guðbjörg Lind (t.h) við vinnu sína ásamt Ólöfu Oddgeirsdóttur í tengslum við sýninguna
Guðbjörg Lind (t.h) við vinnu sína ásamt Ólöfu Oddgeirsdóttur í tengslum við sýninguna "Lýðveldið á eyrinni".
Sunnudaginn 27. júní kl.14.00 opnar Guðbjörg Lind Jónsdóttir myndlistarmaður sýninguna Þögul mynd af húsi í Vertshúsi á Þingeyri. Húsið sem einnig hefur verið kallað Hótel Niagara var byggt árið 1881 og á sér mikla sögu. Sýningin er einskonar menningarlegur fornleifagröftur þar sem gamlir munir er fundist hafa við endurbætur á húsinu eru settir í nýtt myndrænt samhengi. Til þess að skapa sýningunni sögulega umgjörð prýða veggi Vertshúss gamlar ljósmyndir frá Þingeyri. Einnig eru til sýnis málverk og teikningar Guðbjargar sem eru afrakstur dvalar í húsinu. Þar gætir bæði áhrifa frá Vertshúsi að innan sem og umhverfi þess....
Meira
23.06.2010 - 21:48 | bb.is

Fjölskyldudagur VerkVest á Þingeyri

Víkingasvæðið á Þingeyri
Víkingasvæðið á Þingeyri
Fjölskyldudagur Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn á víkingasvæðinu á Þingeyri á laugardag. Fjörið hefst kl. 14 og stendur til kl. 17. Á Þingeyri er búið að hlaða útivistarsvæði í víkingastíl en þar er gott svæði til leikja og grillaðstaða, svið, bekkir og borð. Þá verður boðið upp á siglingu með víkingaskipinu Vésteini og einnig eru strandblakvöllur og sundlaug í næsta nágrenni. „Þannig að allir í fjölskyldunni ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og eiga góðan dag í góðra vina hópi á laugardaginn," segir í tilkynningu.
22.06.2010 - 16:40 | bb.is

Toppandarhreiður í fjárhúsi

Toppandarkollan hafði komið sér vel fyrir á frekar óvenjulegum stað. Mynd: Árni Þór / nave.is.
Toppandarkollan hafði komið sér vel fyrir á frekar óvenjulegum stað. Mynd: Árni Þór / nave.is.
Toppandarkolla kom sér upp hreiðri á frekar óvenjulegum stað eða í fjárhúsi á Alviðru í Dýrafirði. Toppendur eru önnur tveggja tegunda fiskianda hér á landi en hin er gulönd. Fiskiendur eru kafendur sem éta nær eingöngu seiði og smáfisk eins og nafnið gefur til kynna. Toppendur eru algengar um allt land nema á hálendinu. Varpsvæði þeirra eru lyngmóar eða kjarrlendi, en þær fela hreiður sín einkar vel og verpa því gjarnan í holur og glufur. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur toppöndin komið sér vel fyrir í fjárhúsinu á Alviðru.
21.06.2010 - 20:25 | Tilkynning

Leikjanámskeið Höfrungs hefjast á morgun

Frá leikjanámskeiði á Þingeyri.
Frá leikjanámskeiði á Þingeyri.
Íþróttafélagið Höfrungur stendur fyrir nokkrum leikjanámskeiðum í sumar og það fyrsta hefst á morgun, 22. júní. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 6 - 13 ára og er hvert þeirra í tvær vikur í senn. Hvert námskeið kostar 3000 kr. en veittur er systkinaafsláttur. Allir aldurshópar (þe. 6-13 ára) eru beðnir um að mæta á gervigrasvöllinn við Grunnskólann kl. 13:00 á morgun. Nánari tímasetning um hvern aldurshóp fyrir sig verður auglýst þegar líða tekur á vikuna. Brynhildur Elín Kristjánsdóttir mun hafa umsjón með námskeiðunum fyrstu vikuna en svo mun Emil Gunnarsson taka við. 
Vonumst til að sjá sem flesta!
Íþróttafélagið Höfrungur
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30